Andstaða Breta við ESB-aðild harðnar enn

Það takast á tvær fylkingar um alla vestanverða Evrópu. Sú fylking hefur lengstum verið öflugri sem vill auka samruna ESB-ríkja og efla miðstjórnarvaldið í Brussel í því skyni að koma upp nýju stórríki, Bandaríkjum Evrópu, sem skákað geti Bandaríkjum Ameríku og Kína.

Hins vegar standa þeir sem berjast á móti fullveldisafsali og skerðingu á sjálfstæði aðildarríkja. Þeir telja að síaukin valdasamþjöppun sé með afbrigðum ólýðræðisleg og hafi lamandi áhrif á frumkvæði og vaxtarþrótt fólks og fyrirtækja. Vænlegra sé fyrir Evrópubúa "að láta þúsund blómin spretta".

Loks er reyndar víða að finna þriðja hópinn, fólkið sem rekur upp stór augu eins og það komi af fjöllum, þegar rætt er um að í ESB-aðild felist afsal á fullveldi og sjálfstæði, og virðist enn standa í þeirri meiningu að Evrópusambandið sé eins konar fríverslunarbandalag, eins og það upphaflega var.

Átökin um aðildina að ESB eru mjög að harðna í Bretlandi, eins og frétt Morgunblaðsins ber með sér. Samtök 120 þingmanna Íhaldsflokksins þrýsta á bresk stjórnvöld að draga úr sambandi Bretlands við ESB og efna til þjóðaratkvæðis um það hvort Bretar vilji "vera hluti af pólitísku sambandi eða fríverslunarsamtökum eins og við héldum að við værum að taka þátt í", segir Pritchard þingmaður, einn af forystumönnum samtakanna.

Fyrir rúmum áratug töluðu ESB-sinnar á Íslandi um það eins og sjálfgefinn hlut að Bretar og Svíar tækju brátt upp evru og auk þess væru Norðmenn rétt ógengnir í ESB. Þess vegna yrðu Íslendingar þegar að fylgja fordæmi þeirra. Nú talar varla nokkur stjórnmálamaður í Bretlandi eða Svíþjóð um að þessi ríki taki upp evru, en kannanir í Noregi sýna að Norðmenn hafa aldrei verið jafn fráhverfir því að ganga í ESB eins og nú.


mbl.is Krefjast þjóðaratkvæðis um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bretum er frjálst að yfirgefa Evrópusambandið þegar þeir vilja og kjósa að gera svo.

Það er hinsvegar hætt við því að fögnuður bresks almennings breytist í hneysklan og reiði þegar upp kemst um lygar og blekkingar andstæðinga Evrópusambandsins.

Enda mundi úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu einfaldlega þýða það að bresk framleiðsla yrði ósmkeppnishæf við aðra framleiðslu í Evrópu og mundi lenda í tollum Evrópusambandsins (sem er það sama og íslensk framleiðsla lendir í).

Efnahagsleg áhrif af slíku yrði einnig til þess að dýpka og lengja kreppuna í Bretlandi svo um munar.

Jón Frímann Jónsson, 19.9.2011 kl. 15:12

2 Smámynd: Elle_

Gefa upp fullveldið fyrir gjöld og tolla?  Nei, fullveldi lands er ekki söluvara.  Við getum lækkað gjöld og tolla ef okkur sýnist svo og þurfum ekki E-sambandið fyrir það.

Elle_, 19.9.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Íhaldsfokkurinn hefur alltaf talað svona. Eða stór hópur innan hans. Man eftir þessu frá fyrri tímum en þeir gera ekkert í þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband