Hvað er niðurbrot á einu samfélagi milli (Evrópu)vina?

Nú hafa ESB og AGS komist að raun um að kröfur þeirra og leiðirnar sem fara átti til björgunar Grikklands voru ekki raunhæfar. Það merkir hins vegar ekki að Grikkland þurfi að hverfa frá þeim blóðuga niðurskurði sem boðaður hefur verið. Það sem er að gerast í Grikklandi varðar ýmsar grundvallarspurningar vinstri manna.

Á að skilgreina viðfangsefni og vandamál út frá fjárhagslegum hagsmunum eða félagslegum? Það hefur löngum verið aðalsmerki vinstri stefnu að setja fólkið og félagslega stöðu þess í forgang, í orði alla vega. Þess vegna eru flestir alvöru vinstri flokkar í Evrópu andsnúnir stefnu ESB, þar sem fjárhagslegir hagsmunir ráða ferðinni. Ýmsir krataflokkar hafa á hinn bóginn fjarlægst mjög hugsjón félagslegs jöfnuðar. Það sem er að gerast í Grikklandi núna fer furðu lágt í fréttum, en þar er verið að grípa til efnahagsráðstafana að kröfu ESB og AGS, sem eru alvarleg atlaga að lífskjörum þar í landi. Haldi einhver að náðarfaðmur ESB hefði bjargað Íslandi úr ógöngum, ættu þær ranghugmyndir að vera úr sögunni, nema um mjög einbeittan vilja til að mistúlka sé að ræða. 

Í morgunútvarpi RUV og vef þess er að finna nýjustu fréttir af ástandinu í Grikklandi:

Gríska þingið samþykkti í gærkvöld lagafrumvarp um mikinn sparnað og niðurskurð í ríkisrekstri. Þingmanna bíður í dag að afgreiða annað frumvarp, þar sem tilteknar ráðstafanir eru tíundaðar. Þar á meðal er hækkun skatta, lækkun launa og lífeyris og uppsögn um 30 þúsund opinberra starfsmanna. Allt er þetta gert til að tryggja næstu greiðslu láns frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Tveggja sólarhringa verkfall tveggja stærstu verkalýðssambanda Grikklands hófst í gærmorgun. Flugumferðarstjórar lögðu niður vinnu í hálfan sólarhring í gær. Þeir eru aftur komnir til starfa, þannig að flugumferð er með eðlilegum hætti að nýju.

Viðbrögð almennings í Grikklandi virðast koma firrtum ráðamönnum víða í Evrópu á óvart og þeir hafa látið eins og ekkert væri að gerast og virðast ætla að gera það áfram. Á meðan glíma stjórnvöld heima fyrir við þann vanda að reyna að halda samfélaginu saman í því niðurbroti sem er að eiga sér stað. Fréttaflutningur er af óeirðum en ekki lífskjörum, með fáeinum góðum undantekningum. Vinstrivaktin mun fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Grikkir eru einfaldlega þjóð sem hefur í langan tíma lifað langt um efni fram. Með öðrum orðum hafa þeir eitt mun  meira en þeir hafa aflað. Það eina sem ESB og AGS eru að gera er að setja það skilyrði fyrir lánum til Grikkja að þeir hætti að lifa um efni fram. Það er eðlilegt því ef þeir gera það ekki þá geta þeir aldrei greitt lánintil baka.

Vissulega minnkar það möguleika Grikkja til skemmri tíma til að halda uppi jafn öflugu velferðarkerfi og þeir hafa gert án þess að hafa efni á því þegar þeim er settur stóllinn fyrir dyrnar varnaðdi áframhaldandi lántöku að þeir verði að aðlaga útgjjöld að tekjum. Það styrkir þó möguleika þeirra til lengri tíma til að halda uppi öflugu velferðarkerfi að hætta sem fyrst að lifa um efni fram.

Að tala um þetta sem aðför að lífskjörum þjóðarinnar er annað hvort algert þekkingarleysi á því sem þarna á sér stað eða lélagt lýðskrum.

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2011 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband