ESB styrkir og ESB aðlögun í boði VG

Þessa dagana fer fram ráðstefna í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri um sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB. Í opinberu boðsbréfi frá skólanum segir: "Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir fundunum með stuðningi frá TAIEX (Technical Assistance Information Exchange)."

Ræðumenn koma frá Evrópulöndunum og Evrópuráðinu sjálfu. Styrkirnir sem veittir eru til ráðstefnunnar eru aðeins veittir þjóðum sem eru í umsóknarferli og aðlögun.

Hvanneyrarskólinn er undir ráðuneyti menntamála en sitjandi menntamálaráðherra er Svandís Svavarsdóttir.

Í yfirlitstexta frá ESB er að finna nánari skilgreiningu ESB á ráðstefnunni og þar segir fullum fetum til hvers hún er:

Iceland is at present in a preparation phase where the CAP as a whole as well as the rules and regulations within the policy are being analysed and evaluated. In order to facilitate the preparation process it is important to ensure that more people get a better knowledge of the CAP, about the instruments used within this policy as well as how the policy is applied in the EU member states and how it facilitates comprehensive rural development strategies.

Á flokksráðfundi VG sem haldinn var í Hagaskóla síðastliðið haust samþykkti sami ráðherra sem og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ályktun þar sem segir m.a.:

Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild.

Þó svo að rétt tæpur helmingur fundarmanna á flokksráðsfundi VG í Hagaskóla hafi viljað ganga lengra þá bundu margir vonir við að ráðherrar flokksins stæðu þó í það minnsta við framanrituð orð sem þeir sjálfir áttu þátt í að móta.

Þær vonir hafa nú brugðist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skelfilega lúmskt og aftan að hlutunum farið á allan hátt.

Ekki bara þetta dæmi þar sem fjármunum er audið frá ESB til að hafa leynt og ljóst áhrif á afstöðu okkar til þessa deyjandi gjörspillta Valdaapparats sem kallast ESB.

Nú nýlega var líka opnaður sérstakur vefur á vegum Alþingis sjálfs, með miklum lúðrablæstri og miklu starfsliði enda kostaður með stórum styrkjum frá sja+´lfu ESB apparatinu og kallaður "Evrópuvefurinn" en ætti í raun að heita "Áróðursvefur ESB Trúboðsins á Íslandi"

Þarna eru stjórn og starfsmenn ekkert annað en vel þekktir ESB sinnar og áróðursmenn þess að þjóðin gangi þarna inn, sama hvað.

Enda eru svörin og allt eins og þetta hefði verið samið af áróðurssnillingum Sovéttsins sjálfs um kosti og yfirburði Sovét Kommúnismans.

Hvenær ætlar þjóðin að losa sig við þessa fjandans ESB óværu sem smeigði sér hér inn í gegn stærstum hluta þjóðarinnar en í nafni Samfylkingarinnar en gleymum ekki líka í boði VG en gegn langflestum stuðningsmönnum og yfirlýstri stefnu og eða nú jafnvel fyrrverandi stuðningsmönnum þessa stjórnmálaafls !

Ég held að VG vilji helst skera fylgið niður í 5% með því að láta vonlausa Samfylkinguna teyma sig endalaust útí þetta ESB fúafen og forað !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Mér finnst það mjög sorglegt að samfylkingin stjórnar VG!

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 01:10

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú ætti Steingrímur J. Sigfússon að segja sig frá þessu rugli, ásamt restinni af VG-liðum. Þannig komast þau best frá þessum svikum við kjósendur sína, þjóðina og ekki síst ESB-vitleysunni, sem þjóðin vill alls ekki vera með í, og skiljanlega!

Þetta getur ekki orðið verra, fyrst þau sviku líka að fara Færeysku leiðina í fiskveiðunum. YouTube: Svindlið í kvótakerfinu í Kompás.

Það var VG-stjórnarinnar síðasta hálmstrá, og breyta rétt í fiskveiðunum, og það mistókst líka, einhverra hluta vegna? Samfylkingin er hertekin af ESB á allan hátt, svo ekki er mikils að vænta úr þeirri áttinni. Þetta er einfaldlega búið spil hjá þessari ríkisstjórn, því hún er að leiða þjóðina til slátrunar.

Bendi fólki á vefinn hans Jóhannesar Björns: vald.org.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband