Líklega eru íslenskir ESB-sinnar þeir einu sem eru ánægðir með evruna. Á evrusvæðinu er allt upp í loft af því að upptaka evrunnar reyndist byggð á fölskum forsendum. En hér er evran ennþá helsta tálbeita ESB-sinna til að lokka þjóðina inn í ESB. Jafnvel Þjóðverjar sjá eftir að hafa tekið upp evru!
Samkvæmt könnun sem þýska tímaritið Focus lét gera og birti í gær, um áratug eftir að evran var kynnt til sögunnar telja 60% Þjóðverja evruna slæma hugmynd.
85% af aðspurðum sögðust vera þeirrar skoðunar að evran hefði hækkað allt í verði. Könnunin náði til 1000 manns og þrír fjórðu sögðust trúa því að gamli gjaldmiðillinn, þýska markið, hefði verið stöðugri og reynst hafa meiri stöðugleika gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Kemur þetta fram hjá fréttaveitunni AFP en fréttin birtist á mbl.is í gær, 4. des.
Athugasemdir
Óháð skuldavanda Evruríkjanna og tilraunum gráðugra verðbréfamiðlara og spákaupsmanna til þess að græða á ástandinu. Þá er staða Evrunnar sterk. Þetta sést vel þegar staðan er skoðuð gagnvart dollar á vefsíðu ECB. Það er hægt hérna, http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html
Ég ætla mér að gefa lítið fyrir þessa skoðanakönnun í þýska blaðinu Focus.
Jón Frímann Jónsson, 5.12.2011 kl. 17:04
Við erum ekkert á leiðinni inni ESB alveg á næstunni.
Auðvitað sýna skoðanakannanir lítin stuðning við ESB og evru eins og ástandið er núna. En stuðningurinn kemur að sjálfsögðu aftur innan tíðar þegar vandinn er yfirstaðinn.
Það sem er að gerast núna er mjög jákvætt fyrir ESB, ESB-þjóðir og evruna. Vandinn er auðvitað ekki evran. Vandinn er annars vegar alþjóðleg skuldakreppa og hins vegar spilling og óráðsía í vissra evruríkja.
Nú verður gripið til ráðstafanna til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og er það auðvitað vel. Þjóðir sem sýna ábyrgð finna engan mun. Skussarnir mega þakka fyrir leiðsögnina og jafnvel sektir fyrir að fara út af sporinu. Sektir hafa fælingarmátt.
Skuldavandinn er meiri í BNA og Bretlandi en ESB. Meðan ESB ræðst gegn honum fljóta hinar þjóðirnar að feigðarósi. ESB verður því fyrst til að vinna sig út úr vandanum.
Þegar upp er staðið verður ESB betra og sterkara en áður og mun eftirsóknarverðara fyrir okkur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 20:39
Nú sækjum við um inngöngu í Bandaríkin eða Kanada. Það væri miklu æskilegra. Þetta Evrópusamband ykkar hafði ekki þann stuðning sem lögleysuflokkur Jóhönnu og Össurar lætur uppi.
Elle_, 5.12.2011 kl. 21:51
Þetta að "kíkja í pakkann" er eins og hefur verið bent á það sama og draga ESB á asnaeyrum en líka rökvilla þar sem ESB búar sjálfir vita ekki lengur hvað er í "pakkanum" vegna efnahagskrísunnar.
Í raun er þetta "kíkja í pakkan" hugtak fyrst og fremst útbúið fyrir Steingrím J. til að draga VG á asnaeyrunum inn í ESB.
Hitt er rétt að efnahagskrísan í Evrópu er ekki bara heimatilbúinn vandi, peningavaldablokkir á vesturlöndum á frjálshyggjufylleríi sem nýta sér undirboð frá Asíu,þar held ég að vandinn liggi. Svo vill enginn taka á sig óhjákvæmilegt tap þegar framleiðslan fer en telja sig þess í stað geta grætt á fjármálabólum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.