Fékk Jóhanna skipun frá Brussel um að fjarlægja Jón Bjarnason?
30.11.2011 | 12:09
Fruntaleg aðför Jóhönnu að ráðherra í eigin ríkisstjórn vekur furðu um land allt, einkum vegna þess að tilefnið var svo lítilfjörlegt: birting nefndarálits á vefsíðu. Hvað veldur? Nýverið tilnefndi ESB nýja forsætisráðherra á Grikklandi og Ítalíu. Kom skipunin um að fjarlægja Jón frá stækkunarstjóra ESB?
Árásir Jóhönnu á Jón Bjarnason hafa vakið hörð viðbrögð. 150 stuðningsmenn VG víðs vegar um land brugðust skjótt við og birtu auglýsingar í blöðum nú í morgun til stuðnings Jóni. Þar segir:
Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin gera nú þá kröfu á hendur VG að Jón Bjarnason sjávar- og landbúnaðarráðherra víki úr ríkisstjórninni. Við undirrituð stuðningsfólk Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mótmælum þessari aðför og lýsum yfir eindregnum stuðningi við Jón sem ráðherra. Hann hefur ekkert það aðhafst sem réttlæti brottvikningu hans úr starfi og staðið manna traustastan vörð um stefnu VG, þar á meðal gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Við væntum þess að þingflokkur VG hafni kröfu Samfylkingarinnar og standi þétt að baki Jóni Bjarnasyni eins og öðrum ráðherrum sínum."
Bein íhlutun ESB í innanríkismál Grikkja og Ítala vöktu nýlega heimsathygli. Menn sem áður höfðu gegnt háum embættum innan stjórnkerfis ESB voru skyndilega og nokkurn veginn samtímis gerðir að forsætisráðherrum í báðum ríkjunum í aðgerðum til bjargar evrunni sem ýmsir heimskunnir hagfræðingar hafa lýst yfir nú seinustu dagana að heyi nú sitt dauðastríð.
Vandræðagangurinn á Íslandi er smávaxinn í samanburði við heljarátökin á evrusvæðinu. En þau vinnubrögð ESB að hlutast til um stjórnmál einstakra aðildarríkja með beinum hætti eins og gerðist í Grikklandi og á Ítalíu, svo og væntanlegur fjáraustur ESB í áróðursstarfsemi hér á landi sýnir svart á hvítu að forystumenn ESB svífast einskis þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar.
Ljóst er að ESB hefur verið mikill ami af því að yfirlýstir andstæðingar ESB-aðildar skuli sitja í ráðherrastólum hér á landi og sérstaklega fer fyrir brjóstið á þeim að ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, sem einmitt eru meðal erfiðustu viðfangsefna í aðildarviðræðunum, skuli vera andvígur aðild.
Þeir sem vel þekkja til benda á að sennilega hljóti að vera náin tengsl milli reiðikastsins sem greip forsætisráðherrann og svo hins að stjórn Matís ákvað nú fyrir helgina að þiggja ekki aðlögunarstyrk frá ESB.
Eftir að hafa hvað eftir annað setið undir skömmum frá stækkunarstjóra ESB fyrir að líða meinta mótspyrnu Jóns Bjarnasonar gegn aðlögunarferli að ESB hefur Matís-málið sennilega orðið til þess að upp úr sauð hjá Samfylkingunni. Jóhanna ákvað þá að fjarlægja Jón úr ríkisstjórninni og nýta til þess vandræðaganginn á Alþingi í kringum fiskveiðistjórnarmálið sem þó var ekki Jóni að kenna á nokkurn hátt heldur miklu frekar hinu að innan Samfylkingarinnar er hver höndin uppi á móti annarri í kvótamálum.
Athugasemdir
Ætli þau leggi í þessa helför eftir viðbrögð á landinu í dag. Það þarf að stoppa þetta lið af í eitt skipti fyrir öll, sýna þeim að þau eru EKKI að vinna fyrir þjóðina með þessu ESB brölti sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 13:14
Það kæmi ekki á óvart að þessi aðför ætti uppruna sinn í Brussel!!!!!!!!!!!!
Jóhann Elíasson, 30.11.2011 kl. 14:19
Ég fer bráðum að halda það að Baroso sé að halda uppi þessari vefsíðu.
Það er eiginlega augljóst.
Stefán (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 14:32
Meiri paranojan í hverjum pistlinum hér á fætur öðrum.
Hefur það alveg farið framhjá Vinstrivaktinni að flestir þingmenn Vg eru mjög ósáttir við framferði Jóns Bjarnasonar? Aðeins Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafa lýst yfir stuðningi við hann.
Eflaust hangir fleira á spýtunni hjá Jóhönnu enda er syndaregistur Jóns orðið langt. En þetta var dropinn sem fyllti mælinn. Auðvitað vill Jóhanna ekki ráðherra sem vinnur gegn stefnu ríkisstjórnarinnar.
Að sjálfsögðu skiptir ESB sér ekki af íslenskum innanríkismálum áður en að aðild verður. Ítalía er í ESB. Hefur Vinstrivaktin ekki fylgst með í bloggheimum þar sem óánægjan með Jón Bjarnason er yfirgnæfandi?
Það er auðvitað eðlilegt að ESB setji skilyrði fyrir neyðarlánum til Ítalíu til að auka líkur á að þau verði greidd tilbaka. Þess vegna er ekki ólíklegt nafn nýs forsætisráðherra hafi verið borið undir ESB áður en hann var ráðinn.
Þeim fáheyrða skrípaleik að ríkisstjórnin sé með ráherra sem vinnur gegn helstu stefnumálum hennar verður að fara að linna.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 15:38
...og þið viljið að þið séuð tekin alvarlega...ha ha ha ha.....Jón Valur og þið, komið nú með eitthvað málefnalegt.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 16:18
Er ekki bara komið að því að blása til byltingar? ESB elítan ætti að hugsa hver urðu örlög Frönsku elítunnar í Frönsku byltingunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 16:27
Af orðum þínum og ESB undirlægjuhætti þínum hér að ofan Ásmundur munt þú héðan af bera kenninafnið aumingi.
Ásmundur aumingi skal það vera.
Rekkinn (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 21:05
Ásmundur, ekki gleyma á annað hundrað manns sem lýstu yfir stuðningi í heilsíðuauglýsingu í dag. Óánægjan með Jón er ekki yfirgnæfandi í bloggheimum, það er þinn tilbúningur. Og að lokum: ESB íhlutast með beinum hætti í innanríkismál hér og reynir að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum og ferðum. Ekki svo gleyma afskiptum þeirra af Icesave.
Það er alveg með ólíkindum hvað þú getur verið ggersamlega úti á túni í öllum þínum fullyrðingum í hvert skipti sem þú ratar hér inn.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2011 kl. 22:38
Ef málið væri ekki svona alvarlegt væri það drepfyndið. Jóhanna lætur eins og einvaldur og Ásmundur styður einveldisstílinnn í hverjum pistlinum á fætur öðrum. Núna segir hann: <Auðvitað vill Jóhanna ekki ráðherra sem vinnur - - - - - <
Hvað Jóhanna VILL skiptir bara litlu í LÝÐRÆÐISRÍKI. Jón Bjarnason hefur lagalegar skyldur að fara að SINNI sannfæringu. Hann VILL auðvitað ekki heldur að Jóhanna almáttugur standi yfir honum í Stalínsstíl. Við hin sættum okkur ekki heldur við það og VILJUM að manneskjan verði stoppuð.
Helgi, hvað kemur hann Vinstrivaktinni við?
Elle_, 1.12.2011 kl. 00:30
En fékk Jóhanna skipun frá einhverjum í ESB?
Merkel eða Sarkozy? Nei.
Stefán (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 03:24
Getur Jóhanna lesið fyrirskipanir frá ESB, ég meina það, manneskjan er ólæs á öll tungumál?
Nei, menn eru enn að hlægja á skítugum gólfunum í Brussell vegna þess að íslenska ríkisstjórnin hefur enn áhuga á að komast inn í þrotabúið þeirra.
"Stupid is as stupid does"
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.12.2011 kl. 05:36
Ég var að fatta af hverju þetta leikrit var sett upp út af Jóni Bjarna. Hann fer með eignarhlut ríkisins í Matís og neitaði að taka við 300 milljóna mútum frá ESB. Nú er búið að neyða hann til að samþykkja það.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.