Aðildarumsóknin er risastór auglýsing um einangrun Samfylkingarinnar
15.8.2011 | 22:47
Nú um helgina gerðist þrennt mikilvægt sem varðar umsókn Íslands um aðild að ESB að áliti Páls Vilhjálmssonar, sbr. heimasíðu hans, pallvil.blog.is:
"Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði vonum seinna harða andstöðu flokksins gegn aðild og setti kröfu um afturköllun umsóknar á dagskrá."
"Í öðru lagi varð alþjóð ljóst um helgina, eftir rússíbanareið hlutabréfamarkaða í síðustu viku, að niðurstaða evru-kreppunnar verður annað af tvennu; upplausn evru-samstarfs þeirra 17 ríkja sem að gjaldmiðlinum standa eða Stór-Evrópa sömu 17 landa með sameiginleg fjárlög. Ef evru-samstarfið hrynur eru meginrökin fyrir aðildarumsókninni ónýt en ef Stór-Evrópa bjargar evrunni munu Bretland og Svíþjóð standa utan og pólitískt óhugsandi að Ísland færi inn meginlandsbandalagið."
"Í þriðja lagi afhjúpaði helgin algert málefnalegt gjaldþrot aðildarsinna. Hvorki stjórnmálamenn úr röðum aðildarsinna né álitsgjafar úr röðum háskólastarfsmanna höfðu eitt eða neitt að segja um stöðu Evrópuumræðunnar hér á landi."
"Eftir þessa helgi er óhugsandi að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu fái þann skriðþunga að hún eigi nokkra möguleika að ná fram að ganga. Umsóknin þjónar núna aðeins þeim ánægjulega tilgangi að vera risastór auglýsing um einangrun Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum."
Athugasemdir
Þú ert ekki í lagi Jón Valur!!!
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.