Fiskveiðistefna ESB er rússnesk rúlletta

Össur og Jóhanna hamast við að draga okkur inn í ESB og þar með fiskveiðikerfi þess sem allir viðurkenna að er allsherjarklúður ofveiða og offjárfestinga og þar að auki þrúgað af spillingu, sbr. tilvitnun hér neðar. Að vísu er hart deilt um íslenska fiskveiðikerfið en það er þó stórhátíð hjá ESB-kerfinu.   

Í grein í http://euobserver.com/7/114488 er á það bent að fiskveiðikerfi ESB líkist meira rússneskri rúllettu en heilbrigðri stefnumótun.   „Greinin veitir innsýn í kannsellískt svarthol vanhæfra embættismanna sem í fílabeinsturni í Brussel taka ákvarðanir sem byggja ekki á vísindalegum gögnum heldur lúta lögmálum pólitískrar fjárkúgunar þar sem gögnum er vísvitandi haldið leyndum. Eins og segir í greininni:

„Lack of scientific data is paralyzing the EU fisheries decision making process. Withholding data has become a political bargaining chip for EU Member States; without data the scientific bodies cannot provide advice, which increases the chance for the member states to get the quota they want."

Inn í þetta kerfi spillingar vill Samfylkingin setja íslenskan sjávarútveg. Munu íslenskri kjósendur lengi enn greiða atkvæði sitt til stjórnmálaflokks sem spilar rússneska rúllettu með grundvallarhagsmuni íslensku þjóðarinnar?"´

Heimild: http://www.heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir fiskistofnnar eru staðbundnir og landhelgi Íslands snertir hvergi fiskveilögsögu ESB-ríkja.

Þegar við bætist að aflaheimildir eru byggðar á sögulegri reynslu, sem engir hafa nema íslendingar sl 36 ár, er hægt að vera bjartsýnn á góða samninga við ESB um sjávarútvegsmál. Áhyggjur vegna kvótahopps eru ástæðulausar eftir að settar voru reglur um efnahagsleg tengs við landið.

Úr bók Auðuns Arnórssonar Úti eða inni:

..."Þessi regla útilokar til að mynda að útgerðir frá öðrum löndum en Íslandi fengju kvóta, þar sem eingöngu íslenskar útgerðir hafa þar veiðireynslu síðustu áratugina. Þetta atriði eitt og sér útilokar því að lögsagan fyllist af portúgölskum og spænskum togurum við inngöngu í ESB, eins og sumir hafa haldið fram.".....

..."Ýmsar leiðir eru þó fyrir strandríki til að setja upp girðingar við kvótahoppi. svo sem með ákvæðum um efnahagsleg tengsl við landið sem gert er í út frá, búsetu og landanir."...

..."Sameiginlega fiskveiðistefnan skiptist upp í nokkra hluta eftir því hvaða mið er um að ræða. Þannig má segja að sérstefna gildi um veiðar í Miðjarðarhafi, önnur um veiðar í Atlantshafi undan vesturströnd meginlandsins, sú þriðja um um veiðar í lögsögu Írlands, sú fjórða um veiðar úr Norðursjó, og jafnvel sú fimmta um veiðar við Hjaltlandseyjar og sjötta um veiðar umhverfis Azoreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Guadelupe, Réunion og slík fjarlæg eylönd sem tilheyra ESB."...

..."Sú staðreynd að mjög lítill hluti þeirra fiskistofna sem er að finna í íslenskri fiskveiðilögsögu, eru sömu stofnar og finnast í lögsögu núverandi ESB-landa ætti því að gagnast Íslendingum vel í að rökstyðja kröfur í aðildarsamningum um að sérreglur skuli látnar gilda um veiðar úr þessum séríslensku fiskistofnum."...

Það er rétt að fiskveiðistefna ESB hefur ekki reynst vel. Hún er því í endurskoðun og er litið til Íslands í því sambandi enda viðurkennt að okkur hefur tekist mun betur upp.

Í ljósi þess að við munum sitja einir að veiðum í okkar landhelgi, fiskistofnarnir eru staðbundnir og okkur hefur tekist mun betur upp í stjórnun fiskveiða en ESB er líklegt að samningar náíst um að við ráðum okkar fiskimiðum sjálfir þó að ESB muni væntanlega hafa eftirlit með heildarkvóta til að koma í veg fyrir ofveiði.

Eins og fram kemur í bók Auðuns Arnórssonar gilda sérstefnur um veiðar á hinum ýsmu fiskveiðisvæðum ESB.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband