Hvað merkir að "ríkisstjórnin muni fylgja ESB-umsókninni til enda"?

Viðmælandi Steingríms Sigfússonar í þættinum Hard Talk á BBC í gær virtist lítið botna í því hver sé raunveruleg afstaða Steingríms og VG til aðildar að ESB.

 

Sjónvarpsmaðurinn (Stephen Sacker) spurði fjármálaráðherrann: „Er það ekki svo að þú samþykktir umsóknina ekki vegna þess að þú hefðir trú á málstaðnum heldur vegna þess að þú vildir að þinn flokkur kæmist inn í samsteypustjórn. Að þetta var eintóm pólitík og þú hefur sjálfur enga trú á þessu?“ 

 

Samkvæmt frásögn mbl.is játaði Steingrímur „að hann persónulega og hans flokkur telji það ekki að öllu leyti hagstætt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið.“ Við hér á Vinstrivaktinni höfum ekki getað gengið úr skugga um hvort hér sé nákvæmlega rétt haft eftir Steingrími. En ef svo er hefur hann gengisfellt það orðalag sem VG hefur hingað til haldið sig við, þ.e. „að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins“, sbr. seinustu landsfundarsamþykkt VG.

 

Síðan er Steingrímur sagður hafa bætt eftirfarandi við í viðtalinu á BBC: „En við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að svara þeirri spurningu og komast til botns í því hvernig framtíðarsamskiptum Íslands og Evrópusambandsins verður háttað.“ Hann sagði að ríkisstjórnin myndi fylgja umsókninni eftir til enda og láta svo þjóðina um að ákveða niðurstöðuna. Það væri lýðræðislegt ferli.

 

Hér er einmitt komið að lykilspurningu: Hvað felst í þessum orðum? Hvað ætlar forysta VG að gera þegar Össur tilkynnir ríkisstjórninni að hann vilji undirrita fyrirliggjandi samning um inngöngu Íslands í ESB? Ætlar þá forysta VG að taka ábyrgð á samningnum með því að samþykkja heimild á ríkistjórnarfundi til handa Össuri að undirrita samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu getur utanríkisráðherrann ekki gert það án umboðs ríkistjórnarinnar og með formlegu samþykki stjórnarflokkanna beggja. Er það þetta sem felst í orðum Steingríms „að ríkisstjórnin myndi fylgja umsókninni eftir til enda“?

 

Eða ber að skilja orð Steingríms á þann veg með hliðsjón af þeirri stefnu VG „að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins“ að forysta VG muni ekki ganga svo langt og umsóknarferlið „endi“ hugsanlega á því að VG telji að ekki hafi náðst ásættanlegur samningur við ESB. Þá yrði enginn formlegur, undirritaður samningur til. En hins vegar færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem landsmönnum gæfist kostur á að staðfesta eða hafna þessari niðurstöðu þótt ekki lægi fyrir neinn samningur sem 27 aðildarríki hefðu samþykkt.

 

Þessum spurningum þarf Steingrímur Sigfússon að svara sem fyrst og hann fær einmitt gott tækifæri til þess á fyrirhuguðum landsfundi VG 28.-30. október n.k.

 

Ragnar Arnalds


mbl.is Vandi Íslands sálfræðilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Össur finnur einhverja smugu til þess að sanna að hann einn geti skrifað undir umsóknina. Þá er komin ferill sem varla er hægt að stoppa. mér skilst að þá verið sett fólk á Evrópuþing sem áheyrnarfulltrúar þar til búið er að kjósa þ.e. ef það verður þá gert. Össur er búinn að lauma ótal lögum inn í gegnum ráðuneyti sitt og ég segi aftur treystum honum ekki né ESB. Þeir gætu samþykkt umsóknina á morgun þótt þeir láti annað í ljós.  

Valdimar Samúelsson, 12.10.2011 kl. 13:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru bara tveir flokkar við völdin, annar er flokkur almennings og hinn er flokkur elítubankanna.

Það eru því miður fleiri í elítubankaflokknum ennþá. En við verðum að vona að fleiri og fleiri sjái hvað er að gerast í raun, áður en það verður of seint fyrir okkur öll.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2011 kl. 15:15

3 Smámynd: Elle_

HARDtalk's Stephen Sackur speaks to Iceland's finance minister, Steingrimur Sigfusson. If Iceland is serious about seeking EU membership isn't it time to get serious about meeting its international obligations?

Sackur hljómar eins og Jóhanna og talar um ´okkar alþjóðlegu skuldbindingar´ og meinar þar væntanlega ICESAVE:

http://www.bbc.co.uk/iplayer/episode/b015v1q6/HARDtalk_Steingrimur_Sigfusson_Icelands_Finance_Minister

Gat ekki hlustað á viðtalið í tölvunni minni en hér eru 3 línkar: 

Elle_, 12.10.2011 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband