Vilja einnig þau Össur og Jóhanna að Ísland verði fylki í sambandsríki ESB?

Öll helstu samtök ESB-sinna hér á landi virðast hlynnt því að Evrópa verði að einu sambandsríki og að Ísland verði hluti af því. Á þetta benti Hjörtur Guðmundsson á bloggi sínu fyrir fáum dögum.

Hjörtur vísaði til þess að Evrópusamtökin, Sjálfstæðir Evrópumenn, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Ungir Evrópusinnar og Sterkara Ísland eru öll hluti af regnhlífarsamtökunum Já Ísland. Já Ísland er síðan hluti af evrópsku samtökunum European Movement International sem hafa það meginmarkmið að breyta Evrópu í sameinað evrópskt sambandsríki eða eins og það er orðað á heimasíðu samtakanna "united, federal Europe".

Úr því að Evrópuvakt Samfylkingarinnar er hluti af samtökum sem vinna að því að aðildarríki ESB verði hvert um sig að fylki í nýju stórríki ESB í stíl við fylkin í Bandaríkjunum er full ástæða til að krefja Jóhönnu og Össur svara um hvort þetta sé einnig þeirra vilji og stefna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Evrópska sambandsríkið er í burðarliðnum. En að bera það saman við Bandaríkin er ekki hægt. Sambandsríki ESB mun aldrei, aldrei og aldrei nokkurn tímann taka upp lýðræðislega stjórnarhætti að bandarískri fyrirmynd. Það verður meira í ætt við sovétið, þó ekki nærri eins slæmt.

Haraldur Hansson, 6.9.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband