ESB ætlar sér það sem USA tókst ekki: að banna hér hvalveiðar

Enginn afsláttur verður gefinn af banni við hvalveiðum í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Þetta kom fram í svari Stefans Fule, stækkunarstjóra ESB, við fyrirspurn á Evrópuþinginu í vikunni.

Þar kom fram að Ísland verði að uppfylla löggjöf sambandsins um náttúruvernd, þar á meðal um verndun hvalastofna. Veiðar í atvinnuskyni séu hvorki í samræmi við reglur sambandsins né í samræmi við afstöðu ESB innan Alþjóðahvalveiðiráðsins.

 

Loks sagði Fule að það kæmi í ljós þegar aðildarríki ESB hefðu fjallað um og samþykkt rýniskýrslu ESB um umhverfismál á Íslandi hvort einhver skilyrði yrðu sett fyrir því að samningaviðræður um þann málaflokk gætu hafist.

Íslendingar hafa bent á að veiðar á hval hér við land séu sjálfbærar og hvalastofnar ekki í útrýmingarhættu. En það gildir jafnt um ESB og Bandaríkin að þar á bæjum hlusta menn ekki á vísindaleg rök heldur taka ákvarðanir út frá stórpólitískum sjónarmiðum. Og hvalur er í þeirra augum stórpólitík. - RA

 

 

http://www.ruv.is/frett/enginn-afslattur-af-hvalveidibanni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hóflegar hvalveiðar eru líka stórpólitískt mál á Íslandi. N1 naglinn í kistuna.

GB (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er hræddur um að þetta verði rangt hjá þér RA. ESB mun samþykkja okkur inn og segja við sjálfa sig innbyrðis að Ísland sé svipað og Alaska í þessum efnum og gefa okkur undanþágu í Hvalamálunum. Málið fyrir þá er að geta haldið andlitinu vegna annarra sem sækja um. Þeir vilja okkur en samkvæmt lögum geta þeir ekki samþykkt okkur svo þeir munu beygja lög sín til þess. Erum við tilbúnir ef þeir segja já. Nei því segi ég drögum umsóknina til baka.

Valdimar Samúelsson, 14.11.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband