Samskot um allan heim til bjargar evrunni

Gylfi í ASÍ er alltaf jafn seinheppinn. Sömu dagana og leiðtogar evrusvæðisins eru á ferðinni með samskotabaukinn í Noregi, Kína og Brasilíu til að bjarga evrunni boðar Gylfi að við Íslendingar verðum að leita á náðir þeirra til að treysta stöðu krónunnar. Þetta heitir að snúa öllu á hvolf því að ef við værum í ESB og með evru kæmi það í okkar hlut að fallast á yfir hundrað milljarða skuldbindingu til bjargar evrunni – en ekki öfugt!

 

Sannarlega hefur íslenska krónan orðið fyrir miklum áföllum af völdum bankahrunsins. Engu að síður er það staðreynd að íslenska krónan er á lygnum sjó þessi misserin, að vísu með aðstoð gjaldeyrishafta. Það er almenn skoðun hagfræðinga að krónan sé ekki í neinni sérstakri hættu af völdum þeirra hrikalegu sviptinga sem nú eiga sér stað á meginlandinu. Vissulega verðum við að fara varlega fyrst um sinn vegna vanda með svonefndar aflandskrónur sem urðu innlyksa í innlendum og erlendum bönkum í hruninu. En vandinn er ekki óyfirstíganlegur. Við erum með þokkalegan gjaldeyrisvarasjóð og það er ekkert hrun framundan hjá okkur.

 

Á evrusvæðinu er hins vegar mikil hætta á ferðum. Það lýsir allvel örvæntingu ráðamanna þar á bæ að stungið skyldi upp á því við Norðmenn hvort evruríkin gætu ekki komist í norska olíusjóðinn til bjargar evrunni. En Norðmenn þverneituðu að sjálfsögðu enda er olíusjóðurinn hugsaður sem lífeyrissjóður landsmanna til langrar framtíðar. Þá var ákveðið að senda yfirmann björgunarsjóðs evrusvæðisins, Klaus Regling, til Kína í sömu erindum og hefur hann boðað komu sína til Peking n.k. föstudag, sbr. aðra frétt í dag, 26. okt. kl 8:45 á mbl.is. Jafnframt verður leitað liðsinnis Brasilíumanna.

 

Í ræðu sinni í morgun á formannafundi ASÍ kom Gylfi enn með þá uppáhaldsklisju sína að evran væri "klettur í hafinu"!!! Hann endurtók líka það gullkorn sitt að við ættum "að nota aðild að Evrópusambandinu sem það ankeri sem við þurfum til þess að draga okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum í". Hætt er við að fáir vildu vera á þeirri skútu þar sem Gylfi væri skipstjórinn og henti út "akkeri" til að draga sig upp úr "hjólförunum" - enda viðbúið að sú skúta strandaði fljótlega á "klettinum í hafinu".

 

Ragnar Arnalds


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er þetta. Hann fær borgað fyrir svona áróður. Hann er heldur ekki að tala fyrir munn sinna aðildarfélaga en það er ég búinn að rannsaka en ég skrifaði öllum formönnum aðildarfélaganna sem svöruðu að engin af aðildarfélögunum mælti með inngöngu í ESB. Það væri persónuleg mál hvers einstaklings. 

Valdimar Samúelsson, 26.10.2011 kl. 13:54

2 identicon

Mig furðar á því að Gylfinn skuli ekki útskýra sjálfur fyrir þjóðinni hvers vegna við ættum að gerast aðilar að ESB. Hann segir:

“Skýra forystu vantar hins vegar um það hvers vegna við ættum að gerast aðilar að Evrópusambandinu og lítt verður vart við tilraun til þess að útskýra það fyrir þjóðinni og skilgreina hvaða mál það eru sem munu bera væntan samning í gegnum atkvæðagreiðslu.”

Gylfi segir innlimun Íslands vera stefnu sína og að sjálfstæði landsins skuli fórnað til að taka upp sýndarpeninginn Evru. Greinilegt er að Gylfi heldur uppi blekkingartali, því að afsal sjálfstæðisins er alls ekki nauðsynlegt til að koma á fót stöðugum gjaldmiðli án gjaldeyrishafta.

Undir stjórn myntráðs og “reglu-bundinnar peningastefnu” getum við tengt Krónuna hverjum þeim gjaldmiðli sem okkur sýnist. Raunar hef ég fært rök fyrir því að okkur henti bezt að tengja hana bæði Dollara og Evru í hlutföllunum 50%+50%. Í okkar heimshluta eru sveiflur á milli USD og EUR einu sveiflurnar sem skipta máli. Með 50%+50% hlutfallinu myndu þessar sveiflur þurrkast út.

Ákall Gylfa um að Íslendingar skuli ræða milliliðalaust við “pólitíska forystumenn helstu ríkja í Evrópu” lýsir aumkunarverðri undirgefni þessa manns. Hann segir:

“Í ljósi þess að krónan okkar á sér ekki viðreisnar von og við blasa gjaldeyrishöft um ókomin ár er ég þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að ræða milliliða laust við pólitíska forystumenn helstu ríkja í Evrópu um beina aðstoð þeirra til að treysta stöðu gjaldmiðilsins, hugsanlega með því að tengja krónuna beint við evruna með stuðningi bæði AGS og frá Norðurlöndunum.”

Er þessi maður ekki með hagfræðimenntum ? Þykist hann ekki hafa vit á stjórnmálum ? Um peningastefnu höfum ekkert við pólitíska forystumenn Evrópusambandsins að ræða – ekki frekar en við AGS eða Sossana í Skandinavíu. Við getum auðveldlega sjálf leyst Krónuna úr gjaldeyrishöftunum, en til þess þurfum við fyrst að losna við ríkisstjórnina og aðra kjölturakka Evrópusambandsins, eins og Gylfa Arnbjörnsson.

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 14:28

3 identicon

Á hvaða lyfjum er Gylfi eiginlega? kannski hann sé alltaf í strumpalandi og lifi á hláturssveppum. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 15:34

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Með Betlistaf í hendi gengur nú þetta niðurlægða og gjaldþrota Stórveldi ESB forystunnar frá USA til Brasilíu og, Kommúnistana ríkinu í Kína og meira að segja til Suður Amreíska þróunarríkisins Brasilíu og í ofanálag til smáríkisins Noregs með ósk um ölmusu og efnahagslega hjálp, þegar allt hafur verið keyrt tila andskotans heima fyrir.

Hversu aum og vesæl getur ESB/EVRU forystan verið !

Til hvers ætti sjálfsstæð og algerlega sjálfbær þjóð eins og Ísland að álpast inn í þetta volæðis volæði !

Gunnlaugur I., 26.10.2011 kl. 18:16

5 Smámynd: Elle_

Gylfi snéri líka öllu á hvolf þegar hann HEIMTAÐI kúgunarsamninginn með Guðmundi í Rafiðnaðarsambandinu og Vilhjálmi í SA og öðrum vinnumönnum evrópskra velda.

Elle_, 26.10.2011 kl. 18:39

6 identicon

Ankeri, hjólför og klettar í hafi hafa öðlast alveg nýja merkingu fyrir mér.

GB (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband