Tvískinnungur ESB í mannréttindamálum hinsegin fólks

Í orði er ESB með allt á hreinu varðandi réttindamál hinsegin fólks, það er samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, transfólks og fólks með kynáttunarvanda. Hins vegar hefur verið bent á að ekki sé alltaf sömu sögu að segja þegar tekist er á um málin á borði. ESB hefur farið mikinn í að sussa á þjóðirnar sem brjóta lítilvægari atriði en mannréttindi minnihlutahópa en virðist setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að löndum sem hafa ófullnægjandi eða jafnvel hreinlega mismunandi löggjöf sem brýtur á réttindum hinsegin fólks eða tryggir þau alla vega ekki. Dæmi hefur verið tekið af löggjöf Litháen. Það er alltaf hættulegt þegar sumir eru jafnari en aðrir og ekki bætir það úr skák ef ,,sumir" eru vel fjáðir fyrirtækjaeigendur og kapítalistar en ,,aðrir" fólk sem hefur þurft að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sem allir ættu að njóta, eins og hinsegin fólk virðist endalaust þurfa að gera. Bendi á ágætis umfjöllun á vef euobserver. - ab

il_570xn_232758307_-_copy.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband