Jón stendur vörð um hagsmuni Íslands og Össur gætir hagsmuna ESB

Átökin í ríkisstjórninni um landbúnaðarmálin og ESB hafa dregið fram í dagsljósið gjörólíka hagsmunagæslu Össurar og Jóns Bjarnasonar. Jón reynir af öllum mætti að verjast kröfum ESB þess efnis að stjórnkerfi landbúnaðarins verði lagað að regluverki ESB áður en þjóðin fær tækifæri til að fella sinn dóm um fyrirhugaða aðild. Össur heimtar fyrir hönd ESB að sú vinna sé þegar hafin og er þar að auki önnum kafinn við að lækka þröskuldinn í sjávarútvegsmálum og draga sem mest úr kröfum þings og þjóðar með því að halda því fram á erlendum vettvangi að Ísland þurfi engar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Á vefsíðu Heimssýnar er þessari stöðu mála innan ríkistjórnarinnar ágætlega lýst laugardaginn 17. september s.l: „Ísland hefur ekki sett fram samningsmarkmið gagnvart Evrópusambandinu og eru þó viðræður hafnar um aðild. Aftur á móti hefur Evrópusambandið sett fram aðlögunarkröfur á sviði landbúnaðar og neitar að hefja viðræður um landbúnaðarkafla fyrr en íslensk stjórnvöld hafa mætt kröfum sambandsins.

Jón Bjarnason landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag og útskýrir hvað krafa Evrópusambandsins felur í sér.

Sé Íslandi ætlað að leggja nú fram heildstæða áætlun um lagabreytingar sem síðan verði að veruleika eftir samþykki aðildar, þá hefur það áhrif á stöðu okkar. Almennt geta Alþingi og ríkisstjórn farið mismunandi leiðir að settu marki og hafa þar ákveðið frelsi til ákvarðana, einnig þegar kemur að því að uppfylla samninga við erlend ríki. En sé svo að ríkisstjórnin hafi þegar lagt fyrir ESB áætlun um hvernig þetta verði gert þá hefur slík áætlun sjálfstætt lagabindandi gildi gagnvart Evrópusambandinu og getur þá beinlínis skert sjálfræði þess þings sem ókjörið er. 

Jón hefur staðið vaktina í sínu ráðneyti og gætt hagsmuna Íslands, Samráðherra Jóns, Össur Skarphéðinsson, er á hinn bóginn vakinn og sofinn yfir hagsmunum Evrópusambandsins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Jón stendur vaktina eins og íslenskur stjórnmálamaður ætti að gera.  Hvað erum við að gera með menn eins og Össur í embætti stjórnmálamanns, og það utanríkisráðherra??

Elle_, 19.9.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband