Misgengi aðgerða og lýðræðis

Vandamál Evrópusambandsríkja eru margvísleg og þar sem enn er um að ræða bandalag sjálfstæðra þjóða, þá er sýn ólíkra ríkja á þau mismunandi. Málsmetandi enskir stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi úr ESB, Slóvakía er sögð ,,standa í vegi fyrir" björgunaraðgerðum ESB í Grikklandi en Grikkir vilja ekki fara þá leið sem ESB og AGS vilja skikka þá til. Og er þá margt vantalið. Úr nýlegum fréttum má tína þetta til:

,, Hvert þjóðþingið af öðru á evru-svæðinu samþykkir þessa dagana breytingar á stöðugleikasjóði Evrópusambandsins, en hann verður efldur og beitt til að koma illa stöddum evru-ríkjum til bjargar. Ríkisstjórn Slóvakíu stendur þó enn í vegi fyrir þessu."

,, Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, sagði í dag að Grikkir yrðu að leggjast á eitt og koma málum sínum í lag.

Vandinn sem stjórnin stendur frammi fyrir er að þjóðin vill það ekki og mótmælir hástöfum.

Evrópuleiðtogar virðast ekki geta horfst í augu við að vandi Grikkja er vandi allra evruríkjanna og hann gæti þurft að leysa með bragðvondum meðulum. Kannski séu Grikkir gjaldþrota og geti ekki lengur verið með. 

Vincent Van Quickenborne, efnahagsráðherra Belgíu, sagði í dag að gera yrði skipulagsbreytingar. Annað hvort stæðu menn saman sem ein heild eða að leiðir skyldu. Skildu leiðir fylgdi því mikil hætta."

Við svona kringumstæður verða raddirnar innan ESB æ háværari í kröfu um aukna miðstýringu og að sambandið lúti einum vilja, sé eitt ríki, með eina forystu. Og raunar forystu sem ekki er lýðræðislega kosin, ekki með leiðir til að þekkja vilja þess fólks sem býr innan stórríkisins. Enginn segir enn ,,Ein Reich, ein Fürher", alla vega ekki opinberlega. Vera kann að sú sögulega skírskotun sé ekki lengur vel þekkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvert sjálfstætt ríki verður að taka ábyrgð á sínu samfélagi og ríki.

ESB-veldið getur engan veginn tekið ábyrgð á einstökum og sjálfstæðum ríkjum, því sú ábyrgð mun alla tíð hvíla á ríkjunum sjálfum.

Sjálfstætt ríki er skyldugt til að taka fulla ábyrgð á samfélagsvelferðinni í sínu ríki.

Stjórnsýsla hvers ríkis ber ábyrgð á samfélags-velferðinni heima hjá sér.

Ef stjórnsýslan er spillt og brengluð í ríkjunum, þá getur ESB-veldið ekki tekið fram fyrir hendur stjórnsýslunnar í einstökum ríkjum, og leiðrétt stjórnsýslu-brenglunina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband