Örvænting ESB-sinna: Eyþjóðin er of heimsk og roggin!
8.9.2011 | 16:06
Einn ákafasti ESB-sinni landsins getur ekki leynt vonbrigðum sínum yfir því að þjóðin skuli hafna ESB-aðild í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið frá því sótt var um aðild. Hann vandar heldur ekki þjóð sinni kveðjuna. Það er af tómri heimsku sem þjóðin vill ekki láta sjálfstæði sitt og fullveldisréttindi af hendi!
Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri skrifar á bloggi sínu:
"Evran og Evrópusambandið eru orðin að steinbarni í maga ríkisstjórnarinnar. Vandræði Írlands, Grikklands og fleiri ríkja fæla fólk frá umsókn um aðild. Meirihluti er gegn henni og hann fer vaxandi. Meðan Evrópa er í vandræðum, er engin von um, að þjóðin samþykki aðild, hverjir svo sem skilmálarnir verða. Setja þarf málið í hægagang og kanna aðild betur síðar, er aðstæður verða betri. Ég segi þetta sem sannfærður evrópusinni. Atkvæðagreiðsla við núverandi aðstæður gerir bara illt verra. Eyþjóðin er of heimsk og roggin til að skilja, að framtíð hennar felst í auknu samstarfi við nálægar þjóðir."
Herðum sóknina og skrifum undir kröfuna hjá skynsemi.is um að aðildarumsóknin að verði lögð til hliðar!
Athugasemdir
Ég legg til að sú einangrunarstefna eins og sú sem síðuhaldarar vilja halda í hérna verði lögð til hliðar um alla framtíð á Íslandi.
Enda hefur það sýnt sig að þessi einangrunarstefna sem er boðuð hérna er vegur til fátæktar og verri lífsskilyrða hjá íslenskum almenningi og íslenskum fyrirtækjum samhliða því.
Jón Frímann Jónsson, 8.9.2011 kl. 16:28
Hrokafullt hjá Jónasi, ég legg til að hann verði settur í greindarpróf til að sjá hvort hann hafi efni á svona staðhæfingum.
Kristjan B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 17:00
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Jónas segi alla heimska. Það er fastur liður hjá honum að uppnefna þá sem eru á annarri skoðun en hann sjálfur og kalla þá heimskingja og fávita. Hann leggur jafnan metnað í að vera ekki málefnalegur.
Haraldur Hansson, 8.9.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.