Heita fullum stuðningi – hvort sem okkur líkar betur eða verr
3.11.2011 | 11:46
Ráðherrar utanríkismála og Evrópumála hétu á fundum með utanríkisráðherra Íslands í dag eindregnum stuðningi danskra stjórnvalda við mögulega aðild Íslands að ESB og vilja Dana til að viðhalda góðum gangi í viðræðunum. Fundurinn fór fram í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.
Á fundunum fóru ráðherrarnir yfir stöðu mála í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins en tveir kaflar í viðræðunum voru opnaðir og þeim lokað nú í október. Þá ræddu þeir fyrirhugaða formennsku Dana í Evrópusambandinu sem hefst um áramót en Össur hefur lýst því yfir að hann vilji opna alla útistandandi kafla í aðildarviðræðunum í formennskutíð Dana.
Á fundinum með Evrópuráðherra Dana staðfesti Nikolai Wammen eindreginn stuðning danskra stjórnvalda við mögulega aðild Íslands að ESB og vilja Dana til að viðhalda góðum gangi í viðræðunum. Ráðherrarnir ræddu stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir ESB til ráða bug á skuldavanda einstakra ríkja.
Hversu oft höfum við ekki heyrt þennan söng? Þjóðir eru í óða önn að lýsa fullum stuðningi við aðild Íslands að ESB meðan þorri íslensku þjóðarinnar vill ekkert með hana hafa. Ummæli sem þessi virka í besta falli kurteisleg og í versta falli pöntuð. Nokkur viðbótardæmi:
Visir.is 21. ágúst 2011: ,, Utanríkisráðherra Finnlands hét áframhaldandi fullum stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu, þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi við hann í Tallinn í Eistlandi í gær.
Vefur utanríkisráðuneytisins 8.9. 2011:,, Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra."
Eyjan.is 22.7. 2009: ,,Á meðal annarra ráðherra sem rætt hafa við Össur nýlega er utanríkisráðherra Litháens, en í morgun sagðist hann heita fullum stuðning Litháa við umsókn Íslendinga. Össur segir að fyrir litháíska þinginu liggi nú formleg stuðningsyfirlýsing, þar sem Litháar hyggist styðja umsóknina og séu reiðubúnir að veita Íslendingum hvers kyns ráðgjöf, enda stutt síðan þeir gengu í gegnum umsóknarferlið."
Hvað á þetta eiginlega að þýða?
Athugasemdir
Eru þessar merkingarlaus stuðningsyfirlýsingar skjalfestar og formlegar? Við hvorn hluta núverandi ríkistjórnar er verið að heita stuðningi? Er verið að lýsa stuðningi við þjóðina eða embættismanninn Össur.
Er þessi stuðningur yfirlýsing ríkistjórna eða einstakra embættismana án formlegs umboðs eða umfjöllunar? Er kannski verið að vitna í kokteilgjálfur?
Ef ég skil Björn Bjarnason rétt þá eru allar líkur á því líka að þetta sé helber lygi eða óskhyggja.
Burtséð frá þessu öllu þá hefur þetta ekkert vægi.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 12:17
Líkast til hefur ESB meiri hagsmuni af því að Ísland verði innlimað í ESB en öfugt.
Kolbrún Hilmars, 3.11.2011 kl. 17:11
Það hefur verið mín bjargfasta trú,frá upphafi,Kolbrún,ESB,líkist umsóknaraðila í smáríkið Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2011 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.