Fá Íslendingar hraðferð inn á neyðarsvæðið?
9.1.2012 | 17:28
Árni Páll undirbjó hraðferð Íslendinga inn í evruland og Oddný fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af vandamálum evrusvæðisins. En Zarkosy og Merkel hafa þvílíkar áhyggjur að þau hittast nú vikulega til að fjalla um neyðarástandið sem skapast hefur og fer nú ört versnandi.
Um það leyti sem Árni Páll var flæmdur út úr viðskiptaráðuneytinu til að greiða fyrir brottrekstri Jón Bjarnasonar lét Árni það fréttast til samflokksmanna sinna, eins og lesa mátti í fjölmiðlum, að hann væri að undirbúa hraðferð Íslendinga inn á evrusvæðið og væri því algerleg ómissandi í ríkisstjórn. Að sjálfsögðu var þetta tómt rugl því að ekkert ríki hefur enn fengið undanþágu frá skilyrðunum fyrir upptöku evru og síst af öllu eru líkur á að Íslendingum byðist slíkt á þessu seinasta og versta kreppuskeiði evrunnar, því að Ísland hefur aldrei uppfyllt öll skilyrðin samtímis eins og krafist er og gerir það ekki næstu árin. En það mátti reyna! Evran er hvort eð er helsta tálbeita Samfylkingarinnar til að lokka Íslendinga inn í ESB.
Oddný Harðardóttir settist í stól fjármálaráðherra um áramótin og það reyndist eitt fyrsta verk hennar að lýsa yfir trú sinni og trausti á átrúnaðargoði Samfylkingarinnar, evrunni: Ég hef ekki áhyggjur af framtíð evrunnar. Krafan er að þjóðríkin sýni meiri aga við stjórn efnahagsmála," sagði Oddný 5. jan. s.l. í samtali við Bloomberg-viðskiptaveituna. Það er eitthvað sem við ættum að taka til okkar, þótt við höfum sýnt fram á mikinn vilja og gripið til aðgerða í þá veru í kjölfar efnahagshrunsins."
Í framhjáhlaupi skaut Oddný föstu skoti á krónuna þótt ráðherrann þurfi örugglega að sýsla meira með þann gjaldmiðil alla sína ráðherratíð en nokkur annar Íslendingur. Hún bætti því við að: krónan mun alltaf krefjast einhvers konar gjaldeyrishafta". Hana varðar ekkert um það þótt embættismenn í næsta húsi, þ.e. Seðlabankanum, vinni nú markvisst að því á hennar vegum að afnema gjaldeyrishöft á nokkrum árum.
Yfirlýsingar forystu Samfylkingarinnar um vandamál evrunnar eru óneitanlega í ævintýralegri mótsögn við veruleikann eins og hann blasir við nær öllum öðrum hér sem erlendis. Eða hvert er álit Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á framtíð evrunnar. Lagarde lýsti því yfir á blaðamannafundi í Suður-Afríku 5. jan. s.l. að ólíklegt væri að evran hyrfi á þessu ári. Meira treysti hún sér ekki til að segja. Nei! Ekki á þessu ári!
Mun evran líða undir lok árið 2012? Mitt svar er, ég held ekki," sagði Lagarde. Það er ólíklegt að sjálfur gjaldmiðillinn gufi upp eða hverfi árið 2012."
Jafnframt segir í fréttinni að Lagarde varaði við því að evrópska skuldakreppan gæti haft áhrif á bæði Afríku og önnur lönd heimsins. Lönd Afríku væru mikilvægur hlekkur í efnahag heimsins og ef ekki yrði leyst úr vanda Evrópulandanna gæti það haft neikvæð áhrif á þau." Evran er sem sagt ekki aðeins hættuleg sjálfri sér og þeim sem hana nota. Hún gæti smitað út frá sér til annarra heimsálfa.
Orð Lagarde hljóta að vera mikil huggun fyrir Árna Pál og Oddnýju fjármálaráðherra, Össur og Jóhönnu. Ef Íslendingar hafa hraðann á gætu þeir kannski sloppið inn á evrusvæðið áður en gjaldmiðillinn gufar upp eða hverfur", eins og framkvæmdastjóri AGS orðar það.
Á meðan sitja Merkel kanslari og Zarkozy forseti ein á vikulegum klíkufundum um vandamál evrusvæðisins og vilja bersýnilega ekki að láta leiðtoga annarra evruríkja trufla ákvarðanir sínar um björgunaraðgerðir.
Var einhver að tala um lýðræðið í ESB? Nei, þannig talar enginn í hengd manns húsi. - RA
Athugasemdir
Þó að við fáum ekki að taka upp evru um leið og við göngum í ESB er líklegt að krónunni verði þá komið í skjól með aðstoð ECB. Þá verður hægt að aflétta gjaldeyrishöftum en ekki fyrr.
Þetta skjól fyrir krónuna áður en evra verður tekin upp hafa háttsettir eða fyrrum háttsettir hjá ESB sem hingað hafa komið bent á sem möguleika.
Það mun taka fáein ár að taka upp evru en ekki þrjátíu ár eins og andstæðingar evru hafa haldið fram ef ég man rétt.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fer ekki fram fyrr en 2013. Þá er líklegt að evrukreppan verði yfirstaðin. Nýtt og öflugra ESB og sterkari evra gera aðild þá eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 23:32
Þessari þvinguðu umsókn í ESB.hefur fylgt einhver loforðalisti geri ég ráð fyrir,svo mikið kapp sem yfirboðarar Jóhönnustjórnar leggja á styrki og fyrirmæli um uppstokkun í ríkisstjórn ÍSLANDS. Þetta er svo óþolandi Ásmundur,nýtt og öflugra esb.Vonandi þeirra vegna. Fyrr verður þessari stjórn hent út úr Alþingishúsinu,en við látum innlima okkur í apparatið.
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 00:46
Helgisögnin um evruna.
Er ekki fyrsta helgisögnin sem hefur rænt mæta menn ráð og viti á Íslandi.
Þegar sveitir Ukraínu voru rjúkandi rústir eftir samyrkjubyltingu Stalíns þá var til fólk á Íslandi sem vildi sveitum landsins svipuð örlög.
-------------------------------------------------------
Með öðrum orðum vildu menn bregðast við vondu ástandi með einhverju sem var ennþá verra.
Helgisögnin um Sovétið kaffærði heilbrigða skynsemi hina trúuðu. Þeir sáu hlutina ekki eins og þeir voru, heldur eins og þeir vildu að þeir væru.
Elle_, 10.1.2012 kl. 00:48
@ Ásmundur Friðriksson.
Þú segir:
"að um leið og við göngum í ESB þá verði krónunni komið í skjól með aðstoð ECB bankans, þá fyrst verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftum, fyrr ekki."
SVAR: Hvernig í ósköpunum ætti það eiginlega að vera, sjálfur er ECB bankinn í hinum mestu vandræðum, er með efnahag, Grikklands, Portúgals og Írlands í öndunarvél og efnahag Spánar, Ítalíu, Kýpur, Ungverjalands og fleiri ESB ríkja inná gjörgæslu. Allt bankakerfi ESB/EVRU svæðisins riðar til falls og er í fanginu á ESB og ECB bankanum sem þjóðnýta allt tapið og senda reikningin á skattgtreiðendur. Margir sérfræðingar telja að með sömu stefnu komist ECB bankinn í óhjákvæmilegt greiðsluþrot á næstu 2 til 3 árum.
Bendi þér og öðrum hér einnig á að Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði og fyrrv. viðskiptamálaráðherra segir um kreppuna í ESB í nýlegu viðtali við RÚV að: "Ísland sé að miklu leyti einangrað frá þessari fjármála- og bankakreppu, þar sem við séum með okkar nýþvegna bankakerfi með gjaldeyrishöftum og þannig eigi Ríkissjóður Íslands ekki í neinum vandræðum með að fjármagna sig - "Þannig að við erum á bak við virkismúra sem ætlaðir voru til að leysa okkar eigin kreppu 2008, en síðan kemur í ljós 2011 og 2012 að þeir eru sennilega besta vörnin sem við höfum gegn því að að flytja inn vandamál frá útlöndum".
Seðlabanki Íslands stefnir að því að afnema gjaldeyrishöftin á krónunni í áföngum á næstu 2 til 3 árum, það gæti að sjálfssögðu eitthvað þurft að lengja í því ef ESB/EVRU kreppan heldur áfram eins og sjálf A. Merkel kannslari Þýskalands segir og margir fleir spá.
Síðan segir þú í lok athugasemdar þinnar: "Þjóðaratkvæaðgreiðslan fer ekki fram fyrr en 2013. Þá er líklegt að Evrukreppan verði yfirstaðinn. Nýtt og öflugra ESB og sterkari Evra, gera aðild þa´eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr"
SVAR: Þú heldur semsagt að þjóðaratkvæðagreiðsla um samning við ESB muni fara fram á næsta ári, þ.e. árið 2013. Ég segi nú bara þvílíkt óraunsæis rugl. Svona álíka og Árni Páll og Össur sögðu þegar umsóknin var send inn í júlí 2009, að við fengjum sérstaka hraðferð og samningur yrði tilbúinn eftir 14 til 16 mánuði. Allt var þetta tómur hugarburður, blekkingar og einnota lygi. Sama er greinilega upp á teningnum hjá þér með þetta. Þú ert eins og Össur með "Stóru gulrótina" heldur að þjóðin kaupi svona áframhaldandi endalausar ESB-lygar og blekkingar.
Svo heldur þú því fram í barnslegri trúgirni þinni að evrukreppan verði yfirstaðinn á næsta ári og þá sjáum við nýtt og öflugra ESB og sterkari EVRU.
Ekkert bendir til þessa og ESB stjórnsýsluapparatið býr nú við mjög alvarlega tilvistarkreppu og kerfisvanda og hefur aldrei verið sundurleitara, óvinsælla og aumara. Samkvæmt því sem helstu sérfræðingar segja og m.a. Angela Merkel kannslari Þýskalands, sem varar alvarlega við og segir að Evru- og skuldakreppan muni vara til margra ára, jafnvel vara í meira meira en áratug.
Þannig að ég geri nú ekkert með þetta ESB/EVRU uppljómun og dekur þitt og hvernig þú sérð hlutina Ásmundur.
Af því að þú virðist vera nákvæmlega eins og gömlu Sovét kommarnir sem bara trúðu og E. Ericsson segir svo réttilega frá hér að ofan:
"Þeir sáu hlutina ekki eins og þeir voru, heldur eins og þeir vildu að þeir væru"
Mikil er trú þín á undur og stórmerki ESB apparatsins Ásmundur Friðriksson !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:21
@ Ásmundur Harðarson. Bið þig innilega velvirðingar að hafa óvart skráð þig "Friðriksson" en ekki Harðarson eins og rétt er. En leiðrétti það hér með og bið þig enn og aftur afsökunar á þessu Ásmundur Harðarson.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:28
Gunnlaugur. ECB lánar ekki til ríkja aðeins banka.
Evruvandinn er aðeins angi af alþjóðlegum skuldavanda. Athyglin hefur beinst að evruríkjunum vegna þess að þau eru að gera eitthvað í málunum. Og sennilega ekki síst vegna þess að þau eru að gæla við hið ómögulega án þess þó að stíga skrefið sem betur fer. Óákveðni vekur alltaf tortryggni þó að oft sé hún vísbending um vönduð vinnubrögð.
ESB þarf að horfast í augu við að einhver ríki lendi í greiðsluþroti og að bankar fari á hausinn. Það á að einbeita sér að því að tjónið verði sem minnst fyrir aðrar þjóðir og aðra banka. Það mun takast og þá verður evruvandinn úr sögunni þó að hin alþjólega skuldakreppa standi miklu lengur.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn nægir ekki nema örfá misseri eða á að giska þangað til við gætum verið komin inní ESB. Hvað tekur þá við? Hvernig eigum við að komast af með tóman gjaldeyrisvarasjóð og ónýta krónu? Gylfi var að lýsa neyðarástandi sem við höfum sem betur svar við næstu misserin.
Ef kreppa ágerist í Evrópu og í heiminum öllum verðum við að sjálfsögðu illilega vör við það í lækkun útflutningstekna. Það verður sérstaklega slæmt þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn er uppurinn ef við verðum enn með krónu án nokkurs skjóls nema gjaldeyrishafta.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að ljúka ESB-samningum á næsta ári nema hugsanlega við sjálf. Það er í lagi þó að það dragist fram yfir kosningar enda munu allir flokkar verða að lofa því fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að láta hana fara fram ef þeir ætla ekki að hrynja í fylgi.
Að líkja ESB og evru við gömlu Sovét sýnir að örvæntingin hefur náð nýjum hæðum með undirliggjandi bullandi vanmáttarkennd sem Íslendingur gagnvart ESB-ríkjum. Þetta er þó varla paranoja vegna þess að ég geri ráð fyrir að þú talir gegn betri vitund.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 15:11
@ Ásmundur. ECB bankinn er með alls konar hundakúnstir til þess að fjármagna kaup á vafasömum pappírum og ríkisskuldabréfum aðfram kominna EVRU ríkja.
Já ég hika ekki við að líkja þessu ólýðræðislega og óskilvirka stjórnsýsluapparati ESB við það handónýta Commísara kerfi sem Sovétríkin gerðu á sínum tíma og versnaði stöðugt, þangað til það dó af eigin rammleik.
Þó benda megi á að ýmislegt sé mun skárra hjá ESB apparatinu heldur en það var í sæluríki USSR, þá hnígur þetta allt í sömu átt. Lýðræðisskortur og vaxandi völd fárra ókjörinna sérfræðinga ráða og óskilvirkni stjórnsýslunnarþ
Ég er ekkert einn um þessa skoðun Ásmundur.
Nefni sérstakelga tvo heimskunna einstaklinga sem báðir þekkja bæði kerfin, þ.e. hafa báðir lifað og starfað undir járnhæl og skrifræði Sovét apparatsins og svo allt fra´falli Sovétríkjanna undir ESB helsinu og því skrifræði öllu. Þessir menn hafa því samanburðar þekkingu sem flesta aðra skortir. En svo vill til að báðir hafa þessir heimskunnu menn varað mjög alvarlega við því á hvaða óheilabraut ESB er og líkt því við að vera á leiðinni við að verða mjög líkt sjálfu stjórnkerfi Sovétríkjanna.
Þessdir menn eru engir aðrir en;
1. Vaclas Clav forseti Tékkneska lýðveldisns frá 2003.
2. Vladímir Bukovski, rithöfundur og fyrrum andófsmaður í Sovétríkjunum. Bukovski sat í mörg ár í fangelsum USSR, en hefur búið í Bretlandi og reyndar víðar um Evrópu síðan.
Þetta er því engir venjulegir "dúddar" eins og ég og þú og enginn "paranoja" í mér Ásmundur.
Kynntu þér betur hvað þessir menn segja og hafa sagt um bæði þessi stjórnsýsluapparöt og samanutrðar rannsóknir þeirra og bitra reynslu af hvoru tveggja hefur kennt þeim.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:39
Hárrétt hjá Gunnlaugi. Vaclav Klaus vildi aldrei að Tékkland færi í nýlenduveldabandalagið. Hann var eyðilagður.
Við höfum prófað nokkrum sinnum að benda á Vladimir Konstantinovich Bukovsky en hinir heittrúuðu á guðinn Brussel hlusta alls ekki á nein rök.
NEI, það er sko bara Ásmundar-lygasagan langa endalaust um ´PARANOJU, PHÓBÍU, VANMÁTTARKENND´. Frá sama manni og er skíthræddur við 92% heimsins.
Elle_, 10.1.2012 kl. 18:49
Og persónulega vildi ég að Ragnar Arnalds gæfi kost á sér í forsetaembættið. Við gætum kannski komið í veg fyrir fullveldisafsal og enn einn kúgunarsamning af völdum hinna hættulegu núverandi stjórnarflokka.
Elle_, 10.1.2012 kl. 19:02
Þvílík örvænting!
ECB hefur verð mjög ákveðið í því að aðstoða aðeins banka en ekki ríki. Þar eru engum hundakúnstum til að dreifa.
ESB er myndað af mörgum af mestu lýðræðisþjóðum heims. Að líkja því við Sovét er alveg ótrúlega langsótt. Annars fagna ég auðvitað svona yfirlýsingum því að þær sýna glöggt að málflutningur andstæðinga ESB stenst enga skoðun.
Lýðræðishallinn er eitt af þessum slagorðum sem andstæðinar geta ekki útskýrt nánar eða heimfært upp á ESB. ESB-þjóðirnar kvarta ekki undan honum þó að auðvitað séu til kverúlantar sem hafa allt á hornum sér jafnvel þegar ástandið getur tæpast verið betra.
Sannleikurinn er sá að með inngöngu í ESB verður lýðræði og mannréttindi tryggð í sessi á Íslandi svo að um munar. Við fáum vandaða, réttláta og ítarlega löggjöf um efnahagsmál í stað þeirra hrákasmíðar sem íslensk löggjöf er. Svigrúm stjórnmálamanna til geðþóttaákvarðana minnkar stórlega.
Evran mun einnig tryggja þau mannréttindi að menn sitji ekki uppi með íbúðir með áhvílandi skuldir sem eru hærri en söluverð íbúðarinnar þrátt fyrir að hafa varið milljónum af eigin fé í kaup á íbúðinni.
Evran mun einnig tryggja þau mannréttindi að menn geta hafið framleiðslu til útflutnings án þess að þurfa að sæta því að rekstrargrunvöllurinn hverfi vegna breytinga á gengi krónunnar.
Menn sem hafa alið sinn aldur í gömlu Sovét bera lítið skynbragð á lýðræði. Annars er almennt lítils virði að vitna í einstaklinga sem eru að gæta ókunnra hagsmuna.
Einstaklingar frá gömlu Sovét horfa gjarnan með eftirsjá á sífellt stærri hluta gamla stórveldisins innlimast í ESB. Óánægjan brýst út með ýmsum hætti eins og gengur.
Það er auðvitað byggt á vanmáttarkennd að óttast lýðræðishalla og fullveldismissi sem engar aðrar ESB-þjóðir hafa fundið fyrir.
Það er paranoja að halda sliku fram fullum fetum ef það er ekki gert gegn betri vitund. Þá eru það blekkingar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 20:27
Allir utanríkissamningar fyrir Ísland yrðu gerðir af Frökkum og Þjóðverjum og nokkrum öðrum evrópskum stórveldum.
Yfirstjórn sjávarútvegsmála færi beint í fang sömu stórvelda.
Við erum að tala um sama veldabandalag og ætlaði að troða ICESAVE 1 + 2 + 3 ofan í kok á okkur.
= FULLVELDISMISSIR OG LÝÐRÆÐISHALLI.
Elle_, 10.1.2012 kl. 21:51
Ásmundur, þú getur ekki neitað því að það hefur lítið með lýðræði að gera þegar völd eru lögð í hendur embættismanna og stofnana sem enginn kaus. Fyrir utan að þessi möppudýr njóta skattfrelsis. Hver eru rökin fyrir því? Hverjir og hvaða öfl standa á bak við þessa nýju yfirstétt blýantanagara, sem étur til sín milljarða á milljarða ofan af skatttekjum?
Nú deili ég að mörgu leyti með þér skoðunum í gjaldmiðilsmálum. Við hér á Íslandi erum sennilega í enn verri málum hvað það varðar hér með okkar dvergmynt, en evruríkin að undanskildum verst stöddu ríkjunum.
Hinsvegar er það of dýru verði keypt að kasta frá okkur meginstoðum fullveldisins til að komast inn í eitthvað myntbandalag. Reyndar hef ég aldrei skilið þessa áráttu ESB að heimta að fá að ráða löggjöf landa til að þau fái að eiga viðskipti við bandalagslöndin.
Ekki man ég eftir að hafa komið inn í verslun sem heimtaði að fá að vera í ráðum í öllum ákvörðunum sem ég tek í mínu lífi. Ég hef alltaf getað keypt mínar vörur án þess að skuldbinda mig að öðru leyti. Ekki er það þannig í ESB og ekki heldur í EES.
Theódór Norðkvist, 10.1.2012 kl. 22:04
Theódór, allt tal um skort á lýðræði í ESB á ekki við nein rök að styðjast.
Það er ekki hægt að svara svona víðfeðmri fullyrðingu á annan hátt nema í allt of löngu máli. En þú gætir kannski útskýrt hvernig þessi skortur á lýðræði kemur fram hjá aðildarþjóðunum. Eins og annars staðar eru embættismenn í ESB valdir af fulltrúum sem hafa verið lýðræðislega kjörnir til þess.
Þú hefur greinilega miklar ranghugmyndir um ESB. ESB heimtar ekki að fá að ráða neinu. Þetta eru sameiginlegar ákvarðanir þeirra ríkja sem mynda sambandið. Ef svona fullyrðingar eru ekki settar fram í blekkingarskyni er þetta vottur af paranoju. Þú lítur svo á að við, sem eitt ESB-ríki, séum annars vegar og öll hin ríkin hins vegar á móti okkur.
Hvernig í ósköpunum geturðu líkt ESB við verslun? Og hvernig dettur þér í hug að ESB muni ráða öllu í þínu lífi ef Ísland gengur í ESB? Í ESB mun frelsi þitt aukast með þeim auknu réttindum sem þú færð.
Þar fyrir utan verður helsti munurinn sá að efnahagslífið mun lúta vandaðri löggjöf ESB-ríkjanna í stað þeirrar hrákamiðar sem íslensk löggjöf er. Þannig verður að miklu leyti komið í veg fyrir spillingu td vegna of mikilla áhrifa sérhagsmunahópa.
Ég sé ekki betur en að ávinningur Íslands af ESB-aðild sé meiri en annarra þjóða. Fyrir utan vandaða löggjöf og það sem henni fylgir verður greiðslubyrði lána jafnvel meira en helmingi léttari.
Stöðugleikinn sem fæst með evru eða um leið og krónan er komin í skjól er okkur gríðarlega mikilvægur. Útflutningsfyrirtæki geta gert langtímaáætlanir um auknar sölur og ný tækifæri bjóðast fyrir útflutning annarra. Þannig myndast ný atvinnutækifæri og gjaldeyristekjur aukast.
Greiðslubyrði lána verður miklu jafnari og jafnvel meira en helmingi lægri. Lánin lækka jafnt og þétt enda verðbólga það lítil að engin er þörf á verðtryggingu. Verðbólga lækkar óhjákvæmilega mikið þegar gengi gjaldmiðilsins bregst ekki lengur við hækkunum á verði og launum.
Helsta áhyggjuefnið vegna ESB-aðildar er að stjórnvöld láti hjá líða að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gengur auðvitað ekki að hækka laun upp úr öllu valdi þegar mistökin geta ekki kengur komið fram í gengisfellingu krónunnar.
Við erum þó varla þeir aular að geta þetta ekki eins og aðrar ESB-þjóðir. Við eigum ekki eftir að feta í fótspor Grikkja og Ítala.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 01:41
Það kann að vera að íslensk löggjöf sé að mörgu leyti hrákasmíð, en hvers vegna á lausnin að felast í að afhenda erlendum herrum (og frúm) löggjafarvaldið? *
Er það ekki eins og að segja: Við gefumst upp á að ráða okkur sjálf. Stóri bróðir má ráða yfir okkur og hafa vit fyrir okkur?
* Ásmundur er í raun að lýsa því yfir að við látum frá okkur fullveldið með þessum orðum:
Theódór Norðkvist, 11.1.2012 kl. 03:10
Theódór, að taka þannig til orða að það sé verið að afhenda erlendum herrum löggjafarvaldið lýsir fyrst og fremst vanmáttarkennd fyrir hönd þjóðarinnar. Hefurðu svona litla trú á Íslendingum í samstarfi við aðrar þjóðir?
Að "stóri bróðir ráði yfir okkur" lýsir sömu vanmáttarkenndinni. Í samstarfi á jafnréttisgrundvelli er engin stóri bróðir til. Þarna ertu aftur að skipta ESB í okkur annars vegar og allar hinar þjóðirnar sem yfirboðara okkar og andstæðinga hins vegar.
Ef við afhendum öðrum þjóðum löggjafarvaldið með inngöngu í ESB þá afhenda þær í staðinn okkur þeirra löggjafarvald. Þú getur því eins sagt að með ESB-aðild fáum við yfirráð yfir löggjafarvaldi annarra þjóða. Það eru öfgar á hinn veginn og lýsir of miklu sjálfstrausti.
Rétt er að tala um að taka upp samstarf á jafnréttisgrundvelli við aðrar þjóðir um efnahagsmál. Það gerum við vegna þess að við höfum mikinn hag af því. Smáþjóðum hefur vegnað sérstaklega vel í þessu samstarfi eins og reynslan sýnir.
Í öllu samstarfi við aðra missa menn algjört sjálfstæði en eru tilbúnir til að fórna því ef ávinningurinn er augljóslega meiri. Samstarf er nauðsynlegt ef það eiga að verða framframfarir. Að hafna samstarfi leiðir til stöðnunar.
Þegar þjóð missir fullveldið er yfirleitt átt við að önnur þjóð fái yfirráð yfir henni. Þá er þjóðin sem hefur völdin yfirboðari en þjóðin sem misst hefur fullveldið undirokuð. Hún þarf þá að berjast fyrir því að endurheimta fullveldið og er óvíst hvernig til tekst.
ESB-aðild er í raun andstaða þessa því að þar er jafnræði milli þjóða. Það er því mjög villandi að tala um fullveldi í þessu sambandi. Það er fyrst og fremst slagorð notað í blekkingar- og áróðursskyni.
Það er engin hætta á yfirgangi í ESB vegna þess að þar ríkir mjög lýðræðislegt stjórnarfar. Með yfirgangi gæti ESB ekki þrifist og myndi því leysast upp. Hver þjóð getur hvenær sem er sagt sig úr ESB.
Fámennir sérhagsmunahópar sjá mikla gróðamöguleika í sveiflum á gengi krónunnar og gjaldeyrishöftum meðan almenningur tapar. Það má aldrei verða að þessum öflum takist að blekkja almenning til að styðja óbreytt ástand og vinna gegn eigin hagsmunum.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 09:04
Að ´stóri bróðir ráði yfir okkur´ lýsir nákvæmlega engri ´vanmáttarkennd´ frá Theódóri eða neinum öðrum. Heldur lýsir setningin málinu nákvæmlega eins og það værum svo ´barnaleg´ að álpast þangað inn með Jóhönnu og Össuri.
Nú höfum við LOKSINS yfirlýsingu svart á hvítu frá Ásmundi sem mánuðum saman hefur kallað fullveldissinna öllu illu fyrir að segja orðin ´fullveldismissir´ og ´lýðræðishalli´ í Brussel-samhenginu. Og þrætt um það undir hverjum pistli Vinstrivaktarinnar á fætur öðrum.
Hin merkilega játning að ofan:
Þar fyrir utan verður helsti munurinn sá að efnahagslífið mun lúta vandaðri löggjöf ESB-ríkjanna í stað þeirrar hrákamiðar sem íslensk löggjöf er.
Elle_, 11.1.2012 kl. 15:12
- - - nákvæmlega eins og það væri ef við værum svo ´barnaleg´ að álpast þangað inn- - -
Elle_, 11.1.2012 kl. 15:14
Og það er ´blekking´, já hrein lygi að ´engin hætta sé á yfirgangi ESB´ sem akkúrat ætlaði að troða ICESAVE ofan í kok á okkur.
Elle_, 11.1.2012 kl. 15:22
Nákvæmlega Elle. Ásmundur kallar fullveldisafsal Íslands til ESB samstarf, sem er algert öfugmæli. Samstarf er eitthvað sem er á jafnréttisgrundvelli.
Við myndum til dæmis ekki segja að fangi og fangavörður í fangelsi, væru í "samstarfi" í fangelsismálum.
Enn síður myndum við segja að fanginn og fangavörðurinn væru í raun báðir jafn frjálsir og fullvalda. Þeir væru aðeins að "deila fullveldi sínu hvor með öðrum."
Nei, samstarf er ekki þegar annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Það kallast einræði, valdaafsal og stundum alræði.
Theódór Norðkvist, 11.1.2012 kl. 18:21
Við þetta má bæta að atkvæðisvægi okkar á Evrópuþinginu, sem sést ekki nema í smásjá, hefur ekkert að segja í þessum efnum.
Theódór Norðkvist, 11.1.2012 kl. 18:22
Fáfræði Theódórs og Elle um ESB er verulega pínleg.
Gerir þetta fólk engar kröfur til sjálf sín? Þau hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér málin. Paranojan ræður för, nú í formi ímyndaðs ofurvalds annarra yfir Íslandi þrátt fyrir augljóst samstarf ESB-þjóða á jafnréttisgrundvelli.
Þó þarf ekki nema algjöra lágmarksþekkingu til að gera sér grein fyrir að slík öfugmæli eiga sér enga stoð nema í hugarfylgsnum fáfróðra forhertra þjóðrembinga á Íslandi.
Ef fólk vill ekki eða getur ekki tekið þátt í umræðum á vitrænu plani ætti það að draga sig í hlé. Ef það þumbast við er best að hunsa það. Það væri að æra óstöðugan að svara endalaust svona bulli.
Snúum okkur svo að málefnalegri umræðu.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:43
´Bullið´ þitt og ´paranoja´ gagnvart fullveldi okkar og gegn 92% heimsins er löngu búið að ´æra óstöðugan´ og meira að segja stöðugan, þú ´fáfróði forherti þjóðrembingur´ nýlenduveldabandalagsins. Viltu ekki bara ´draga þig í hlé´ með þitt ´ímyndaða´ ´samstarf´ við nýlenduveldin og öll ´barnalegu´ ´paranoju´ og ´skilningslausu´ og ´útlendingaphóbíu´öfugmælin´?? Miðað við hrokann og ruddamennskuna væri næst að segja þér að halda bara kj. sjálfum. Það væri ólýsanlega kærkomið að þú ´hunsaðir´ okkur svo ÓÞOLANDI eru ´blekkingarnar´ og ´öfugmælin´.
Ætlarðu ekki að fara að pakka ofan í töskur og hætta að valta yfir fullveldið og stjórnarskrána?
Elle_, 11.1.2012 kl. 22:01
EINU RÖKIN SEM ÁSMUNDUR HEFUR KOMIÐ MEÐ UM BRUSSELBANDALAGIÐ HANS HEILAGA VAR JÁTNING HANS AF SLYSNI AÐ OFAN:
Þar fyrir utan verður helsti munurinn sá að efnahagslífið mun lúta vandaðri löggjöf ESB-ríkjanna - - -
JÁTNINGIN RÝMAR VEL VIÐ HVAÐ NIGEL FARAGE VARAÐI OKKUR VIÐ UM NÝLENDUVELDABANDALAGIÐ:ICELAND, DON'T DO IT! - NIGEL FARAGE MEP
Elle_, 11.1.2012 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.