Neyðaróp austan hafs og vestan um stærstu kreppu allra tíma sem yfir vofi

Athygli vekur hve æðstu valdamenn vestan hafs og austan taka stórt til orða þessa dagana um yfirvofandi kreppu sem að stórum hluta er rakin til vandræðagangsins á evrusvæðinu. Þannig sagði bankastjóri seðlabanka ESB, Jean-Claude Trichet, s.l. fimmtudag 6. okt.  „að Evrópulöndin væru að ganga í gegnum alvarlegustu kreppu frá lokum síðari heimsstyrjaldar – jafnvel kannski frá lokum fyrra heimsstríðs.“

 

Þennan sama dag komst Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, svo að orði að aðsteðjandi kreppa væri hugsanlega verri en kreppan mikla á áratugnum fyrir seinna stríðið. Yfirlýsing Obama Bandaríkjaforseta þennan sama dag á blaðamannafundi í Hvíta húsinu var kannski ekki alveg eins dramatísk og yfirlýsingar bankastjóranna en hann varaði við fjármálalegu öngþveiti í Evrópu og hvatti forystumenn ESB til snöggra ákvarðana.

 

Auðheyrilega gætti óþolinmæði í orðum forsetans: „They´ve got to act fast“, sagði hann. „This is not the time for the usual political gridlock.“ Bergmál af málflutningi forsetans mátti heyra í orðum Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði að „Evrópa kynni að lokum að draga efnahag heimsins með sér í fallinu“.

 

En hvað er það sem veldur því að nú eru höfð uppi svo stóryrt varnaðarorð um mikla kreppu sem vofi yfir heimsbyggðinni ef uppdráttarsýkin á evrusvæðinu smitar mjög út frá sér. Ein ástæðan er vaxandi ótti við versnandi fjármálaástand á Spáni og Ítalíu og áhrif grísku kreppunnar á stöðu franska banka.

 

Gjaldþrot fransk-belgíska bankans Dexia leikur einnig stórt hlutverk þessa vikuna. Bankinn hefur þegar verið hlutaður í sundur og verður sennilega þjóðnýttur að hluta. En þessi sami banki fékk fljúgandi góðar einkunnir í úttekt (stress-test) sem gerð var í sumar á fjárhagsstöðu bankans hjá evrópskri eftirlitsstofnun (European Banking Authority). Nú óttast menn að margir stærstu bankar í ESB-ríkjum séu í raun á barmi gjaldþrots þar eð traust er á þrotum í millibankaviðskiptum sem við eðlilegar aðstæður halda lífi í bankaviðskiptum frá degi til dags.

 

Á Íslandi sitjum við hins vegar uppi með forsætisráðherra sem virðist ekki gera sér neina grein fyrir því hvernig ástatt er á evrusvæðinu og í ESB, en lætur í ljósi þessa sömu daga þá heitustu ósk að Íslendingar fleygi sér sem fyrst í hið mjúka og trausta hreiður evrunnar. Greiningardeild eins bankans lýsti því þó yfir nú í vikunni að blessunarlega séum við Íslendingar í vissu skjóli með eigin gjaldmiðil, meðan þessi ósköp eru að ganga yfir, og það kæmi sér einmitt vel fyrir okkur að geta stuðst við gjaldeyrishöft fyrst um sinn.

 

Ragnar Arnalds


mbl.is Lagarde fundar með Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu segi ég bara og hafðu þökk fyrir þetta. Það er alveg ótrúlegt að stefnan sé enn sú sama hjá Jóhönnu og félögum. Það ætti  reyndar að vera áhyggjuefni fyrir þjóðina hversu ótengd hún er réttri stöðu mála. Kv.góð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.10.2011 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt ummæli eins og þessi hér:

 Króna, innpökkuð í gjaldeyrishöft og varin af verðtryggingu, er ekki góður kostur til framtíðar. Slíkt fyrirkomulag getur valdið landflótta íslenskra fyrirtækja.

Eða:  það er vænlegra fyrir íslenskt atvinnulíf, að taka upp annan gjaldmiðil.  „Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er að mínu mati besti kosturinn í þessum efnum og felur jafnframt tvímælalaust í sér sóknarfæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki.“

Að forsætisráðherra landsins skuli voga sér að tala svona er óásættanlegt. 

Hún virðist ekki átta sig á því að gjaldmiðill hvers lands er besta hagstjórnartækið, eins og sést best á þeim löndum sem hafa tekið upp Evruna eins og Írland, Grikkland Spánn og fleiri.

Það ætti að draga konuna fyrir landsdóm fyrir þessi ummæli að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 14:41

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er bara ekki liðin dagur frá 2007 í huga Jóhönnu. 

Ekki hefði maður viljað trúað því að ástandið væri svo slæmt í kollinum þeim... 

Jón Ásgeir Bjarnason, 8.10.2011 kl. 20:19

4 Smámynd: Elle_

Jóhönnuflokkurinn er staurblindur eða steinsofandi, hvort heldur kemur fyrst.  Fyrr má nú vera að allt evrópulegt verði nú ekki að vera umvafið rosalegum geislabaug eða rosabaug.  Flokkur Jóhönnu er víst ´alvitringahópur´ sem hvorki heyrir né skilur neyðaróp fjármálasérfræðinga heimsins að ekki sé minnst á hvað þjóðin vill.    

Elle_, 8.10.2011 kl. 20:29

5 Smámynd: Elle_

Nú krefst ég þess í fúlustu alvöru að stjórnvöld sæki um inn í Bandaríkin eða Kanada!  Það er þeirra ´LÝÐRÆÐISSKYLDA´. 

Elle_, 8.10.2011 kl. 22:53

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er eina rétta er að draga Jóhönnu og Streingrím J fyrir Landsdóm Fyrir svik við þjóðina.Jóhanna vill þvinga okkur inn í ESB það kallað Föðulandssvik...

Vilhjálmur Stefánsson, 9.10.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband