Við viljum ráða okkar örlögum sjálf
10.6.2011 | 10:44
Við sem hér búum myndum eflaust af fúsum og frjálsum vilja gera sumt af því sem ESB fyrirskipar. En við viljum ráða okkar örlögum sjálf eins og framast er kostur; gera upp málin í nærumhverfinu og komast þar að lýðræðislegri niðurstöðu. Einmitt þarna liggur veikleiki Evrópusambandsins. Það er stórt og miðstýrt og setur strangar ófrávíkjanlegar reglur um flest sem snýr að markaðsmálum. Þegar lýðræðislegur vilji stangast á við þessi lögmál verður hann að víkja. Um þetta höfum við ótal dæmi."
Þessi viturlegu orð er að finna í ágætri grein Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, í Fréttablaðinu í dag, föstudag 10/6, sem ber heitið Um bönn og bannfæringu". Hann er þar að svara persónulegum árásum Guðmundar Andra Thorssonar sem gaf í skyn í sama blaði að Ögmundur væri öfgafullur bannmaður", vegna þess að ráðherrann hafði sagst vilja styrkja löggjöf um bann við áfengisauglýsingum. Í áróðri sínum gegn Ögmundi bætti Guðmundur jafnvel við þessari ósvífnu spurningu: Kannski að stjórnin sé að gæla við þær hugmyndir að láta læknana skrifa út lyfseðla fyrir áfengi?"
Ögmundur svarar með rökföstum og hófstilltum hætti og segir m.a: Allt þetta hef ég margoft rætt og meðal annars átt orðastað við Guðund Andra á síðum þessa blaðs þar sem ég hef vakið sérstaka athygli á afstöðu minni til miðstýringar og valdboðs annars vegar og lýðræðis hins vegar." Í lokin skrifar Ögmundur: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru á sama máli og ég. Þau telja áfengissala ganga á frelsi sitt og barna sinna. Frelsi eins getur þannig verið ofríki gagnvart öðrum. Þannig er heimurinn. Ekki svarthvítur eins og skilja mætti af skrifum Guðundar Andra Thorssonar."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.