Danir hafa áhyggjur af sjálfstæðri utanríkisstefnu og þátttöku í ESB-her
11.10.2011 | 13:27
Hin nýja vinstristjórn í Danmörku hafði varla verið mynduð þegar upp kom deila milli stjórnarflokkanna og Enhedslisten, sem veitir stjórninni hlutleysi. Áhyggjuefnið er fyrrisjáanleg krafa um að Danmörk taki þátt í ESB-her og fyrirgeri þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu sinni. Stjórnarflokkarnir hyggjast leysa þetta mál með því að leggja það fyrir þjóðina í þjóðaratkvæði en Enhedslisten, sem er jafnan talinn róttækari en stjórnarflokkarnir, mun ekki styðja það og er tilbúinn að taka slaginn. Forysta flokksins vill hafna með öllu þátttöku Danmerkur í ESB-her og sér því ekki ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að flokkurinn sé sannfærður um að málið muni falla þar. Ætli stjórnarflokkarnir þori ekki að setja sig upp á móti Brussell í þessum efnum og vilji skýla sér á bak við vilja almennings?
Meira um málið í Jótlandspóstinum:
http://jp.dk/indland/indland_politik/article2566426.ece
Athugasemdir
Þetta er bölvuð lygi sem hérna er höfð uppi. Danir eru með undanþágu og taka ekki þátt í öryggis og varnarmálastefnu Evrópusambandsins. Þar með talið viðbragðssveitum Evrópusambandsríkjanna (þar sem aðild er valfrjáls með öllu).
Nýja stjórnin í Danmörku vill frekari samvinnu við Evrópusambandið, og þar sem að danir eru undaþegnir varnarmálastefnu Evrópusambandsins þá þarf að fella þá undanþágu sérstaklega út í þjóðaratkvæði. Enda er um að ræða breytingu á sáttmála Evrópusambandsins sem Danmörk er aðili að og snýr sérstaklega að Danmörku.
Hin nýja ríkisstjórn Danmerkur er mjög Evrópusinnuð og mun eingöngu auka og styrkja samband Danmerkur og Evrópusambandsins meira en orðið er með aðild Danmerkur að Evrópusambandinu (frá árinu 1973).
Höfundar þessar síðu ættu að gera sjálfum sér greiða og loka henni. Enda er það skömminni skárra en sá lygavaðall sem er hafður uppi hérna. Enda er slíkt ekki til sóma og mun aldrei verða það.
Jón Frímann Jónsson, 11.10.2011 kl. 13:36
Undanþágur geta verið fallvaltar, Jón.
Gunnar Heiðarsson, 11.10.2011 kl. 13:48
Nei Gunnar. Þær eru það ekki. Til þess að fella sérlausn útúr sáttmála aðildarríkis við Evrópusambandið þarf að kjósa um þær ef að ríki hafa þann háttin á. Það er eingöngu ríkisstjórn viðkomandi aðildarríkis sem getur fellt út undanþágu. Evrópusambandið getur ekki fellt út undanþágu einhliða. Slíkt er andstætt stofnsáttmálum Evrópusambandsins og þar með lögum þess.
Það eina sem er fallvalt hérna er málflutningur andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi. Sem er ekkert nema lygar, sorakjaftur og blekkingar í einu eða öðru formi um Evrópusambandið og starfsemi.
Allt saman í nafni sérhagsmuna og græði. Sem gerðu Ísland gjaldþrota árið 2008 og halda áfram að gera íslendingum erfitt fyrir. Enginn afneitun fær þessari staðreynd breitt. Ekki einu sinni afneitun andstæðings Evrópusambandsins sem trúir á Íslensku krónuna, sauðskinnsskóna og lopapeysuna.
Hafi andstæðingar Evrópusambandsins betur um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá get ég lofað þér því Gunnar að nokkrum árum síðar verður Ísland ekki lengur sjálfstætt ríki. Heldur gjaldþrota þjóð búinn að ganga aftur inn í Danmörku (vegna sögulegra tengsla) og afsala sér sínu fullveldi og sjálfstæði.
Allt saman útaf græðgi og þröngsýni. Dómur sögunar um andstæðinga Evrópusambandsins verður heldur ekkert slor grunar mig þegar fram líða stundir.
Jón Frímann Jónsson, 11.10.2011 kl. 14:08
Fyrir hvern starfar Jón. Ef ég man rétt þé skilst mér að hann búi í Danmörku og berst með krafti að Íslendingar gangi í ESB . Jón lokaðu síðu þinni sjálfur þú ert líklega styrkþegi í Danmörku og hefir ekkert með að gera að abbast upp á okkur íslendinga.
Valdimar Samúelsson, 11.10.2011 kl. 14:49
Jón Frím. heldur að við verðum ekki sjálfstætt ríki ef við fáum okkar fram og Evrópuveldið nær ekki yfirtökunum. Við erum sjálfstætt ríki og þið hafið enga heimtingu á öðru og sættu þig við það.
Elle_, 11.10.2011 kl. 20:48
ESB-herinn var á dagskrá í síðasta mánuði, en fréttir af því hurfu í fréttaflóðinu af evru-vandanum.
Ætlunin er að koma upp sameiginlegri ESB hernaðarmiðstöð (EU military hedquarters) og eru öll stóru ríkin, að Bretum undanskyldum, sammála um að koma henni á.
Næstu daga verða enn meiri evru-krísu fréttir eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar á slóvakíska þinginu í dag, sem var meiriháttar áfall fyrir Evruland. ESB-herinn potast áfram í hljóði á meðan.
Haraldur Hansson, 12.10.2011 kl. 00:39
Nei Valdimar..jón fíflmann er ekki styrkþegi í danmörku.
Jón fíflmann er styrkþegi íslenskra skattgreiðenda, líkt og undanfarin ár.
En...jón reyndi fyrir sér í danmörku á þessu ári, hann entist einungis í 6 mánuði sökum þess að hann er of mikill AUMINGI til að vera matvinnungur fyrir einungis sig sjálfan !
Ræfillinn hröklaðist til Íslands eftir að danmörk spýtti honum út á einungis 6 mánuðum, ræfillinn var ekki fyrr kominn heim fyrr en hann byrjar að kenna ísl krónunni/íslendingum um ræfildóm sinn í danaveldi (ísl krónan féll um ca 1% á þessu tímabili og það var nóg til að fella ræfilinn jón frímann fjárhagslega).
Nei vinir, ef helstu raddir esb eru jafn miklir RÆFLAR og jón frímann þá er landi okkar mikill greiði gerður með því að losna við þessa óværu af okkar framfærslu !!
Við borgum, jón frímann þyggur, jón gagngrýnir, við ósáttir=== jón fer erlendis og vinnur fyrir sér sjálfur, við sáttir===allir sáttir !!
jón...drullastu til að vera matvinnungur áður en þú dirfist að tala við ALVÖRU fólk sem borgar fyrir AUMINGJASKAP ÞINN ofan á skuldbindingar sínar !
runar (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 19:25
Eitt að lokum.. jón frímann er einn mesti hræsnari sem ég veit og hef heyrt um, hann notar allan sinn frítíma í að úthúða Íslendingum og Íslandi sem slíku en samt hefur hann aldrei hikað, fundist óþægilegt, ósiðlegt, rangt eða óboðlegt að þyggja alla sína innkomu frá þessari sömu handónýtu þjóð (eins og hann lýsir henni)!
Íslendingar eru nógu góðir til að borga jóni frímanni hans "andlegu" örorkubætur,(hvað eru andlegar örorkubætur ?? ).. en jóni finnst Íslendingar ekki nógu góðir til að uppskera lágmarks virðingu, nei, þegar jón frímann mundar tölvuna og internettenginguna (sem íslenskir skattgreiðendur lögðu út fyrir) þá er drullunni dreyft..er hægt að vera aumara lífsform en jón frímann ????
runar (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.