Vaxandi ólga á Evru-svæðinu, ekki síst í Þýskalandi
27.8.2011 | 16:07
Á sama tíma og Össur Skarphéðinsson, Þorsteinn Pálsson og ýmsir minni spámenn reyna að réttlæta áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB vex óvissan um framtíð Evrusvæðisins og deilur fara vaxandi milli aðildarríkja um björgunaraðgerðir. Ljóst er að aðgerðir sumarsins og fundur Sarkozys og Merkel á dögunum megnuðu ekki að róa markaði.
Háværar deilur hafa verið áberandi síðustu daga og vikur, sérstaklega milli þýskra stjórnmálamanna. Þar hafa hæst gamlir forystumenn eins og Helmut Kohl, sem réðist nýlega á Merkel kanslara í tímaritsgrein (Internationale Politik) og sakar hana um að vera að klúðra myntsamstarfinu og þar með Evrópusamrunanum. Atvinnumálaráðherrann í ríkisstjórn Merkels, von der Leyen, hefur sett fram kröfu um að lán til skuldsettustu Evru-ríkjanna verði aðeins veitt gegn tryggingu í gulli (Geld nur gegen Gold‟). Þar slæst hún í för með finnskum stjórnvöldum, sem nýlega hafa sett fram hliðstæða kröfu, sem ekki hefur vakið neinn fögnuð í Brussel.
Mesta athygli hefur síðan vakið að forseti Þýskalands, Christian Wulf, blandaði sér í deilurnar í ræðu í síðustu viku og gagnrýndi flestar hugmyndir sem fram hafa komið til lausnar svo sem kaup Evrópska seðlabankans á ríkisskuldabréfum aðildarríkja og um sameiginleg Evruskuldabréf (Eurobonds). Þýskir þingmenn keppast einnig við að láta í sér heyra og hneykslast margir á, ef láta eigi Þjóðverja bera kostnað af óráðsíu annarra ESB-ríkja. Krefjast þeir þess jafnframt að þýska þingið (Bundestag) fái stórmál sem þessi til umfjöllunar en þingið standi ekki frammi fyrir gerðum hlut.
Varðandi hugmyndina umdeildu um Evruskuldabréf þarf svo að hafa í huga að þýskir ráðamenn óttast að Stjórnlagadómstóll Þýskalands myndi meta slíkt skref sem brot á þýsku stjórnarskránni. Það er því þröngt fyrir dyrum á Evrusvæðinu. Um það fjallar m.a. breska tímaritið Economist í fróðlegri grein í síðasta tölublaði (20.-26. ágúst, bls. 63).
Hvernig væri að íslenskir ráðamenn nuddi stýrur úr augum svo að upp renni fyrir þeim, að það Evrópusamband sem nú engist í skuldakreppu er annað og enn ófrýnilegra en það sem Alþingi ákvað að sækja um aðild að fyrir röskum tveimur árum.
Hjörleifur Guttormsson
Athugasemdir
Eini óróinn hénrna er í órlegum vinstri og hægrimönnum sem styðja að einangra Ísland og viðhalda þeim vandamálum sem uppi eru í íslensku hagkerfi.
Enda er það svo að þær lausnir sem bæði Hjörleifur Guttormsson, Rangar Arnalds og Davíð Oddsson boða eru einskis nýtar fyrir íslenskan almenning til lengri tíma litið.
Skuldakreppan í Evrópu er að verða búin fljótlega, eða svo lengir sem ekki neitt óvænt kemur upp á næstu daga.
Hvorki Evrópusambandið eða Evran er að fara neitt.
Þess má einnig geta að ekkert sést til þessara frétta sem nefndar eru hérna. Hvorki í DR Nyheder eða BBC News.
Jón Frímann Jónsson, 27.8.2011 kl. 17:09
Jón Frímann !!!! hvaða heilabú er í þér? það getur ekki verið mennskt:)hvað færðu mikið borgað fyrir þetta esb bull í þér og Steini Briem líka???? þið getið ekki verið mennskir og kunnið ekki að lesa eða skilja,hvernig væri að þið farið nú að skoða eitthvað annað það sem baugsmiðlar mata ykkur á en guð minn góður ég held að það sé of seint þar sem gáfur ykkar kunnið ekki að afla upplýsinga :)))))))))
Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2011 kl. 22:08
Marteinn, ég hef reyndar lengi haft þá kenningu að þeir séu gervimenn, þ.e.a.s. tilbúnir persónuleikar sem eiga sér enga raunverulega samsvörun. Svona svipað og Sylvía Nótt eða Frímann Gunnarsson.
Ef þú pælir í því þannig þá eru þeir að spila hlutverkið mjög vel. Næstum jafn vel og borgarstjórinn...
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2011 kl. 22:49
>Eini óróinn hénrna er í órlegum vinstri og hægrimönnum sem styðja að einangra Ísland - - - <
Hverjir vilja einangra landið nema þið sambandsinngöngusinnar sem viljið hafa af okkur fullveldið og eðlilega og frjálsa samninga og samskipti við hin 92% heimsins á OKKAR FORSENDUM, ekki báknsins ykkar. Náðirðu þessu: 92% heimsins?? Við viljum þetta bákn ykkar og Jóhönnuflokksins ekki.
Elle_, 28.8.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.