Ekki vikið frá skilyrðum nema málið komi aftur til Alþingis

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á Alþingi í dag
að ekki yrði vikið frá þeim skilyrðum sem Alþingi setti ESB umsókninni án
þess að málið komi aftur til Alþingis. Tilefnið var fyrirspurn Vigdísar
Hauksdóttur þar sem hún spurði m.a. um stöðu landbúnaðar- og tollamála.

Jón benti að á að ESB hefði enn ekki opnað á samningaviðræður í þessum
málaflokkum frekar en öðrum og las fyrir þingheim úr meirihlutaáliti með
þingsályktunartillögu um ESB umsóknina þar sem segir m.a.:

„Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu
og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands. Það á
t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum
íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar. ...

Nefndin hefur fjallað ítarlega um þá meginhagsmuni sem stjórnvöldum ber að
hafa að leiðarljósi í aðildarviðræðum við ESB. Mat meiri hlutans er að það
sé fullnægjandi veganesti fyrir stjórnvöld og að tiltekin skilyrði í
umboði ríkisstjórnarinnar muni ekki skila neinu umfram það. Á hinn bóginn
leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum
sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að
ræða. Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án
undanfarandi umræðu á vettvangi Alþingis ...

Vigdís spurði ennfremur hvort ráðherra hefði verið beittur þrýstingi í
málinu og þar benti Jón á að afstaða hans væri kunn og hann teldi að ESB
væri í þessum viðræðum á sínum forsendum og Ísland á sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna er Jóni rétt lýst. Hann vill halda fast í þá einokunarverslun með landbúnaðarvörur sem íslenskir neytendur hafa þurft að búa við allt of lengi. Hann vill halda áfram áð níðast á íslenskum neytendum landbúnaðarvara með ofurtollum. Þessi maður er klárlega ekki að vinna fyrir heimilin í landinu. Hann er að þjóna þröngum sérhagsmunum bænda á kostnað hagsmuna almennings í landinu.

Sigurður M Grétarsson, 12.6.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband