Enn hækkar skuldaálag ríkja á evrusvæði ískyggilega

Fyrir helgina (2. sept.) röktum við hvernig skuldaálag nokkurra evruríkja væri að rjúka upp. Nú örfáum dögum síðar hallar enn á ógæfuhliðina þrátt fyrir ítrekaða leiðtogafundi ESB ríkja.

Svonefnt skuldatrygginga­álag er sótthitamælir markaðarins og er til marks um það tölulega hversu mikið eða lítið lánstraust er ríkjandi gagnvart einstökum ríkjum og fjármálastofnunum. Því hærra sem álagið er því meira þarf að greiða fyrir tryggingu nýs láns. Þannig endurspeglar álagið traust eða vantraust markaðarins og er ávísun á gjaldþrot ef áfram heldur sem horfir að álagið hækki og hækki.

Fyrir helgi var vandann á evrusvæðinu að:

skuldaálagið á gríska ríkið var þá 2200 punktar en er í dag 7.sept. 2650

skuldaálag á portúgalska ríkið var þá 918, en er í dag 7.sept. 1052

skuldaálag á Íra var þá 772, en er í dag 7.sept. 840

skuldaálag á Ungverjalandi var þá 416, en er í dag 7.sept. 440

skuldaálag á Ítalíu var þá 365, en er í dag 7.sept. 456

skuldaálag á Spánverja var þá 362, en er í dag 7.sept. 425

Öll búa þessi ríki við vaxandi vantraust og öll eru þau með evru. Auðvelt er að færa rök fyrir því að upptaka evru hafi ekki orðið þeim til gæfu.

En hér á Íslandi er hópur sértrúarfólks sem lítur á evruna sem guð sinn og á þá ósk heitasta að við göngum í ESB til að geta tekið upp þann gjaldmiðil eftir svo og svo mörg ár. Þar fara fremst í fylkingu: Össur og Jóhanna, Árni Páll og svo auðvitað hrunráðherrann Björgvin Sigurðsson sem nú er aftur kominn á vettvang og heimtar manna ákafast ESB-aðild og evru.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungverjar eru enn með sína Forintu !

JGG (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband