ESB eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á kostnað launafólks
6.1.2012 | 11:52
Aðferðir ESB til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja eru fyrst og fremst á kostnað þeirra réttinda sem launafólk hefur náð að skapa sér með áratugalangri baráttu verkalýðsfélaga. Dómstóll ESB hefur ítrekað seilst inn á svið vinnumarkaðsins til að draga úr ítökum verkalýðsfélaga.
Á þetta bendir Páll H. Hannesson á vefsíðu sinni ESB og almannahagur 4. jan. s.l. Páll minnir á að ESB setti sér það markmið um aldamótin að verða samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Það mistókst þó, ekki vegna þess að ESB hafi ekki reynt. En í stað að byggja samkeppnishæfni sína á þekkingu, eins og var þó yfirlýst markmið, hefur mun meira borið á ítrekuðum tilraunum ESB til að auka samkeppnishæfi ESB með inngripum á vinnumarkaðinum. Þau inngrip hafa haft að markmiði að "auka hreyfanleika" vinnuaflsins..."
Páll bendir á að fjórðungur íbúa ESB sé við fátækramörk: Barátta ESB fyrir aukinni samkeppnishæfni sambandsins hefur því fremur falist í því að gera ESB samkeppnishæfara um ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl í samkeppni við lönd eins og Kína og Indland, en að öll áhersla hafi legið á þekkingarsköpun og dýrari störf. Í þeim mæli sem þróunin hefur gengið í báðar áttir, hefur gjáin milli hinna betur stæðu og hinna sem minna hafa milli handanna, aukist. Árið 2005 töldust 78 milljónir íbúa ESB vera við eða undir fátæktarmörk eða um 16%. Og samkvæmt Eurostat býr nú rétt tæpur fjórðungur af öllum íbúum ESB, um 120 milljónir manna, við hættu á að falla undir fátækramörk eða lenda í félagslegri útskúfun! (Sjá "People at risk of poverty or social exclusion by age and gender. " http://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/show.do?dataset=ilc_peps01&lang=en)
Samkvæmt Evrópusambandi verkalýðsfélaga, ETUC, voru að minnsta kosti 15% vinnuafls í íhlaupavinnu (fixed term work) árið 2009. Af þeim sem hafa vinnu, fá 8% svo lág laun að þau falla undir fátækramörk. ESB hefur markvisst unnið því að "normalisera" það sem hefur verið kölluð óviss vinna eða "precarious work" og margir hafa gagnrýnt að hugmyndir ESB um "flexicurity" hafi ýtt undir óöryggi launafólks á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í ESB er nú að meðaltali um 10%. Þetta er sú hlið á ESB sem yfirleitt fær litla umfjöllun, a.m.k. hjá þeim sem sjá sambandið í rósrauðum bjarma og vilja ólmir fá landsmenn til að gerast meðlimir í sælufélaginu.
Dómar sem brjóta múrana
Við munum því á næstunni líta til þess með hvaða hætti ESB hefur seilst inn á vinnumarkaði aðildarríkjanna, sem er reyndar svið sem á að vera á hendi hvers aðildarríkis fyrir sig og utan áhrifasviðs ESB. Við munum því skoða nánar nokkrar tilskipanir sem hafa haft mikil áhrif á þessu sviði og ekki síst vegna þeirra túlkunar sem Evrópudómsstólinn hefur gefið með dómum sínum. Nýjasta dæmið er löggjöf ESB um "efnahagslega stjórnun", svokallaður "six-pack", en einnig er um að ræða tilskipanir eins og þjónustutilskipunina sem hafði þann yfirlýsta tilgang að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrirtækja, meðal slíkra hindrana töldust ítök verkalýðsfélaga og ýmis lög og reglur sem talin voru standa í vegi fyrir óheftu frelsi fyrirtækjanna. En við munum einnig líta á sem og tilskipanir eins og 2008/104/EC um starfsmannaleigur og tilskipun 96/71/EC um útsenda starfsmenn. Evrópudómstólinn hefur fellt nokkra fræga og umdeilda dóma eins og Laval-dóminn, Viking-dóminn, Luxemborgar-dóminn og Rüffert-dóminn, sem allir hafa seilst með einum eða öðrum hætti inn á hefðir og/eða löggjöf á vinnumarkaði.
En það eru færri sem vita að við Íslendingar höfum okkar eigin dóm á þessu sviði, sem EFTA-dómstólinn kvað upp 28. júní 2011. Sá dómur greip með beinum hætti fram fyrir hendurnar á Alþingi. Og í næsta bloggi mun ég skoða þann dóm nokkuð ítarlega, þar sem hann sýnir nokkuð vel hvaða áherslur þessir tvíburadómstólar, Evrópudómstólinn og EFTA-dómstólinn leggja þegar kemur að því að vega og meta réttindi verkafólks annars vegar og réttindi fyrirtækja eins og þau eru tryggð með fjórfrelsinu, í þessu tilfelli frelsinu til að veita þjónustu".
http://esbogalmannahagur.blog.is
Athugasemdir
Þó að meðaltal atvinnuleysis sé eitthvað hærra í ESB en hér þá þýðir það ekki að atvinnuleysi muni aukast ef við göngum í ESB.
Atvinnuleysið er einfaldlega mjög mismikið eftir löndum. Í nokkrum löndum hefur það verið miklu minna en á Íslandi og í mörgum öðrum svipað.
Í ESB er meiri jöfnuður en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það er þó misjafnt. Sennilega skera Bretar sig úr fyrir dekur við auðmenn. Þeir líkjast nokkuð Bandaríkjamönnum að þessu leyti.
Þannig er rangt að tala um ESB-löndin sem eina heild. Sem dæmi er atvinnuleysi allt upp í 23% á Spáni en niður í 4% í Austurríki.
Með inngöngu í ESB opnast möguleikar á nýjum atvinnutækifærum því að stöðugleikinn sem fylgir evru gerir Ísland samkeppnishæft á mörgum sviðum.
Fyrir utan ný tækifæri fyrir útflutning verður það liðin tíð að fyrirtæki hefji starfsemi en verði svo að flytja af landi brott, þegar gengi krónunnar hefur hækkað, eða leggja upp laupana oftast með kostnaðarsömu gjaldþroti.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 15:33
þann 27. október segir á vef ykkar:
Hér er Vinstrivaktin að hrósa því að krónan lækkaði og lækkaði þar með laun landsmanna að raunverði(en ekki að nafnverði) sem styrkti þar með útflutningsiðnaðinn gagnvart samkeppnisaðilum.
Hvernig er það? Styður Vinstrivaktin gegn ESB að laun landsmanna verði að öllu jöfnu lækkuð með gengisfellingum til að efla útflutningsatvinnufyrirtæki?
Hver er þá munurinn á "vonda" ESB og ykkur?
Lúðvík Júlíusson, 6.1.2012 kl. 22:16
Tek undir athugasemd Lúðvíks. Það er undarlegt að vinstri flokkur styðji slíka tekjuskerðingu almennings til að auka hagnað fyrirtækja.
En málið er þó enn alvarlegra. Með þessum sveiflum á gengi krónunnar verða gífurlegar eignatilfærslur. Eigið fé í búðarhúsnæði upp á margar milljónir verður að engu og skuldir hækka svo að söluverð íbúðar nægir ekki lengur fyrir skuldum.
Margra ára sparnaður upp á milljónir verður að engu vegna sveiflna á gengi krónunnar.
Margir auðmenn hagnast með þessum hætti á kostnað almennings og ekki síður erlendir vogunarsjóðir. Krónan leiðir þannig til aukins ójöfnuðar með stuðningi Vinstri grænna.
Við sjáum nú merki þessa meðal annars í miklu meiri eftirspurn eftir dýrum einbýlishúsum en framboði. Sannir vinstri flokkar, sem eru ekki í afneitun, hljóta að hafna gjaldmiðli sem hefur þessa annmarka.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 10:57
Viðskiptahalli þýðir að skuldum er safnað erlendis, viðskiptaafgangur þýðir að eignum er safnað upp innanlands. Rétta útkoman og besta fyrir launþega er að þetta sé í jafnvægi.
Það eru tvær leiðir í boði til að afnema viðskiptahalla.
1. Lækka kostnað útflutningsgreina beint með uppsögnum og launalækunum launamanna. Þetta skapar afgang á viðskiptum við útlönd. Greiða síðan niður erlendar skuldir sem söfnuðust upp í viðskiptahallanum. Þessi leið tekur mun lengri tíma og er mun erfiðari í framkvæmd (atvinnuleysi). Þetta heitir innri gengisfelling (Evru leiðin / ESB leiðin)
2. Lækka gengi gjaldmiðils og fá fram samstundis kostnaðarlækunn útflutningsfyrirtækja og skapa það með afgang á viðskiptum við útlönd, Greiða síðan niður erlendar skuldir sem söfnuðust upp í viðskiptahallanum. Þetta heitir ytri gengisfelling (Íslenska leiðin)
Hver er munurinn á þessum aðferðum? Svarið er að þetta er spurning um hagsmuni.
Hverjir hafa hagsmuni af leið 1:
Hentar fjármagnseigendum mjög vel enda kemur öll leiðrétingin fram hjá launþegum. 1$ = 60Kr fyrir innri gengisfellingu, 1$ = 60Kr eftir innri gengisfellingu þ.e fjármagnseigendur geta keypt sömu vöru erlendis frá á sama verði fyrir og eftir innri gengisfellingu.
Hentar fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem hafa umsvif á svæðinu þar sem framleiðslukonstnaður lækkar.
Hentar innlendum utflutningsfyrirtækjum vel sem vilja auka hagnað á kostnað launþega.
Hverjir hafa hagsmuni af leið 2:
Hentar launþegum best þar sem fyrst og fremst er það verð á innflutum vörum sem hækkar mest en verð á innlendum vörum hækar minna, þetta eykur þörf á vinnuafli og minkar atvinnuleysi þar sem áður óarðbær innanlandsframleiðsla færist í aukana. Fjármagnseigendur bera byrðarnar með launþegum. 1$ = 60Kr fyrir ytri gengisfellingu, 1$ = 120Kr eftir ytri gengisfellingu.
Eina ástæðan fyrir að venjulegir launamenn mundu velji leið 1 er að sú leið er leið sem ESB vill að sé farin.
Raunverulega spurningin sem við eigum að spyrja er hvers vegna er viðskiptahalli og hvers vegna hafa stjórnmálamenn ekkert gert til að halda honum sem næst núlli. þ.e hámarka hagnað launþega.
Eggert Sigurbergsson, 7.1.2012 kl. 12:03
Eggert Sigurðsson, báðar leiðirnar lækka kaupmátt launþega en gera spákaupmönnum kleyft að hagnast á gengisbreytingum. Hæg kaupmáttarrýrnun breytir genginu hægt á meðan hröð kaupmáttarrýrnun breytir genginu hratt, lækkar kaupmátt hratt, eyðir eignum fólks hraðar og sparnaðurinn almennings hverfur hraðar. Því hafa spákaupmenn fjárfestar með eignir erlendis meiri hag af "íslensku" leiðinni.
Spurningin er hvort Vinstri vaktin gegn ESB muni starfa öðru vísi en "vonda" ESB þegar það styður hraða gengislækkun og gengisfellingar sem gagnast spákaupmönnum best en almenningi verst.
Lúðvík Júlíusson, 7.1.2012 kl. 12:20
Lúðvík, megin munur á þessum aðferðum er atvinnustígið.
Launþegar velja að sjálfsögðu þá leið sem hefur hærra atvinnustig.
Lágt atvinnuleysi er forgangsmál Nr 1.2 og 3.
Mannleg reisn eða "þjóð meðal þjóða" fer fyrir lítið hjá þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur.
"eyðir eignum fólks hraðar" Sannleikurinn er sá að það var engin innistæða í hagkerfinu fyrir fasteignagróðanum sem margir, því miður, létu glepjast og skuldsettu sig í sumir jafnvel með erlendum lánum.
Ef stjórnvöld hefðu haft hemil á viðskiptahallanum þá hefði ekki komið til þessi gríðalega skuldasöfnun erlendis sem var eldsneytið fyrir hrunið.
Eggert Sigurbergsson, 7.1.2012 kl. 13:09
sannleikurinn er sá að almenningur tapaði á meðan auðjöfrar keyptu evrur fyrir krónurnar sínar sem verðfelldu eignir almennings.
Lúðvík Júlíusson, 7.1.2012 kl. 15:21
Flestir missa vinnuna þegar gengi krónunnar hrynur.
Af þessu höfum við reynslu. Skuldir verða þá fyrirtækjum of þungbærar. Auk þess minnkar eftirspurn eftir vöru og þjónustu vegna aukins atvinnuleysis og minni kaupmátts launa þeirra sem halda atvinnu.
Það versta við krónuna er kannski að allt það neikvæða gerist á sama tíma þegar gengi hennar hrynur. Atvinna minnkar, verðbólga eykst, skuldir hækka og íbúðarverð lækkar.
Góð staða getur því auðveldlega orðið vonlaus á stuttum tíma. Það er ekki hægt að fjármagna íbúðir við þessar aðstæður nema taka áhættu sem venjulegu fólki er ekki bjóðandi.
Það er mikill misskilningur að að gengi krónu sé lækkað til að fá fram vipskiptajöfnuð nema Eggert sé að boða nýtt fyrirkomulag á hagstjórn með gjaldeyrishöftum. Viðskiptahalli heldur áfram árum saman með sífellt hækkandi gengi á krónu þangað til blaðran springur og nýtt hrun byrjar.
Stöðugleikinn sem fylgir evru tryggir ekki síst stöðugleika á atvinnustigi. Stöðugleikinn kemur í veg fyrir að skuldir hækki, hvað þá upp úr öllu valdi eins og við búum við. Skuldir lækka með hverri greiðslu enda er verðbólga lítil og því engin þörf á verðtryggingu.
Ætla menn ekkert að læra af reynslunni?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 19:07
Eitt það versta við krónu sem gjaldmiðil er aukinn ójöfnuður sem hún hefur í hör með sér. Almenningur stórtapar við hvert gengishrun krónunnar en fáir útvaldir stórgræða án þess að hafa mikið fyrir því.
Skuldugur almenningur og mjög skuldug fyrirtæki missa eignir eða verða að selja þær þegar verð er í lágmarki. Auðmenn kaupa og selja aftur þegar verð hefur hækkað, jafnvel margfaldast í verði. Hvert hrun veldur þannig gífurlegum eignatilfærslum frá hinum fátækari til hinna ríkari. Lífskjör almennings rýrna.
Auðmenn fylgjasr vel með sveiflum á gengi krónunnar og reyna að notfæra sér þær út í ystu æsar. Eins og áður segir kaupa þeir eignir þegar verð er í lágmarki. En þeir einnig geta fært sér sveiflurnar í nyt á annan hátt.
Þegar hlutabréfaverð nálgast hámark selja þeir hlutabréfin og kaupa í staðinn gjaldeyri eða erlend hlutabréf. Þannig græða þeir á hruni, meðan aðrir tapa, og stuðla um leið að lækkun á gengi krónunnar. Tap almennings er þeirra gróði.
Stór hluti af tapi vegna hruns getur hæglega lent hjá útlendingum svo að þjóðarbúið tapar. Vogunarsjóðir skortselja veika gjaldmiðla. Krónan er langveikasti gjaldmiðillinn sem hefur gengið kaupum og sölum í alþjóðlegum viðskiptum. Hún er því mjög auðveld bráð fyrir vogunarsjóði til að græða stórt.
Gjaldeyrishöft koma ekki í veg fyrir gengishrun. Allavega þrisvar síðustu áratugina hefur gengi krónunnar lækkað um helming innan tólf mánaða, 1967-68, 1983-84 og 2008. Í fyrri tvö skiptin voru gjaldeyrishöft við lýði.
Stefna andstæðingar ESB-aðildar að gjaldeyrishöftum til frambúðar og uppsögn EES-samningsins? EES samrýmist ekki gjaldeyrishöftum til frambúðar. Það er undarlegt að þeir skuli þegja um þetta atriði. Það sýnir í hve mikilli afneitun þeir eru.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 23:30
"Krónan er langveikasti gjaldmiðillinn sem hefur gengið kaupum og sölum í alþjóðlegum viðskiptum." - LOL þvílikt endemis bull í þér maður en svo sem í réttu hlutfalli við annað sem vellur út úr þér.
Hér er nokkur dæmi um gjaldmiðla sem voru eða eru einskis virði en eins og sjá má þá kemmst Ísland ekki á listan þótt margar Evrópuþjóðir séu á honum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hyperinflation
Eggert Sigurbergsson, 8.1.2012 kl. 11:29
Mjög líklega vantar krónuna þarna einfaldlega vegna þess hve lítl hún er. Þetta eru upplýsingar sem ná yfir nokkrar aldir. Krónan var ekki til nema lítinn hluta þess tíma og auk þess í höftum mest allan þann tíma. Veikleikinn mælist einnig í öðru en verðbólgu.
Það sem ég á við með að krónan sé veikasti gjaldmiðillinn er auðvitað að hann er minnsti gjaldmiðillinn og því auðveldast fyrir vogunarsjóði að keyra gengi hans niður úr öllu valdi ef gjaldeyrishöftum verður aflétt.
Að hann fór ekki neðar en raunin varð er eingöngu vegna þess að gripið var til gjaldeyrishafta til að koma í veg fyrir frekara hrun.
Ég var auðvitað að tala um styrkleikann núna en ekki í sögulegu samhengi. Það er því rangt að bera krónuna saman við gjaldmiðila sem eru horfnir af sjónarsviðinu fyrir löngu eða styrkleika þeirra fyrir mörgum árum og áratugum þegar krónan bjó við gjaldeyrishöft.
Úr því að verið er að rifja upp söguna er við hæfi að nefna að frá 1920 þegar gamla íslenska krónan fékk sjálfstæða gengisisskráning,u hefur gengi hennar lækkað úr einni danskri krónu í 0.0005 d.kr. Gengi hennar nú gagnvart d.kr. er aðeins 1/2100 af því sem það var 1920.
Ég tel nokkuð víst að enginn gjaldmiðill, sem enn eru frjáls viðskipti með, hafi lækkað jafnmikið umrætt tímabil. Sennilega hefur krónan ekki komið til álita í þessari upptalningu vegna þess hve lítil hún er auk þess sem hún hefur búið við höft mest allan þennan tíma.
Ertu í alvöru að halda því fram að krónan sé sterkari gjaldmiðill en bandaríkjadollar?
Annars ætti þessi upptalning á miklu stærri gjaldmiðlum en þeim íslenska að sýna okkur hve vonlaust það er að hafa frjáls viðskipti með krónuna. Króna með gjaldeyrishöftum er einnig skelfilegur kostur. Við höfum reynsluna.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 13:02
Og enn bullar kallinn :)
"Það sem ég á við með að krónan sé veikasti gjaldmiðillinn er auðvitað að hann er minnsti gjaldmiðillinn"
Listi yfir gjaldmiðla sem eru sjálfstæðir og ekki tengdir öðrum gjaldmiðlum:
1. Minnsti gjaldmiðill heimsins er Seychellois rupee. Mannfjöldi 84.000.
http://en.wikipedia.org/wiki/Seychellois_rupee
2. Næst minnsti Gjaldmiðillinn: Tala. Mannfjöldi 179.000.
http://en.wikipedia.org/wiki/Samoan_tala
3. Þriðji minnsti Gjaldmiðillinn: Vanuatu vatu. Mannfjöldi 246.000.
http://en.wikipedia.org/wiki/Vanuatu_vatu
4. Fjórði minnsti gjaldmiðillinn: Icelandic króna. Mannfjöldi 318.000.
Tugir annara gjaldmiðla er til hjá mun smærri þjóðum en Íslandi en þeir eru tengdir myntkörfum eða öðrum gjaldmiðlum.
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_population
"Sennilega hefur krónan ekki komið til álita í þessari upptalningu vegna þess hve lítil hún er"
Lýðveldið Serbian Krajina kemst á þennan listaþótt það hafi ekki verið til nema frá 1991 til 1995 og íbúafjöldi svipaður og íbúafjöldi Íslands.
Fríríkið Danzig kemst á þennan lista en það var 2.000Km2 spilda með um 366.000 íbúum sem var til frá 1920 til 1939 eða þangað það var innlimað í Þýskaland af Þjóðernisjafnaðarmönnum.
Eggert Sigurbergsson, 9.1.2012 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.