Drögum umsóknina að ESB til baka segir meirihluti þjóðarinnar
30.6.2011 | 11:34
Á vef Heimssýnar er í dag greint frá nýrri könnun sem tekur af öll tvímæli um að nú er tímabært að draga aðildarumsóknina að ESB til baka. Þetta er þeim mun merkilegra fyrir þær sakir að forysta VG hefur allt of lengi haldið því fram að leiða beri aðildarviðræðurnar og þar með þá aðlögun að ESB sem fylgir í kjölfarið til lykta og setja málið í þjóðaratkvæði að því loknu. Þessi könnun bendir til þess að þjóðin sé ósammála. Hér að neðan er fréttin á vefsíðu Heimssýnar:
Meirihluti landsmanna vill draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu tilbaka, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Heimssýn.
Spurningin var eftirfarandi: ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka.
10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg
38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.
Könnunin var gerð 16. til 23 júní. Fjöldi svarenda var 820.
Athugasemdir
Ég er hræddur um að Össur Skarphéðinsson reini að vera með eithvet óþokkabragð og plati þjóðina til að Vinstri Græn samþikki ýmislegt til að umsóknin verði ekki dregin til baka. Aldrei ESB....
Vilhjálmur Stefánsson, 30.6.2011 kl. 17:30
Þetta eru Qvislingar sem reyna að koma þjóð sinni undir annaramanna hendur...........
Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.6.2011 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.