Meðan Jóhanna og Össur hamast við að koma Íslandi í eggjakökuna sem stendur viðbrennd á pönnunni í Brussel, sitja 17 nóbelsverðlaunahafar á rökstólum og velta því fyrir sér hvort evrusvæðið klofni eða splundrist.
Einn sá frægasti í hópnum, Joseph Stieglitz, líkti evrunni við eggjahræru sem aldrei yrði aftur að 17 eggjum héðan af, samkvæmt frétt Reuters. Evran verður sem sagt áfram til. Þegar 17 ESB-ríki hafa fórnað fjöreggjum sínum í þessa sameiginlegu eggjaköku verður ekki svo glatt snúið til baka. Hins vegar var það ein helsta niðurstaðan á fundinum að frekar en að Grikkir eða Portúgalar stæðu upp frá evru-borðinu og yfirgæfu gjaldmiðillinn til að taka upp eigin mynt á ný væri stórum einfaldara að Þjóðverjar gerðu það.
Þessar umræður sýna svart á hvítu hversu alvgarlegur vandiinn er sem steðjar að evrusvæðinu. Bakgrunni þessarar umræðu er ágætlega lýst í bloggi á heimssyn.is:
Evran mun ekki ,,falla" í þeim skilningi að gjaldmiðillinn gufi upp. Í umræðunni um evru-kreppuna er talað um fall evrunnar í því samhengi að gjaldmiðillinn getur ekki að óbreyttu þjónað öllum 17 ríkjunum sem mynda samstarfið.
Tvær leiðir koma helst til álita úr evru-kreppunni. Í fyrsta lagi að Stór-Evrópa hinna 17 ríkja verði mynduð til að verja evruna og lægja öldur spákaupmennsku sem veðja á ríkisgjaldþrot óreiðuríkja. Í öðru lagi að evru-svæðinu verði skipt upp í Þýskaland og fylgiríki þess s.s. Holland, Finnland og Austurríki annars vegar og hins vegar Suður-Evrópuríki. Þýskaland og fylgiríki tækju upp nýjan gjaldmiðil og evrunni yrði leyft að falla um 20-30 prósent.
Seðlabanki Þýskalands varar sterkt og ákveðið við þriðju leiðinni sem er að Þjóðverjar ábyrgist skuldir Suður-Evrópu án þess að efnahagskerfi evru-ríkja verði sett undir sameiginlega stjórn. - RA
Telja að evru-svæðið lifi af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.