Varðhundar ESB í stjórnum allra ESB-ríkja eins og í stjórnum Grikklands og Ítalíu?

Það er enginn annar en utanríkisráðherra Tékklands sem þannig spyr og bætir við: Í Brussel hafa menn hrifsað til sín allt sem þeir mögulega geta. Nú liggur vald í Brussel sem væri mun betur komið í höndum héraða eða landa. Við verðum að brjótast undan Evrópu smásála. 

Viðtal í nýjasta hefti DER SPIEGEL við Karl Fürst zu Schwarzenberg, utanríkisráðherra Tékklands hefur vakið mikla athygli. Hann gagnrýnir ráðamenn í ESB-ríkjum fyrir þröngsýni, lýsir andúð smáríkja á yfirgangi Þjóðverja og Frakka og varar Þjóðverja við að fyllast mikilmennskubrjálæði í varðstöðu sinni um evruna.

Schwarzenberg situr á þingi fyrir flokk græningja en starfaði áður náið með Vaclav Havel, forseta, sem nýlega féll frá. Hann gagnrýnir Evrópusambandið fyrir að vera of innhverft. Það sjái varla út fyrir diskinn sinn, hvað þá út fyrir matarborðið. „Evrópa hefur tapað einhverju af heimssýn sinni" („global perspective").

Ljóst er að utanríkisráðherrann er einn af þeim mörgu valdamönnum í ESB sem lætur það fara mjög fyrir brjóstið á sér að Merkel kanslari og Zarkozy forseti skuli halda vikulega einkafundi, þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar en síðan sé leiðtogum annarra aðildarríkja hóað saman öðru hvoru til að innbyrða það sem ofurleiðtogarnir (sem sumir kalla „Zarkel") hafa skammtað á diskana og samþykkja þarf. Schwarzenberg segir hreint út í viðtalinu:

„Málum er háttað á þennan veg: Ríki frændinn sem leggur þér hjálparhönd og gerir mikið veður út af því fer í taugarnar á þér. Smáríki eiga einkum erfitt með að kyngja þessu. Þau fagna því ekki endilega þegar Merkel og Sarkozy hittast og berja saman stefnu og tilkynna síðan öðrum um niðurstöðuna. Þetta gengur ekki til lengdar."

Blaðamaður Spiegel spyr hvort ýmsir hafi ekki beinlínis krafist þess að þýska ríkisstjórnin tæki að sér forystuhlutverk í Evrópu. Schwarzenberg svarar þannig:

Á fyrstu stigum kreppunnar spurði ég einu sinni hóp samstarfsmanna í Evrópu: Hvers vegna allar þessar flóknu ályktanir? Við skulum bara setja ESB-reglugerð um að það verði þýskur endurskoðandi í öllum fjármálaráðuneytum innan ESB. Allir hlógu, en nú er þetta að koma yfir okkur hægt og sígandi."

Í framhaldinu rifja þeir upp, blaðamaðurinn og ráðherrann, að „Grikkir eru þegar með þýskan varðhund" („a German watchdog" sem í óeiginlegri merkingu þýðir líka „eftirlitsmaður"). Schwarzenberg finnst það bersýnilega mjög pirrandi að heyra Þjóðverja segja:

„Bara að þið væruð öll jafn iðin og hagsýn og við, þá sætuð þið ekki uppi með þennan vanda."

Schwarzenberg virðist að vísu sáttur við að ESB móti stóru línurnar, svo sem sameiginlega utanríkisstefnu og sameiginlegar stefnu í öryggismálum. En smámunasemin fer í taugarnar á honum:

„Við höfum enga þörf fyrir sameiginlega stefnu um ostagerð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Er ekki bara að renna upp annað Hitlersskeið, bara með öðru nafni......???????

Eyþór Örn Óskarsson, 11.1.2012 kl. 05:02

2 identicon

Paranojan tekur á sig nýjar myndir. Það eru engir varðhundar ESB í ríkisstjórnum ESB-ríkja hvorki Grikklands, Ítalíu né annarra.

Það er allt annað mál að fagmenn hafa verið kallaðir til starfa í ríkisstjórnum Grikklands og Ítalíu vegna neyðarástands.

Valið á þessum ráðherrum hefur farið fram með sama lýðræðislega hætti og áður þó að aðrar áherslur hafi ráðið valinu af gefnu tilefni.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 11:04

3 identicon

En það er akkúrat þetta, sem vantar á Íslandi. Þýskan endurskoðenda í fjármálaráðuneytið og víðar!

Það fundust fyrir mörgum árum fyrirtæki á Íslandi og fynnast kannski enn, sem hafa bankastarfsmann í eftirliti á fjármálum fyrirtækisinns vegna reiðuleysis og vitleysu í fjármálum og þar með í greiðsluörðugleikum og engin veit betur en að hann sé starfsmaður fyrirtækisins.

Það þurfa fleiri aðhald en Grikkir.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 12:27

4 Smámynd: Elle_

´En það er akkúrat þetta, sem vantar á Íslandi. Þýskan endurskoðenda´

Ef þú skildir ekki vita það er Þýskaland ekki eina landið í heiminum.  Þau eru yfir 190.  

Elle_, 11.1.2012 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband