Jólagjafir og guðsgjafir

Fyrir seinustu jól þótti Vinstrivaktinni full ástæða til að biðja um jól án ESB-hygli. Ástæðan var ærin, vitað var að þá hafði verið sótt að Jóni Bjarnasyni ráðherra vegna harðrar ESB-andstöðu hans og viðspyrnu í ráðherraembætti. Svo fór, sem sumir óttuðust, að jólafríið í fyrra var notað til að setja hann af og annan óþægan ráðherra í leiðinni, sem hafði stigið ofan á tær einhverra allt annarra. Sá var Árni Páll, sem tók brottvikningunni að því er virtist ljúflega en er nú kominn í bardagastöðu innan Samfylkingarinnar og ekki búinn að gleyma neinu. Það er Jón Bjarnason áreiðanlega ekki heldur búinn að gera og þarf ekki að hafa mörg orð um það að hann hefur síst linast í ESB-andstöðunni. Þar á hann reyndar samleið með meirihluta þjóðarinnar. ESB-andstæðingar innan VG fyrr og nú eru heldur ekki búinir að gleyma neinu.

Nú dregur aftur að jólafríi og skilaboðin frá þingmönnum ríkisstjórnarinnar vægast sagt misjöfn og misvísandi. Sumir ráðherrar boða einhvers konar fagnaðarerindi í formi guðsgjafa frá Brussell meðan aðrir þykjast kenna stækkunarþreytu þar í borg. Hvort þessir ráðherrar ná að tala eitthvað saman um ESB um jólin er óvíst, því hæpið er að nokkur sátt náist innan stjórnarflokkanna um að leggja ESB-umsóknina á hilluna. Og allra síst ef einhver trúir því í alvöru að hann sé að færa fólki á vissum svæðum á landinu guðsgjafir með því að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið. Það má kannski segja að ef ESB er himnaríki utanríkisráðherra megi hann alveg rifja upp ljóð Jóns Helgasonar um slíka himnasali:

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist,

sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist

Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst

Þótt maður að síðustu lendi í annarri vist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar. þetta getur átt við miklu stærri gjaldmiðla en krónuna en vegna smæðar virkar krónan alls ekki svona. Sveiflurnar á gengi hennar lúta allt öðrum lögmálum. Það er mjög augljóst.

Það þarf einmitt að loka fyrirtækjum vegna sveiflna á gengi krónunnar. Útflutningsfyrirtæki hefja rekstur og stunda blómleg viðskipti þegar gengið er hagstætt en fara svo í þrot þegar það verður óhagstætt.

Ölgerðinni bauðst mjög hár samningur fyrir nokkrum misserum en varð að hafna honum vegna óvissu um gengi krónunnar. Forstjóri Össurar kallar krónuna fílinn í stofunni.

Þegar farið er í gang með virkjana- eða stóriðjuframkvæmdir hækkar óhjákvæmilega gengi krónunnar vegna mikils innstreymis á erlendum gjaldeyri. Þá versnar hagur allra útflutningsfyrirtækja.

Slíkar stórframkvæmdir koma gjarnan af stað bólu sem veldur sífellt versnandi hag útflutningsfyrirtækja. Bólan springur að lokum með hruni krónunnar.

Þá blómstra aftur útflutningsfyrirtækin. Verðbólgan fer hins vegar á skrið með mikilli hækkun skulda á sama tíma og fasteignaverð snarlækkar.

Þessar sveiflur eru ekki til þess fallnar að aðlaga gengið að hagkerfinu. Þvert á móti valda þær miklu tjóni. Það er engum vafa undirorpið að krónan jafnar ekki út sveiflur heldur þvert á móti ýkir þær. 

Reynslan af evru er almennt góð þrátt fyrir ólík hagkerfi evruríkjanna og alþjóðlega skuldakreppu. Aðeins fá ríki hafa lent í vandræðum af ástæðum sem hafa ekkert eða lítið með evru að gera.

Evruríkin hafa í raun farið furðuvel í gegnum myntbreytinguna vegna þess að henni fylgir viss hætta. Hætta á bólumyndun í hagkerfinu er samfara lækkun vaxta sérstaklega þegar mikið framboð er á lánsfé.

Slík bóla varð til á Spáni. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir eða milda hana með einföldum hagstjórnartækjum.

Evruríkin una glaðar við sinn gjaldmiðil. Jafnvel þau ríki sem hafa átt í vandræðum undanfarin ár kenna evru ekki um og vilja umfram allt halda í hana.

Mjög skaðlegar sveiflur á gengi krónunnar vegna smæðar hennar gera evruna enn eftirsóknarverðari fyrir okkur en núverandi evruþjóðir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 21:51

2 identicon

Athugasemd #1 á ekki heima hér. Hún er nú komin á sinn stað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:02

3 identicon

Svarhlutfallið var lágt eða vel innan við 60%. Þeir sem svöruðu ekki tóku ekki afstöðu auk hinna sem svöruðu og tóku ekki afstöðu.

Mér finnst líklegt að þeir sem ætla að bíða eftir samningnum áður en þeir taka afstöðu hafi einfaldlega ekki svarað. Þeir eru örugglega margir.

Allavega er ljóst að þó að meirihluti þeirra sem tók afstöðu hafi viljað hafna aðild var það ekki nema rúmlega 30% aðspurðra.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:29

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athugasemd #3 á heldur ekki heima hér og hefur verið endurflutt á öðrum þræði.

Er þér farið að förlast eitthvað, Ásmundur?

Kolbrún Hilmars, 21.12.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband