Össur! Hlustaðu á flokksbróður þinn, viðskiptaráðherrann norska!

ESB er eina framtíðarsýn okkar, sagði Össur utanríkisráðherra í viðtali við RÚV í fyrrakvöld. Það er sjaldgæft að heyra menn lýsa eigin viðhorfum með jafn ömurlegum hætti. Eitthvað þessu líkt segði kannski heilaþveginn unglingur sem gengi út af áróðursnámskeiði hjá ESB. En ekki ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

 

Össur ætti að kynna sér viðhorf Trond Giske, efnahags- og viðskiptaráðherra Noregs, til evrunnar. Giske hefur verið ráðherra seinasta áratuginn fyrir norska Verkamannaflokkinn sem er bræðraflokkur Samfylkingarinnar. Trond Giske nálgast viðfangsefni sín af þekkingu og reynslu. Í gær var það haft eftir honum í frétt á mbl.is að hann væri feginn að Noregur hefði ekki gengið inn í evrusamstarfið. Giske benti á að gallar væru í grunninum sem evran byggi á og kvaðst hafa verið þessarar skoðunar í 20 ár.

 

Fréttavefur Dagens Næringsliv greindi í fyrradag (miðvikudag) frá ræðu Trond Giske sem hann flutti á haustþingi Norska verslunarháskólans. Samkvæmt frétt mbl.is sagðist Giske telja „að þrátt fyrir allt muni evrusamstarfið lifa áfram, einfaldlega vegna þess að ekki sé völ á neinu öðru. Hann sagði að engin leið sé út úr evrunni og vísaði til þeirra fjölmörgu vandamála sem land stæði frammi fyrir kysi það að yfirgefa evruna.

 

Giske sagði að eina leiðin sé að komast út úr kreppunni. Hann telur að þótt evrusamstarfið muni lifa af núverandi skuldakreppu þá séu forsendur evrunnar þannig að fyrr eða síðar komi upp vandamál.

 

Giske benti m.a. á að myntsamstarfið byggi á samvinnu um peningastefnu en það skorti á samstarf um ríkisfjármál. „Það eru sett ákveðin skilyrði. Meðal annars að ríkisskuldir skuli ekki vera meira en 60% af vergri þjóðarframleiðslu. En fyrstu löndin sem brutu það voru Frakkland og Þýskaland,“ sagði Giske.

 

„Það að vera með sameiginlegt myndsvæði án þess að stýra um leið fjárlagagerðinni eru mistök númer eitt.“ Giske benti einnig á að seðlabanki evrusvæðisins geti ekki prentað peninga, en eigi samt að stýra peningastefnunni. Hann kvaðst telja að evruskuldabréf séu nauðsynleg.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband