Bréf seðlabankastjóra ESB, Jean Claude Trichet, til Berlusconi hefur vakið mikla athygli og opinberar hugarheim forystu ESB gagnvart undirsátum sínum, leiðtogum aðildarríkjanna.
Í bréfinu fyrirskipar seðlabankastjórinn Ítölum að einkavæða opinberan rekstur í stórauknum mæli og heimtar jafnframt að konur fái lægri lífeyrisgreiðslur, auk þess að krefjast stórfells niðurskurðar í velferðarkerfinu og uppsagnar fjölda opinberra starfsmanna.
Ítalir eru nú fátækari en áður en þeir tóku upp evruna," sagði Berlusconi um helgina, og bætti því við að gengi evrunnar henti ekki Ítalíu og hafi lamandi áhrif á ítalskt efnahagslíf. Það er von að hann stynji þungt. Eftir að forystu ESB tókst að koma þeirri hugmynd Papandreous fyrir kattarnef, að gríska þjóðin fengi að segja álit sitt á samningnum um skuldavandræðin þar á bæ, beinast spjótin að Ítölum með sívaxandi þunga.
Fjármálaheimurinn treystir því ekki að Ítalir geti borgað skuldir sínar. Sótthitamælir markaðarins, svonefnt skuldatryggingaálag (á ensku: credit-default-swaps, skammstafað: cds) hefur verið á hraðri uppleið, hvað Ítalíu varðar: það var 365 í byrjun september, fór í um 440 um miðjan október en hefur verið í kringum 500 seinustu daga
Staðan er verri í Portúgal eða vel yfir 1000 og í Írlandi stendur cds í rúmum 700, að ekki sé minnst á Grikkland með um 5600. En ítalska vandamálið felst ekki síst í því hvað efnahagur Ítalíu er stórvaxinn; sá þriðji stærsti á evrusvæðinu og tvisvar sinnum stærri en samanlagður efnahagur Grikkja, Portúgala og Íra. Hlutfall ríkisskulda þar miðað við landsframleiðslu er meðal hins hæsta á evrusvæðinu, um 120 %. Þess vegna velta menn víða vöngum og spyrja sig hvort Ítalía sé ekki stærra dæmi en svo, að hún megi fara á hausinn, eða þá hitt hvort efnahagur Ítalíu sé ekki stærra en svo að erfitt muni reynast að bjarga honum frá hruni.
Nú í byrjun vikunnar munu sérfræðingar ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þyrpast til Ítalíu til að segja fyrir um hvað gera skuli. Ein af helstu tillögum seðlabankastjóra ESB er að skera niður lífeyri aldraðra, einkum lífeyri kvenna, og hljóðar svo á ensku:
It is possible to intervene further in the pension system, making more stringent the eligibility criteria for seniority pensions and rapidly aligning the retirement age of women in the private sector to that established for public employees. thereby achieving savings already in 2012. In addition, the goverment should consider significantly reducing the cost of public employees, by strenghtening turnover rules and, if necessary, by reducing wages."
Margir líkja ástandinu á evrusvæðinu við faraldur, aðrir við dómínóspil. Michael Hewson, greinandi hjá CMC Markets, sagði nýlega við BBC: Þetta snýst ekki um Ítalíu. Þetta snýst um framtíð evrunnar. Um leið og einn dómínó-kubbur fellur snýr markaðurinn sér að hinum næsta. Þetta snýst ekki heldur um ítalska banka. Þetta snýst um skuldir ríkisins og eina ástæðan fyrir því að rætt er um bankana í þessu sambandi er vegna þess hve mikið fé þeir hafa lánað ríkinu." - RA
Athugasemdir
Merkilegt hvað AGS er oft nefnt samhliða ESB. Þetta er eins og einhver tangarsókn Embættiselítunnar og fjölþjóðafyrirtækjanna í að fella ríkin. Modern warfare.
Þeð er eitthvað grunsamlega mikið Glóbalískt agenda í þessu öllu. Það skyldi þó ekki vera að þetta sé eftir handriti.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 12:56
Lessandi þessa grein RA þá sé ekki annað en að það sé komin 3ja heimstyrjöld WWIII og ekki voða friðvænlegt þótt engin venjuleg vopn séu í hendi.
Valdimar Samúelsson, 7.11.2011 kl. 14:42
Það er ekki lengur spurnig hvort, heldur hvenær, þetta stríð hættir að einskorðast við leiðtoga ríkja ESB og berist út á göturnar. Mótmæli eru nær daglegt brauð í flestum borgum ESB ríkjanna.
Þegar hefur verið búið til umhverfi og grundvöllur fyrir öfgamenn og bara spurning hvenær þeir ná valdi á lýðnum. Það hefur marg sannast að þegar stjórnmálaelítan fjarlægist sína umbjóðendur og fer fram með oforsi, hafa öfgamenn nýtt sér það og afleiðingarnar alltaf orðið skelfilegar.
Þær tilskipanir sem koma frá Brussel til þeirra ríkja sem eiga í vanda falla í verulega grýttann jarðveg hjá stjórnmálamönnum, öðrum en eldheytum ESB sinnum. Þessar tillögur eru þó sem bensín á eld óánægju þegna þessara landa og bein ögrun við þá.
Það þarf ekki sterkann öfgamann til að ná tökum á lýðnum, þegar svona ástand hefur skapast, einungis mann sem er með öllu samviskulaus og nær til fólksins með skjalli. Við skulum ekki gleyma hverjar ástæður voru þegar Hitler náði völdum og afleiðingum þess!
Ástandið í Evrópu er vægast sagt orðið eldfimt og lítið sem þarf til að sjóði uppúr. Tilskipanir að ofan eru ekki aðferð til að róa fólkið!
Inn í þetta eldfima umhverfi vilja nokkrir einstaklingar draga Ísland. Miðað við að við teljum okkur lýðræðisþjóð er alveg magnað að þessir fáu einstaklingar skuli vera við völd og á góðri leið með að ná takmarki sínu, gegn vilja þjóðarinnar.
Minnir þetta nokkuð á meint lýðræði innan ESB?
Gunnar Heiðarsson, 8.11.2011 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.