Opnið augu ykkar! Evran og ESB standa á brún hengiflugs, segir fyrrum leiðtogi ESB

"Við skiptum ekki um hest í miðri á", var boðskapur Árna Páls í morgunútvarpi RÚV. Hann hvetur ESB-hjörðina áfram út í kviksyndið, eins og ekkert hafi í skorist. Á sama tíma hrópar einn helsti leiðtogi og fyrrv.framkvæmdastjóri ESB þau aðvörunarorð sem hér að ofan standa, sbr. frétt mbl.is og AFP í gær, fimmtudag.

Aðstæður og framtíðarhorfur ESB og evrunnar, sem er helsta tálbeita ESB-sinna, eru augljóslega gjörbreyttar frá því Alþingi samþykkti aðildarumsóknina fyrir tveimur árum. Þar að auki er mikill meiri hluti þjóðarinnar andvígur aðild. En forystumenn Samfylkingarinnar þykjast ekki sjá neitt annað en ljóstýruna frá framtíðarlandinu.

Jacques Delors fullyrti beinlínis í samtali við belgíska dagblaðið LeSoir í gær að til þess að falla ekki fram af hengifluginu verði ríkin á evrusvæðinu að framselja enn meira af fullveldi sínu til Brussel.

Samkvæmt frásögn AFP gefur hann ekkert fyrir nýlegar yfirlýsingar AngeluMerkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, um samræmingu á stjórn efnahagsmála innan evrusvæðisins og segir að þær muni ekki róa markaðinn.

Evruríkin yrðu beinlínis að deila ábyrgð á skuldum sínum upp að 60% af landsframleiðslu. Það væri eina leiðin til þess að koma á ró á mörkuðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Alþingi sættist aldrei á aðlögun embætta og stofnana burtséð frá því hvort aðstæður og horfur eru öðruvísi nú í E-sambandinu en var við ólýðræðislegu fáráðsumsóknina um að kíkja í pokann sem við hin vildum ekkert einu sinni kíkja í.  Við stoppum ferlið hvað sem landsölumönnum finnst.

Elle_, 20.8.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband