Ögmundur: ESB er ekki heimspekikenning heldur efnahagsbandalag sem dreymir um að verða stórríki

Grein eftir Ögmund Jónasson sem birtist í gær á visir.is drepur á mikilvægu máli í orðræðu þessa dagana, þar sem ESB er að færast frá því að vera fyrirheitna landið í máli sumra og að verða að fullbúnu himnaríki:

Mér finnst farið að þverra mjög andlegt þrek manna þegar allar hugsanir og allar setningar enda á ESB. Samúðin er í ESB. Mannúðin er í ESB. Samhjálpin er í ESB. Menningarleg vitund okkar er í ESB. Umræðan felst nú í að leysa úr einnar breytu jöfnunni x+ESB=Gott, þar sem x merkir: Allt sem er til í heiminum. Allt sem ESB gerir er gott. Hótanir ESB í garð íslenskra sjómanna vegna makrílveiða eru auðvitað bara umhverfisvernd. Krafan um Icesave-greiðslu er tilraun til uppeldis á óstýrilátu barni. Aðstoð við innheimtu óhóflegra bankalána gráðugra evrópskra banka er „hjálp“ til Grikkja. Krafan um að Grikkir standi við samninga um hergagnakaup af Þjóðverjum og Frökkum er „eðlileg forsenda“.

Og síðar í greininni segir Ögmundur:

ESB er ekki nafn á heimspekikenningu. ESB er ekki stjórnmálaskoðun. ESB er efnahagsbandalag sem á sér draum um að verða stórríki. Og það sem meira er, ESB er rammi utan um ákvarðanatöku á sama hátt og sveitarfélagið og þjóðríkið eru það á sína vísu. Vilji menn svipta nærumhverfið þessum lýðræðislegu umgjörðum eru menn jafnframt að draga úr lýðræðislegum möguleikum fólks til ákvarðanatöku þar. Umhyggja fyrir þessum ramma hefur þannig hvorki með þjóðernishyggju né alþjóðahyggju að gera. Heldur fyrst og fremst lýðræðið og það form sem við teljum best til þess fallið að stuðla að frelsi og lýðræðislegri ákvarðanatöku. Það er síðan viðfangsefni félagslega sinnaðs fólks að nýta þennan ramma til að berjast fyrir hugsjónum sínum um samfélag jafnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tók fólk eftir því hvað Árni Páll Árnason Efnahagsmálaráðherra Samfylkingarinnar gerði sig enn og aftur að miklu alþjóðlegu viðundri, þegar hann sagði í viðtali við Franska fjölmiðilinn Le Monde að:

"Evran myndi veita Íslandi óendanlega mikið meiri stöðugleika"

Það er algerlega ljóst að það er mjög alvarleg tímaskekkja og hreinar ógöngur fyrir íslenska þjóð að halda úti ránndýrri vinnu við að standa í aðildarferli við ESB stjórnsýsluapparatið við þessar hræðilegu aðstæður.

Þar sem ESB/EVRU svæðið beinlínis logar nú stafnana í milli af upplausn, ráðaleysi og efnahagslegum og stjórnarfarslegum kerfislegum stórvandamálum !

Ef menn sjá þetta ekki og eða heyra ekki og þora svo heldur ekki að tala um þetta af fullri alvöru þá eru þeir alvarlega "óendanlega" veruleikaskertir eins og Árni Páll sem virðist hafa verið á einhverri annarri plánetu í nokkur ár.

Þeir Samfylkingar ráðherrarnir í ESB trúboðinu á Íslandi eru eins og aparnir þrír sem sátu saman á bekknum á þekktri ljósmynd.

Þar sem einn þeirra hélt fyrir augun, annar hélt fyrir eyrun og sá þriðji hélt fyrir munninn !

Það er; Ég sé ekki, ég heyri ekki og ég segi þess vegna heldur ekki frá !

Það er mjög auðvelt og í raun eðlilegt að sjá þau skötuhjúinn:

Jóhönnu, Össur og Árna Pál í þessum afkáralegu apastellingum, þegar vandræði ESB/EVRU svæðisins er til alvarlegrar umræðu á alheimsvísu !

Mjög slæm veruleikafirring Árna Páls Árnasonar og þessa jarðsambandslausa fólks nær alveg nýjum hæðum og er nú á mjög háu og alvarlegu stigi !

Gunnlaugur I., 5.8.2011 kl. 20:42

2 Smámynd: Elle_

Ég hefði búist við þessu frá Ögmundi í júlí, 09.  Hann var andvígur og hjálpaði samt við að koma fullveldisafsalssumsókninni í gegn í júlí, 09 og við höfðum ekkert um það að segja.  Jú, hann hafði skýringar sem ég skil ekki.  Hann var líka andvígur hinu ofbeldislega ICESAVE og er enn og hjálpaði samt við á vissum tímapunkti að koma ólöglegum samningi í gegnum löggjafarvaldið, hann, Ásmundur E. Daðason og Jón Bjarnason og samt voru þeir allir á móti. 

Elle_, 5.8.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband