Enzensberger: ESB er það kerfi sem tekur við af lýðræðinu

Þekktur þýskur rithöfundur líkir ESB við skrímslið sem læðist um og lætur eins og það sé mannvinsamlegt en þjáist á sama tíma af hóflausu mikilmennskubrjálæði og stjórnunaráráttu og framleiðir tilskipanir á tungumáli sem enginn vanalegur maður skilur.

Hans Magnus Enzensberger er vel þekktur á Íslandi og hefur mætt hér á bókmenntahátíð. Margar bækur hans hafa verið þýddar á íslensku, m.a. hin fræga bók Talnapúkinn. Hann hlaut ein virtustu heiðursverðlaun Dana, Sonning-verðlaunin árið 2010, fyrir "framlag sitt til evrópskrar menningar". Í viðtali við danska blaðið Weekendavisen, 20. janúar s.l., ræðir Hans Magnús efni bókar sinnar „Hið blíða skrímsli" sem út kom á seinasta ári þar sem hann beinir gagnrýnu kastljósi að ESB.

Hans Magnus lýsir ESB sem "post-demókratisku" kerfi, þ.e. kerfi sem tekur við handan við lýðræðið. Það vill hann rekja til þess hann kallar "kerfis-villu" ESB sem á aftur rætur að rekja til upphafsins. Hann minnir á að eftir seinni heimsstyrjöldina var Evrópa í rúst og sama gildir um hið borgaralega samfélag. "Í Þýskalandi voru ekki aðrir á stjái en gamlir nasistar og þó svo Bretar hafi reynt að koma á lýðræði, var óhemju erfitt að koma því við. Það var því freistandi að ýta hinni evrópsku samvinnu úr vör á bak við luktar dyr. Franski diplómatinn Jean Monnet var einn af þeim sem var í fararbroddi. Hann var tæknikrati, maður sem var hrifinn af nefndum en kunni síður að meta pöpulinn, fólkið á götunni." Kerfis-villan liggur því í hinu dulda embættismannakerfi, sem framleiðir tilskipanir á tungumáli sem enginn vanalegur maður skilur. Þetta er hið "síð-lýðræðislega kerfi.

Þegar blaðamaður bendir á að þrátt fyrir allt séu þingmenn Evrópuþingsins kosnir og að ríkisstjórnir útnefni meðlimi framkvæmdastjórnarinnar, svarar Hans Magnus: "Já, já já. En framkvæmdastjórn ESB er ekki kosin. Við, kjósendur getum ekki hent henni á dyr. Varla er það mjög lýðræðislegt? Ég kann a.m.k. ekki við slíkt, kannski af því að ég er orðinn svo gamall, að ég hef sjálfur búið í einræðisríki."

Blaðamaður spyr þá hvort Enzensberger sé að líkja framkvæmdastjórn ESB við alræðisvald (diktatur)? Og svar hans er: "Hún er stjórn sem ekki er kosin. Það er and-lýðræði. Ég kæri mig ekki um það. Kosturinn við okkar eigin ríkisstjórnir er sá að ég get kosið þær burtu, ef þær villast af sporinu. Með friðsömum hætti."

Heimild: http://www.esbogalmannahagur.blog.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta segir Nigel Farage líka og við öll sem erum á móti inngöngu í ESB. hlustið á Nigel í viðtali við Canadíska sjónvarpið.

http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=3WvHW-BteSQ&feature=endscreen

Valdimar Samúelsson, 29.1.2012 kl. 16:44

2 identicon

Rök Enzenberger eru ósannfærandi og hljóma eins og hann hafi fyrst áveðið að vera á móti ESB og síðan reynt að rökstyðja það. Það mistekst hins vegar algjörlega.

Evrópuþingið er kosið beinni kosningu í hverju landi. Í ráðherraráðinu, sem deilir löggjafarvaldinu með Evrópuþinginu, eru ráðherrar ríkisstjórna aðildarríkjanna.

Í leiðtogaráðinu sem markar stefnu ESB eru leiðtogar hvers ríkis, oftast forsætisráherrar.

Í framkvæmdastjórninni eru 27 framkvæmdastjórar, einn frá hverju landi. Þeir undirbúa lagafrumvörp í samræmi við stefni leiðtogaráðsins og sjá um að koma því í framkvæmd sem Evrópuþingið og ráðherraráðið samþykkja.

Það má ekki á milli sjá hvort lýðræðið er meira í ESB eða aðildarríkjunum þar sem td ráðuneytisstjórar eru valdamiklir án þess að vera kosnir beinni kosningu.

Ekki myndi ég treysta betur ráðuneytisstjórum eða aðstoðarmönnum ráðherra sem væru kosnir beinni kosningu. Ekki myndi ég treysta betur framkvæmdastjórn ESB sem væri kosinn beinni kosningu.

Framkvæmdastjórar hjá ESB sem vinna ekki eftir samþykktum ráherraráðsins og Evrópuþingsins eða stefnu leiðtogaráðsins eru auðvitað látnir fara á sama hátt og ráðuneytisstjóri í sömu sporum er rekinn.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 23:12

3 identicon

The real face of E.U.: http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460#

Og ásmundur opinberar enn einu sinni sína víðáttuheimsku og heilaþvott.

PS já og þingmenn í Brussel, takið eftir, mega ekki setja fram nein lagafrumvörp, bara segja já eða nei við því sem kemur frá embættishjörð sem ekki er valin í kosningum, og geta því ekki verið kosin burt. Þarf að segja eitthvað meira?

palli (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 11:59

4 identicon

Hérna getið þið svo séð viðbrögð Brussels við ofureðlilegum vangaveltum og spurningum um lýðræðið í ESB, þ.e. það er púað á hann!! ..og fólk gengur út úr salnum!!! 

http://www.youtube.com/watch?v=ljAANHPkrAE

Það er aldeilis lýðræðisástin á opnum samræðum um grundvallarmál.

palli (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 12:03

5 identicon

Grey Palli heldur að þetta sé sandkassi og að við séum hér í sandkassaleik.  

Hrifning hans á Árna Johnsen og álíka kónum kemur ekki á óvart. Árni er hins vegar gott dæmi um árangurinn úr beinni kosningu. Hugsið ykkur ástandið í framkvæmdastjórn ESB ef það væri kosið beinni kosningu eins og Alþingi Íslendinga.

Framkvæmdastjórn ESB er kosin lýðræðislega þó að ekki sé það beinni kosningu. Ráherraráðið velur framkvæmdastjóra á grundvelli tilnefninga ríkisstjórna aðildarríkjanna og er það val háð samþykki Evrópuþingsins. Valið er því á verksviði kjörinna fulltrúa.

Framkvæmdastjórnin fylgir stefnu leiðtogaráðsins. Öll ríkin hafa einn framkvæmdastjóra svo að við sem örríki megum mjög vel við una. Hver framkvæmdastjóri stýrir málefnaskrifstofu sem líkja má við ráðuneyti. 

Það þarf ekki mikla greind til að sjá að þetta fyrirkomulag við val á framkvæmdastjórn ESB er miklu betra en bein kosning þar sem lýðskrum og vanþekking ræður oft úrslitum. Ráðherrar í ríkisstjórnum eru heldur ekki kosnir beinni kosningu.

Palli litli, leiddu þetta svar hjá þér. Það er fyrir ofa þinn skilning.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 16:52

6 Smámynd: Elle_

Palli-  Eg var ekki í neinum vandræðum með að skilja þig.  Haltu þínu striki gegn forhertum landsölupennum og ICESAVE talsmönnum Johanna og Stefan Fule.

Elle_, 30.1.2012 kl. 17:51

7 identicon

Framkvæmdastjórn ESB fer með framkvæmdavald þess á sama hátt og ríkisstjórn fer með framkvæmdavald hvers ríkis.

Hvorki framkvæmdastjórar ESB né ráðherrar í ríkistjórn Íslands eru kosnir beinni kosningu. Kjörið í framkvæmdastjórn ESB er þó ólíkt lýðræðislegra en val á ráðherrum í ríkisstjórn.

Val ráðherra er plott á milli þingmanna þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn. Framkvæmdastjórar eru hins vegar valdir einn af hverri ríkisstjórn aðildarríkjanna og eru háðir samþykki Evrópuþingsins.

Framkvæmdastjórar ESB verða að fylgja stefnu leiðtogaráðsins þar sem leiðtogar hvers ríkis sitja, oftast forsætisráðherrar.

Ef sama lýðræði væri í ríkisstjórn Íslands og framkvæmdastjórn ESB myndu ráðherrar vera valdir í héraði einn fyrir hvert kjördæmi. Val þeirra væri háð samþykki Alþingis. Ríkisstjórnin hefur ekkert aðhald sbr leiðtogaráðið í ESB og kemst því frekar upp með geðþóttaákvarðanir. 

Allt tal um skort á lýðræði í ESB er því úr lausu lofti gripið. Lýðræðið þar er að mínu mati hæfilegt og mun meira en í ríkisstjórn Íslands. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 19:44

8 Smámynd: Elle_

Fals Fulepennans jafnforhert og endranær enda stórsvarasamur.  Og bæði hvað varðar fullveldi landsins og kúgun eins og ICESAVE.  Fullveldisafsal og lýðræðið fótum troðið í stórríki Frakklands/Þýskalands, enda NOT NEGOTIABLE - ÓUMSEMJANLEGT.

Elle_, 30.1.2012 kl. 21:02

9 Smámynd: Elle_

Elle_, 30.1.2012 kl. 21:03

10 identicon

Ég þakka Elle fyrir hrósið. Það er ekki amalegt fyrir ESB-aðildarsinna að vera talinn stórvafasamur fyrir áróður andstæðinga aðildar sérstaklega þegar engin tilraun er gerð til að hrekja staðhæfingar mínar og rökstuðning.

Elle hefur ekki enn svarað beiðnum um að upplýsa hverra hagsmuna hún er að gæta. Hún er ekki í þjóðskrá, ekki í Íslendingabók og ekki í símaskránni. Flest bendir því til að hún sé ekki íslensk, ekki búsett á Íslandi og ekki af íslenskum ættum.

Mín tilgáta er að Elle sé þýskur gyðingur sem lítur á ESB sem nýtt stórþýskaland á sömu leið og þriðja ríki Hitlers. Ekkert er þó fjær sanni eins og allir vita sem hafa kynnt sér málin og eru ekki í afneitun.

Ofstopi, vænisýki og flumbrugangur Elle út af ESB er ekki eðlilegur og þarfnast því sérstakra skýringa. Ég hef þó enga trú á að hún sé send út af einhverjum erlendum samtökum. Skrif hennar eru of vitlaus til þess. 

Og þó, ESB-hatarar meðal gyðinga sem tala íslensku eru ekki á hverju strái. Elle hefur ef til vill verið talinn skárri en enginn. En kannski er hún hér bara á eigin vegum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 22:43

11 Smámynd: Elle_

Eins og ég var að enda við að lýsa: Stórvarasamur.  Falspenni Johanna og Stefan Fule getur haldist einn í svipinn niðri á hans heimska plani.  Nenni ekki i svipinn þangað með honum.   

Elle_, 30.1.2012 kl. 23:21

12 Smámynd: Elle_

´EKKI ENN SVARAÐ BEIÐNUM´ ????????????????????????????????  Ef fullveldisíhlutun Fule-fals-pennans væri ekki svona alvarleg kæmi hann manni kannski til að skellihlæja.  Skildi vitleysuna fyrst núna.   JÁ, STÓRVARASAMUR

Elle_, 30.1.2012 kl. 23:30

13 identicon

Elle, þetta var í þriðja sinn sem ég spurði hverra hagsmuna þú værir að gæta, þú sem ert ekki í þjóðskrá, Íslendingabók né símaskránni.

Ef spurningin hefur farið framhjá þér hingað til viltu þá ekki svara henni núna?  Eða þolir svarið ekki dagsins ljós?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 00:43

14 Smámynd: Elle_

Allt sem ég segi þolir dagsins ljós og öfugt við ykkur fullveldishatara.  Og ég skrifa ekki með neinu falsi eins og þið.  Man ekki eftir spurningunni sem er fáránleg og passar ekki við neitt sem ég hef skrifað.  Hinsvegar vil ég segja að þú þolir víst ekki OPINBERU UPPLÝSINGARNAR ÞARNA og berst núna eins og brjálað og sært ljón.  Kannski skiljanlega.  

Opinberar uppl. sem liggja yfir allt netið má nota.  Hinsvegar hefur þú ekkert lagalegt leyfi til að upplýsa opinberlega í netinu hvað er skrifað í ÞJÓÐSKRÁ og hvort þú fannst mig þar eður ei.  Ekki ofmeta sjálfan þig í falsskrifunum fyrir Johanna og Stefan Fule.  

Og ég vil bæta við að vegna forherðingar þinnar um að skrif manns séu ´vitlaus´ kallaði ég plan þitt ´heimskt´.  Í alvöru ertu frekar falskur (fölsk skrif) og stórskaðlegur og varasamur. 

Og eins og Palli að ofan sem dæmi sé ekki í þjóðkrá þó hann kallist Palli??  Þó ég kallist Elle þýðir það ekki neitt nema það og engum kemur það við hvort ég er með skráðan síma eður ei. 

Þú ættir í alvöru frekar að fara alvarlega að hugsa um að verja landið þitt en að ráðast á það endalaust og skemma og ráðast á alla sem vilja verja það.   

Elle_, 31.1.2012 kl. 01:10

15 identicon

Elle, ertu að gefa í skyn, að þó að þú komir hér fram undir bæði fornafni og eftirnafni, þá ertu hér undir dulnefni?  

Þetta er mjög ámælisvert. Þegar menn koma fram undir dulnefni fer það yfirleitt ekkert á milli mála. Þú lætur hins vegar eins og þú sért hér undir réttu nafni til að auka trúverðugleikann. Þvílíkt fals! 

Það eina sem þú getur gert til að bæta fyrir falsið er að birta þegar í stað fullt nafn. 

Elle, þú segir að allt sem þú segir þoli dagsins ljós. Þar eð þú upplýsir ekki hverra hagsmuna þú ert að gæta, þú sem ert hvorki í þjóðskrá, Íslendingabók né símaskránni, þá er  nokkuð ljóst að þær upplýsingar þola ekki dagsins ljós.

Hvernig þér dettur í hug að ég þoli ekki "OPINBERU UPPLÝSINGARNAR ÞARNA" er mér hulin ráðgáta en býst þó við að það hafi eitthvað með vænisýki þína að gera.

Ég ætla ekki að biðja þig um skýringar vegna þess að ég tel engar líkur á að svarið verði vitrænt.

Auðvitað er ekki bannað að upplýsa hvort eitthvert nafn finnist í þjóðskrá, Íslendingabók eða símaskrá. Ísland er ekki 3. ríki Hitlers. 

Einhvern tímann skrifaðirðu óspurð að þú vildir ekki upplýsa um erlendan uppruna þinn því að það kynni að vera notað gegn þér.

Það var löngu áður en ég byrjaði á þessum vangaveltum en á nú þátt í að styðja illan grun.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 09:26

16 identicon

Palli fer hamförum yfir því að þingmenn Evrópuþingsins geti ekki lagt fram lagafrumvörp.

Hann skilur ekki að þetta fyrirkomulag tryggir einmitt meira lýðræði og mannréttindi. Þetta kemur í veg fyrir eða minnkar mjög líkur á að hægt sé að keyra í gengum þingið með hraði varasöm frumvörp vegna gífurlegs þrýstings.

Framkvæmdastjórnin undirbýr lagafrumvörp í samræmi við stefnu leiðtogaráðsins. Í framkvæmdastjórn er einn fulltrúi frá hverju ríki, tilnefndir af ríkisstjórnum þeirra.

Það eru því kjörnir fulltrúar ríkjanna sem velja framkvæmdastjóra ESB. Frakvæmdastjórar ESB eru gjarnan menn úr stjórnmálunum, oft fyrrum ráðherrar, sem eru ekki lengur háðir kjósendum um áframhaldandi starf. Þeir láta því ekki lýðskrum eða hræðslu við að missa starfið stjórna gjörðum sínum. 

Þetta fyrirkomulag hentar Íslandi sérstaklega vel vegna þess að í framkvæmdastjórn er einn fulltrúi frá hverju landi.  

Á Evrópuþinginu hafa stærri ríki fleiri fulltrúa en hin smærri, Ísland getur þó vel við unað enda verða þingmenn okkar þar 12.5 sinnum fleiri en íbúafjöldinn segir til um.

Ásmundur Harðarso (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 09:57

17 Smámynd: Elle_

Nei, ég er ekki að halda fram að ég skrifi undir dulnefni þó ég skrifi ekki undir fullu nafni.  Ef ég væri að gera það, stæði það þarna.  En ég ætla í alvöru ekki að fara að eyða endalausum tíma í að skýra mín persónulegu mál opinberlega og fyrir slíkum skaðræðismanni og yfirgangsseggi.  Og ætla ekki að birta neitt fyrir þig enda KEMUR ÞÉR ÞAÐ EKKERT VIÐ. 

En núna ætlarðu að gera allt í þínu valda til að jarða mig fyrir að benda á falsið þitt, ÁSMUNDUR/ÓMAR, og forherðingu skrifandi af falsi fyrir erlent vald gegn fullveldi landsins.  Okkur kemur það hinsvegar mikið við.  Og líka þegar embætti landsins eru notuð af rudda úti í bæ til að vinna gegn fullveldi landsins.  Haltu bara áfram að berjast eins og bjrálað ljón en inn í Stór-Þýskaland kemurðu okkur ekki.  Og alls ekki með blekkingum og falsi.

Og endurtek að spurning þín um ´hverra hagsmuna ég sé að gæta´ er fáránleg.  Mundu, það ert þú, ekki ég, sem ræðst gegn fullveldi og sjálfstæði landsins og skemmir.  Fullveldissinnar eru einfaldlega að verja fullveldið.  Og svo ættirðu ekki að ráðast á Gyðinga eins og þú gerðir að ofan til að ná höggstað á manni.  Það gæti varðað við lög. 

Elle_, 31.1.2012 kl. 12:03

18 identicon

Þessi Ásmundur er svo stjarnfræðilega ruglaður í hausnum að það jarðar við geðbilun. Jesús Marísson, hvað hann er bilaður!!

Það er eins og að villast inn á Klepp að reyna samræður við svona bjánabarn.

Algjörlega tilgangslaust að tala við þetta andlega viðrini.

Og síðuhaldarar ættu án gríns að bara að banna ip-töluna hans. Það er ekkert að því. Hann er greinilega illa haldinn einstaklingur.

Ef síðuhaldarar væru að halda opinn umræðufund og inn kæmi vitleysingur sem æpir og orgar alls konar vitleysu... yrði honum ekki hent út?

palli (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 12:11

19 Smámynd: Elle_

Og ef lesið er vandlega það fyrsta sem hann skrifaði 09:26 þá spurði hann mig fyrst hvort ég ´væri að gefa í skyn að ég væri undir dulnefni´ og í næstu setningu sakar hann mig um að ´ég láti eins og komi fram undir fullu nafni og kallar það þvílíkt fals´.   Hvað í fjáranum er maðurinn að segja???????????? 

Elle_, 31.1.2012 kl. 12:28

20 identicon

Fyndið hvernig Palli litli er alltaf að lýsa sjálfum sér. Það eru fyrirbæri eins og hann sem eru alls staðar til ama á bloggsíðum og eru unnvörpum bönnuð. Hér treystir hann á friðhelgi með því að vera sammála síðuhaldara.

Síðuhaldarar vilja þó eflaust vera lausir við Palla. Þó að hann taki undir stefnuna eru vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur. Hann hefur ekkert fram að færa annað en að ráðast á þá sem hafa aðrar skoðanir, sérstaklega ef þeir geta rökstutt þær, og að heimta að þeir verði settir í bann.

Það er ekki gott fyrir málstað andstæðinga aðildar að hafa slíkt fól innan sinna raða. Auk þess trufla svona óspektir málefnalega umræðu annarra og rýra þannig gildi síðunnar. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 14:16

21 identicon

Fyndið hvernig Elle kemst að þeirri niðurstöðu að tveir menn með sama eftirnafn hljóti að vera einn og sami maðurinn bara vegna þess að þeir eru báðir ósammála henni.

Elle og Palli eiga ýmislegt sameiginlegt. Ég ætla að hunsa þau bæði, allavega fyrst um sinn. Þetta er enginn sandkassi. En það er erfitt að láta óvitana leika lausum hala.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 14:26

22 Smámynd: Elle_

Nei, ÁSMUNDUR/ÓMAR las ekki rökin frekar en fyrr.  Föðurnafnið hafði nákvæmlega ekkert með það að gera.  Veit þú vilt gera mig heimskulega en það græn er ég ekki.  Og þú veist ekkert hvað ég veit þó ég segi það ekki opinberlega.  Nóg samt til að fólk kannski varist þig. 

Og eins og ég sagði fyrir löngu væri væri það KÆRKOMIÐ að þú HUNDSAÐIR mann.  En NEI, hvíldin kom ekki.  Hvílíkur andlegur léttir það væri að losna við endalausa óværu. 

Og á meðan þú ert að hundsa okkur Palla verður vonandi rannsókn í gangi á sambandi skrifa ÁSMUNDAR/ÓMARS og EUROSTAT og STATISTICS ICELAND.  Og já, líka á Jóhönnuflokksdruslunni.

Elle_, 31.1.2012 kl. 14:49

23 identicon

Ef umræðuefnið væri ekki jafn alvarlegt, þá myndi maður vorkenna þessu Ásmundar-greyi.. eða Ómari eins og hann er betur þekktur.

Þú ert sorglegt eintak af mannveru. Þín tilvist er harmleikur.

Þú ættir að leita þér hjálpar, fara til sálfræðings, finna réttu lyfin, og að því loknu reyna að öðlast tilgang með þessu lífi.

palli (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband