Vitnaleiðslur um ESB
19.12.2012 | 14:07
Nú fara fram langdregnar vitnaleiðslur erlendra sendifulltrúa hér á landi um ESB. Þeir vitna allir um ágæti þess að Ísland gangi í ESB. Það er hverjum manni ljóst að hér er um að ræða markvissar aðgerðir ýmissa ríkisstofnana í ESB-löndunum og stofnana á vegum ESB til að stuðla að sem jákvæðastri niðurstöðu fyrir ESB-aðlögunarviðræðurnar meðal þjóðarinnar.
Í þessum tilgangi er hver sótraftur á sjó dreginn, allt frá fyrrum stjórnmálamönnum og fyrrverandi embættismönnum til núverandi embættismanna og stjórnmálamanna. Ýmsar stofnanir hér á landi leggjast á árarnar, sjálfsagt ómeðvitað og óbeint. Fjármunir eru nú aðgengilegir í ýmis ESB-verkefni eða verkefni í nafni ESB. Fréttir af ýmsum Evrópuverðlaunum eru eftirtektarverðar. Skyldi einhver trúa því að þessar sífelldu vitnaleiðslur erlendra gesta um ágæti ESB séu tilviljun ein?
Eitt dæmið um þetta er heimsókn sendiherra Ítalíu nýverið til Íslands, en hann flutti dæmigerða vitnaleiðsluræðu um ágæti ESB í hátíðarsal Háskóla Íslands nýverið. Utanríkisráðherra Íslands sló vitaskuld á sömu strengi. Og sumir fjölmiðlar spiluðu með að vissu marki. En þrátt fyrir leit þessara aðila að atriðum sem virkuðu jákvæðar fyrir Ítalíu en Ísland í núverandi fjármálakreppu skilaði herferðin takmörkuðum árangri. Fólk lætur ekki blekkjast af því þegar valdaaðilar velja úr upplýsingar sem þeim hentar en fjalla ekki um aðrar. Ítalía er nefnilega enn í mjög vondum málum. Íslenskir fagmenn og fulltrúi AGS sem einnig héldu erindi á ráðstefnunni brugðu nefnilega hlutlausari birtu á stöðu mála og greindu einnig frá vandanum við evruna.
Þannig kom til dæmis fram að hagkerfi Ítalíu og Íslands eru gjörólík og hagsveiflur ólíkar. Út frá því ætti að vera ljóst að sama peningastefna hentar ekki og að það geti valdið verulegum vandamálum fyrir Ísland að taka upp evruna. Ítölsku sendifulltrúarnir minntust ekkert á að samkeppnisstaða Ítala hefði versnað töluvert gagnvart Þýskalandi eftir upptöku evrunnar. Hinir óháðu fræðimenn tóku hins vegar upp þann punkt að ef Ísland hefði verið með evru fyrir hrunið hefðum við alveg eins getað lent í hliðstæðri kreppu og vandamálalöng evrunnar. Og enn kreppir að á Ítalíuskaga og víðar. Á meðan hagkerfið er tekið að vaxa hér á landi skreppur það saman þar syðra og atvinnuleysi vex, en nú eru allt að fjörutíu prósenta atvinnuleysi í sumum yngstu aldurshópunum meðal Ítala.
Ítalir eru öflug menningarþjóð með merkilega sögu. Þeir áttu helstan hlut að öflugasta myntsvæði sem verið hefur í álfunni fyrr á tíð þegar rómverskir peningar voru algengasta sameiginlega myntin á tímum Rómaveldis. Menn geta haft misjafnar skoðanir á risi, hnignun og falli Rómaveldis, en flestir eru hins vegar sammála um að áratugur Ítala með evrunni sé fremur sorglegur í flestu tilliti.
Á þessu sést að þegar svona vitnaleiðslur ESB-postula á Íslandi fara fram er nauðsynlegt að tefla fram óháðum aðilum sem geta upplýst um sem flestar hliðar mála. Sendiráði ESB hér á landi og svokallaðri Evrópustofu er ekki treystandi til þess.
Athugasemdir
Það verður góður bissness flugfélaga, að flytja inn "vitnisburði" fyrir samkomur ESB á næstunni.
Það verður hörð barátta Krossins og ESB safnaðarinas, um bestu vitnisburðina og samkomurnar. Sennilega verða framin lítil kraftaverk, þar sem fulltrúar gjalþrota evruríkja verða slegnir náð ESB, og rísa upp alheilir og tilbúnir í frekari lántökur.
Ekki ólíklegt að ESB menn tefli fram sínum Benny Hinn, og troðfylli Kaplakrika, sem lætur engin hjörtu ósnortin, og blæs andagift í dvínandi baráttu ESB gegn þeirri ónáttúru Íslendinga að vilja vera frjálsir og óháðir í sínu eigin landi.
Mikið halelúja á ESB bænum næstu vikur og mánuði.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 14:38
Það er þungur áróður í gagni af hálfu ESB og utanríkisráðherra, þessa dagana, rúv og fleiri fjölmiðlar spila með algjörlega heilaþvegnir og gagnrýnislausir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 16:28
Dag eftir dag eru skrif Vinstrivaktarinnar höfð að háði og spotti í bloggheimum. Nú er það Agli Helgasyni sem blöskrar færsla dagsins.
"Umræðan verður stöðugt heiftúðugari – sumt sem birtist, meira að segja á vefsíðum fyrrverandi ráðherra, er reyndar hálf galið
Eftir útreiðina í gær er nafnleyndin orðin algjör og ekki einu sinni upphafsstafir í undirskrift færslunnar.
Egill fer vægt í sakirnar. Nær væri að segja að færslan sé algjörlega galin.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 16:48
Ásthildur, hvernig ferð þú að þegar Ísland er orðið aðili að ESB og Vestfirðir farnir að njóta mikilla dreifbýlisstyrkja ESB til afskekktra landshluta?
Það er ekki þægileg staða að hafa barist gegn framförum í heimabyggð þegar þær líta dagsins ljós. Margir eru sneypulegir á Möltu af þessum sökum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:00
Hvað segir þú, Mundi meðhjálpari, eru margir á Möltu sneypulegir?
Getur þú ekki nefnt eitt dæmi um það?
Og annað, er mikið af afskekktum byggðum á Möltu?
Ég meina, maður er hálftíma að keyra eyjuna á enda, og harla erfitt að vera mjög afskekktur.
Ertu viss um aþð sért ekki kominn með bulluna, karlinn minn?
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:23
Hugsið ykkur - sjálft Morgunblaðið farið að taka þátt í ófrægingarherferðinni.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/19/sau_kostina_vid_adildina/
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:26
Hér bara stemning, dreifbýlisstyrkir á Möltu
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:27
Marathon á Möltu er mjög spennandi, maður nær að hlaupa hringinn um eyjuna, m.a. um afskeggt héruð, og nýtur þess að horfa á sneypta dreifbýlinga.
Slakur hlaupari nær að sjá alla dreifarana á tveim og hálfum tíma.
Ef maður er vondur til fótanna, þá getur maður bara rölt þetta í rólegheitunum, og gert þokkalegan dag úr því að horfa á undur dreifbýlisstyrkja ESB.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:40
Ekki er hugmyndafluginu fyrir að fara hjá Himma Himpigimpi eins og búast mátti við.
Honum dettur ekkert í hug sem til framfara getur horfið. Hann einskorðar sig því við það eina sem ég nefndi sem á auðvitað ekki við á Möltu.
Spurning hvort ekki þurfi að endurskoða greindarvísitölu Himma með hliðsjón af að færa hana enn neðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:45
það er ekkert sem hægt er að segja við þessa NEI sinna - trúin er algjör eins og hjá þeim sem sögðu að jörðin væri flöt
Rafn Guðmundsson, 19.12.2012 kl. 17:50
Mundi minn, þetta er hraðasti flótti frá eigin orðum, sem ég hef nokkurn tíma séð á internetinu.
Í ljósi þess að við horfðum upp á "tear-jerking" vitnisburð hjá þér, um sneypta dreifbýlinga í afskekktum héruðum Möltu, vegna guðdómlegra gjafa ESB, er ekki úr vegi að spyrja, hvað breyttist á hálftíma, sem það tók þig að afneita eigin vitnisburði?
Var það af því að fólkið er að hlægja að þér?
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:56
Ég sé að Gunnar Waage er jafn hugmyndasnauður og Himpigimpið.
Honum getur ómögulega dottið neinar farmfarir í hug nema vegna dreifbýlisstyrkja sem ég nefndi. Aumingja mennirnir, hvernig fara þeir að því að lifa lífinu.
Nú skilur maður að þeir hafa ekkert hugmyndaflug til að sjá hvað ESB-aðild hefur í för með sér né heldur hvað einangrun Íslands með ónýta krónu í höftum leiðir til.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 17:56
Mundi, við viljum ræða meira um Möltu, enda bráðfyndið.
Eiga þeir við sömu vandamál að stríða, og við hérna á norðurhjaranum?
Snjóa þeir oft inni þar sem mesta dreifbýlið er?
Hvernig er snjómokstri háttað, niðurgreiddur af ESB?
Kal í túnum?
Segðu okkur meira, fyrst þú ert byrjaður að vitna eins og sannur votti.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 18:02
Ég vil ekki sjá aumingjastyrki, þar sem kemur í ljós að auk þess að fá slíka styrki, þarf Ísland að borga meira í þetta apparat en það sem við fáum til baka.
Ég vil vera sjálfstæð manneskja í sjálfstæðu landi, þar sem landinn getur bjargað sér á eigin spýtur. Það er bara svo einfalt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:18
Rúv lét gera heimildarmynd um Möltu eftir að landið hafði gengið i ESB. Aðildin var lofuð í hástert af innfæddum en margir höfðu verið á móti henni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Þáttargerðarfólkið fannst allt lofið einhæft og vildi fá önnur sjónarmið. Reynt var að fá þá sem mest höfðu haft sig í frammi gegn aðild í viðtal. Þá brá svo við að enginn þetta var tilbúinn til þess.
Framfarirnar eftir aðild voru svo augljósar og miklar að fyrrum andstæðingar ESB-aðildar voru of sneypulegir til að mæta í sjónvarp og viðurkenna að þeir höfðu haft rangt fyrir sér.
Þeir kusu frekar að fara með veggjum. Hætt er við að Ásthildur verði í sömu sporum þegar dreifbýlisstyrkir ESB streyma til Vestfjarða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 18:20
Nei Ásmundur það sem ég vil er að við fáum að vera sjálfstætt fólk og bjarga okkur með því sem við höfum, til dæmis gjöful fiskimið, hreint vatn og sterkt fólk. Þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Þú getur sleikt og slefað yfir einhverjum styrkjum, en ég lít á slíkt sem undirlægjuhátt og ekkert annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:24
Segðu okkur meira af þessum dreifbýlisstyrkjum Mundi minn. Hvaða afskekktu héruð á Möltu fengu mest, og náttúrulega, hvers vegna?
Þú ert greinilega inn í þessum málum, og það djúpt, og ef við eigum að taka upp sömu trú, þá verður trúboðið að standa sig, og útskýra hlutina almennilega.
Eru það erfiðar samgöngur fjarri byggðum bólum sem er verið að styrkja? Kuldi sem leiðir af sér allrahanda leiðindamál fyrir dreifara? Flótti dreifara úr afskekktum byggðum, sem leiða til hruns á landsbyggðinni?
Mundi, við verðum að fá að vita meira.
Hvað sagði Rúv í þessari óhlutdrægu frásögn, eins og ESB Rúv er von og vísa?
Og þú átt náttúrulega eftir að nefna einhver nöfn um sneypta Möltubúa. Eins og þú veist, vandaður fræðimaðurinn, þá eru frásagnir án dæma lítils virði.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 18:31
Hvaðan koma allir þessir peningar sem eiga að fara í styrki til Íslands?
Er eitthvað peningatré í Brussel, eða eru þessum peningum stolið af íslendingum og öðrum þjóðum?
Einhverstaðar hljóta þessir peningar að koma frá?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 19.12.2012 kl. 18:32
Ég vil endilega heyra meira um þessa dreifbýlisstyrki á Möltu, ég er ekki frá því að hér sé sannkölluð snilld á ferðinni
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 19:34
Himmi, þú keppist við að standa undir nafni sem himpigimpi.
Dreifbýlisstyrkir til Möltu eru þín hugarsmíð. Þér virðist ekki geta dottið hug að Maltverjar þiggja annars konar styrki frá ESB og njóta auk þess þeirra hlunninda sem fylgja aðild.
Þetta styður kenningu mína um lága greindarvísitölu þeirra sem enn trúa því að um ekkert sé að semja hjá ESB þrátt fyrir allar vísbendingarnar um annað.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 19:51
Gunnar varð örlítið á undan mér að spyrja um þessa dularfullu dreifbýlisstyrki á Möltu.
Malta er nákvæmlega 316 km2 að flatarmáli, með rúmlega 400 þúsund íbúa.
Hvað skyldi Ísland þá eiginlegafá í dreifbýlisstyrki - pr. höfuð og landslag?
Kolbrún Hilmars, 19.12.2012 kl. 19:54
Ég verð að segja að forvitni mín sé vakin, vegna þessara dreifbýlisstyrkja sem Möltumenn njóta.
Við vitum flest, að Malta og Ísland eiga margt sameiginlegt, dreifbýlt og harðbýlt land s.sv.frv.
Nú telst mér til að það séu heilir 4 km frá ystu byggð á Möltu, að næstu borg. Auðvitað kalla svona erfið lífsskilyrði á sérstaka dreifbýlisaðstoð.
Ég ræddi þetta héran við fólkið í kringum mig, og var beðinn um að koma eftirfarandi spurningum á framfæri til Munda, sem er sérfræðingur í dreifbýlisstyrkjum:
- 24 ára gamall háskólanemi í 101 Reykjavík vill vita hvort hann fengi dreifbýlisstyrk til að heimsækja mömmu og pabba í Grafarvoginum.
-63 ára gamall leigubílstjóri í Reykjavík vill forvitnast um það, hvernig ESB kemur til með að aðstoða hann, þegar hann fær túra alla leið til Hafnarfjarðar.
- 37 ára gömul húsmóðir óskar eftir upplýsingum um það, hvrnig ESB kemur til með að hjálpa henni til að komast í Bónus í Hafnarfirði.
29 ára gamall húsasmiður í álftamýrinni vill vita hvort hann geti fengið dreifbýlisstyrk, vegna
Með fyrirfram þökkum, Mundi minn.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:02
Nei það ert þú sem vísar til dreifbýlisstyrkja til Möltu Félagi, mér þætti gaman að þú fjallaðir aðeins ítarlegar um það mál, nema þú sért haldin sarah palin syndrome ? Eða páfagaukaverkurinn sé kannski að kvelja þig
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:03
Kolbrún, lesskilningur þinn er ekki upp á marga fiska.
Það hefur auðvitað ekkert með dreifbýlisstyrki að gera að margir innfæddir á Möltu séu sneypulegir fyrir að hafa barist gegn framförum þar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:12
Áríðandi tilkynning frá ESB:
Mundi, viltu gera svo vel að hætta að aðstoða okkur við að ljúga Ísland inn í bandalagið.
kv
Össur
ESB (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:21
Nei, Gunnar, ég tala aðeins um dreifbýlisstyrki til Vestfjarða.
Seinna segi ég að margir séu sneypulegir á Möltu fyrir að hafa barist gegn framförum þar og minnist þá hvergi á dreifbýlisstyrki.
Áttu nokkuð erfitt með lesskilninginn? Eða hefurðu bara ekkert uppbyggilegt fram að færa til umræðunnar og vilt þess vegna sprella?
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 20:29
Ásmundur minn, margt er mér áfátt en lesskilingur er sem betur fer ekki þar á meðal.
Þitt eigið innlegg #4, þar sem þú klykkir út með sneypulega Möltubúa, hefur orðið okkur mörgum að yrkisefni.
Sá sem veldur upphafinu og allt það...
Kolbrún Hilmars, 19.12.2012 kl. 20:32
"Ófrægingarherferðin" í Speglinum heldur áfram.
Nú var viðtal við utanríkisráherra Eista sem hældi ESB og reynslu Eista af því á hvert reipi. Fylgi Eista við aðild hefur aukist úr 68% í kosningum upp í 80%.
Eistar eru örþjóð eins og Ísland. Ísland mun fá jafnmarga þingmenn og þeir á Evrópuþinginu eða sex eftir gildistöku Lissabon sáttmálans.
Athyglisverðast fyrir okkur er að utanríkisráðherra Eista staðfesti að áhrif minnstu þjóðanna og meðalstórra þjóða væri mikil í ESB.
Þeir hefðu aldrei haft ástæðu til að kvarta undan áhrifaleysi enda er reynt að leysa öll mál í sátt og það tekst oftast.
Eistar áttu í vandræðum með stöðugleika vegna gjaldmiðilsins eins og við. Þeir urðu því að vera með gjaldeyrishöft. Gífurlegur uppgangur kom í kjölfar þess að evra var tekin upp.
Ætlar þessari "ófrægingarherferð" gegn Íslandi aldrei að linna?
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 21:20
Það er töluvert um það að fólk álíti það fullnægjandi að benda á ánægju einhverra annarra þjóða með veru sína í ESB. Sambandið er ekki slæmt og það hentar mörgum, það hentar bara ekki Íslendingum.
Því miður þá er málflutningur manna á við hann Ásmund hérna byggður á misskilningi og vanþekkingu. ESB aðild hentar alls ekki Íslensku hagkerfi og Evran ekki frekar en Kanadadollar eða norsk króna. Gjaldmiðillinn er ekki dauður eins og hér er látið heldur er það efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar sem hefur mest áhrif á gengi krónunnar.
Góðu fréttirnar fyrir Ásmund eru því þær að við þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið, nóg er að fá hér ríkisstjórn sem ræður við verkin. Því næst drögum við ESB umsóknina til baka. Þá ætti karlinn ekki að verkja svona í greindarvísitöluna, það hlýtur að vera erfitt.
Nota Bene þá eru nú einstaklingar ekki með "greindarvísitölu", einstaklingar eru með 'greind' og má leggja mat á greind fólks út frá greindarvísitölu.En jæja, greind getur reyndar aldrei mælst mjög há hjá fólki sem er verulega illa upplýst nema að þá að séu notuð sértæk greindarpróf. Til eru slík próf fyrir apa og fugla sem dæmi.
Ég óska Ásmundi alls hins besta, bkv.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 22:27
Rafn í no. 10. Kannski ætti það ekki að koma á óvart en þú ert að rugla andstæðingum Brusselyfirtökunnar yfir fullveldi okkar, við ykkur sjálfa. Ofsatrúin ykkar er víst orðin blindandi.
Varst þú ekki líka alltaf að láta eins og þú værir að skoða? Einn af þeim sem skoða og skoða og finna aldrei neitt nema helförina? Þú þóttist nú síðast í gær vera með spurningar en svo þegar þú fékkst svar, þagðirðu, og kallar hitt frá andstæðingum bull. Viltu ekki prófa að skýra mál þitt eða ertu kannski kominn, eins og stórskáldið, til að trufla eðliega umræðu?
Elle_, 19.12.2012 kl. 23:00
hvaða spurning var það Elle
Rafn Guðmundsson, 19.12.2012 kl. 23:06
Allar að ofan, takk. Í no. 30.
Elle_, 19.12.2012 kl. 23:12
kannski er ég bara svona tregur en ég sé ekki spurningu eða svar í no 30
Rafn Guðmundsson, 19.12.2012 kl. 23:32
Nei, þú ert ekki tregur, Rafn, en ég var að vísa í commentið þitt í no. 10. Og kom með spurningar í framhaldinu, í no. 30. Í heildina vildi ég vita hvort þú værir með alvöru comment og alvöru spurningar eða hvort ætlunin væri að skíta okkur andstæðinga út og trufla rökræður, eins og þekkist frá fóstbræðrum nokkrum.
Elle_, 19.12.2012 kl. 23:37
reyni að gera það ekki en sumir þarna reyna mig
Rafn Guðmundsson, 19.12.2012 kl. 23:44
Ef nærri hundrað ára reynsla af krónunni nægir ekki til að dæma hana úr leik, hvað þarf mörg ár til viðbótar? Á þessum tíma hefur gamla krónan rýrnað niður 1/2000 af danskri krónu sem hún var á pari við í upphafi.
Var hagstjórn landsins svona slæm allan þennan tíma? Hvers vegna ætti hún skyndilega að batna núna?
Smæð krónunnar veldur miklum sveiflum á gengi hennar. Sveiflur valda mikilli verðbólgu. Þegar gengið lækkar, hækka innfluttar vörur og þjónusta svo að úr verður verðbólguskot.
Við það minnkar kaupmáttur launa, og þá hækka launin fljótlega með frekara verðbólguskoti. Þegar gengi krónunnar hækkar, lækkar hins vegar verðlag yfirleitt ekki og laun lækka aldrei.
Það er auðvelt að sjá að þegar gengislækkun veldur verðhækkunum en gengishækkun veldur ekki verðlækkunum að þá verður verðbólgan hér miklu meiri en þar sem gjaldmiðillinn er stöðugri.
Þegar við bætist að lántaka í krónum er fjárhættuspil og stórskaðleg gjaldeyrishöft eru illnauðsynleg, er ljóst að krónan er ónýt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 00:28
Gott að sjá Gunnar Waage hér. Við gætum farið að dæmi Norðmanna,sem leggja lægri skatta á nyrstu byggðir sínar,sem eru fámennari og dreifðari. Ég sem ólst upp á Vestfjörðum lít á þetta styrkjakerfi sömu augum og Ásthildur. Við viljum vera sjálfstæð og bjarga okkur með því sem við höfum.Þannig held ég við hér sem andmælum Ásmundi,séum öll sammála.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2012 kl. 00:43
Nákvæmlega Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2012 kl. 00:59
Þakka þér fyrir Helga og sömuleiðis. Við vitum fullvel að Samfylkingin er á móti byggðastefnu í fiskveiðimálum. Frumvarp Jóns Bjarnasonar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu tók rækilega á þessu og hefði úthlutað stórauknum úrræðum í fiskveiðimálum til landsbyggðarinnar. Þetta varð Samfylkingin að stöðva. Ráðist var í að fá nefnd skipaða hagfræðingum til þess að rita skýrslu þar sem að byggðastefna í fiskveiðistjórnun var álitin beinlínis hættuleg og þjóðhagslega óhagkvæm. Þetta var síðasta vor. Nú ætlar Samfylkingin að því er virðist ekki að setja frumvarp á laggirnar sem neitt bit er í.
Hvað stendur til með þetta, spurningin er hvort Samfylkingin er búin að semja við Sjálfstæðismenn um að bakka með kvótafrumvarpið gegn áframhaldi á ESB viðræðum ?
Það versta sem getur gerst er að farið verði með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi inn í ESB. En það er nú engu að síður það sem liggur í loftinu. Þá yrðu breytingar á kerfinu og innköllun aflaheimilda svo til óframkvæmanleg. ESB er stórhrifið að kvótakerfinu Íslenska, þeir eru meira að segja með álíka kerfi í smíðum að Íslenskri fyrirmynd. Er þetta ekki frábært
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 03:01
Öll hagkerfi geta hæglega aðlagast evru því að stöðugleiki hentar öllum þjóðum. Reynsla flestra evrulanda sýnir það. Í þeim undantekningartilvikum þar sem vandi er til staðar má rekja það til óráðsíu ef ekki hreinnar spillingar. Heimskreppan hefur einnig áhrif.
Snilldin við evru er einmitt að hver þjóð getur ekki beitt gengislækkunarúrræðinu að eigin geðþótta. Þannig fæst mikilvægur stöðugleiki.
Þannig er komið í veg fyrir að spilltir stjórnmálamenn geti varpað afleiðingum misgjörða sinna yfir á almenning með kjararýrnun og eignatilfærslum. Og þannig eru settar skorður við verðbólgunni.
Ástæðan fyrir því að Ítalía er í meiri vanda en Þjóðverjar er einkum að laun á Ítalíu hafa hækkað meira en hagkerfið stendur undir. Með lírum hefðu Ítalir getað lækkað gengið til að leiðrétta mistökin. Betra er að sjá til þess að það þurfi ekki meðal annars með því að semja ekki um hærri laun en hagkerfið þolir.
Með því að sníða sér stakk eftir vexti (og hækka td ekki laun meira en hagkerfið stendur undir) hverfur vandinn auk þess sem ávinningurinn verður gífurlegur sérstaklega fyrir smáþjóðir eins og Ísland og Eistland þar sem stöðugleikann vantaði og samkeppnishæfnin var í lágmarki.
Með evru minnkar svigrúm stjórnnálamanna til að fara illa með almenning. Spilling og órásía þrífast síður þegar gengislækkunarúrræðið hverfur. Við munum fá öðruvísi stjórnmálamenn sem vilja ná árangri en ekki aðeins ota sínum tota. Það verður ekki eftir eins miklu að slægjast fyrir þá síðarnefndu.
Vextir stórlækka með evru, verðbólga minnkar mikið, verðtrygging hverfur og verðlag lækkar. Lántaka verður ekki lengur fjárhættuspil. Lán hækka ekki lengur (verðtryggð lán) upp úr öllu valdi og greiðslubyrði þyngist ekki skyndilega (óverðtryggð lán) og verður óbærileg.
Mikilvægasti ávinningurinn með upptöku evru er aukinn samkeppnishæfni vegna meiri stöðugleika. Með myntsamstarfi við ECB áður en evra verður tekin upp geta þessi áhrif byrjað fljótlega eftir aðild.
Aukinn samkeppnishæfni leiðir til fjölbreytilegra starfa meiri útflutningstekna og betri lífskjara. Erlend fjárfesting, sem er nauðsynleg þjóð með miklar erlendar skuldir, eykst.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 08:57
Eitt af því sem stuðlar að því að gera krónuna ónýta er hve áhættusamt það er að taka lán í krónum.
Ef um er að ræða verðtryggð lán felst áhættan í því að greiðslubyrðin hækki vegna þess að laun hækka minna en verðlag.
Að því er varðar óverðtryggð lán felst áhættan í því að greiðslubyrðin hækki upp úr öllu valdi þegar vextir hækka mikið vegna aukinnar verðbólgu.
Við fundum fyrir annmörkum verðtryggðra lána eftir hrunið. Þegar verðbólgan fer aftur á skrið munu verða mikil vanskil á óverðtryggðum lánum.
Þá mun söngurinn um forsendubrest aftur hefjast og kannski standa árum saman öllum til mikils ama.
Með evru eru slíkar sveiflur miklu minni og valda ekki vandræðum. Verðbólgan er það lítil að það er engin þörf á verðtryggingu.
Vextir sveiflast miklu minna svo að sveiflur á greiðslubyrðinni eru miklu minni. Auk þess eru raunvextir á evrulánum miklu lægri sem gerir greiðlubyrðina enn léttari.
Þannig verður upptaka evru mikil kjarabót fyrir skuldugan almenning.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 16:27
Krónan er gírkassi fyrir óstöðugt hagkerfi Ásmundur. Þú gerir hagkerfið ekki stöðugt með því að setja inn stöðugan gjaldmiðil, sú vinna þarf að fara fram áður. í Krónunni er falin viss jafnaðarmennska, árstíðarsveiflur eða sveiflur á mörkuðum sem með Evruna þyrfti að bregðast við með ágangi á vinnuaflið í landinu, er með Krónunni settar á herðar allrar þjóðarinnar. Ekki þarf að lækka laun eða segja upp fólki, loka fyrirtækjum ect.
Ég hef ekki séð neinar þær horfur sem gætu gert þennan Evrudraum að neinu nema utopiu. Hér er veik efnahagsstjórn, háar skuldir ríkis og sveitarfélaga og ótryggt stjórnmálaástand. Ekkert af þessu ýtir undir þá stöðu sem við þyrftum að vera í til þess að taka inn nýjan gjaldmiðil. Þannig að jafnvel þótt ég skilji áhuga þinn á Evrunni, þá er hún mjög óraunhæf um þessar mundir.
En við skulum nú segja að við værum skuldlaus, ættum gjaldeyrissjóði og eignir erlendis, hér væri nægt flæði í gegn um landið af Evru þannig að við hefðum gott aðgengi að lausafé á góðum kjörum (ekkert af þessu er til staðar). Nú eru með Evruna, hvernig hefur þú nú hugsað þér að hafa hemil á blessaðri verðbólgunni ?
Í öðru lagi að undangengnu því að þú hafir hemil á verðbólgunni með sköttum og höftum á fjármagnsfærslur, þá langar mig að vita hvernig þú ferð að því að fá fjármagnsflæði í gegn um hagkerfi sem er haldið áhættufælni ?
Hvað sem öllu þessu líður, þá er veruleikinn sá að ekki er hægt að bregðast bara við óskum þeirra sem fóru offari og henda gjaldmiðlinum okkar sem veitir okkur kjarajöfnuðinn.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 18:02
Gunnar. þetta getur átt við miklu stærri gjaldmiðla en krónuna en vegna smæðar virkar krónan alls ekki svona. Sveiflurnar á gengi hennar lúta allt öðrum lögmálum. Það er mjög augljóst.
Það þarf einmitt að loka fyrirtækjum vegna sveiflna á gengi krónunnar. Útflutningsfyrirtæki hefja rekstur og stunda blómleg viðskipti þegar gengið er hagstætt en fara svo í þrot þegar það verður óhagstætt.
Ölgerðinni bauðst mjög hár samningur fyrir nokkrum misserum en varð að hafna honum vegna óvissu um gengi krónunnar. Forstjóri Össurar kallar krónuna fílinn í stofunni.
Þegar farið er í gang með virkjana- eða stóriðjuframkvæmdir hækkar óhjákvæmilega gengi krónunnar vegna mikils innstreymis á erlendum gjaldeyri. Þá versnar hagur allra útflutningsfyrirtækja.
Slíkar stórframkvæmdir koma gjarnan af stað bólu sem veldur sífellt versnandi hag útflutningsfyrirtækja. Bólan springur að lokum með hruni krónunnar.
Þá blómstra aftur útflutningsfyrirtækin. Verðbólgan fer hins vegar á skrið með mikilli hækkun skulda á sama tíma og fasteignaverð snarlækkar.
Þessar sveiflur eru ekki til þess fallnar að aðlaga gengið að hagkerfinu. Þvert á móti valda þær miklu tjóni. Það er engum vafa undirorpið að krónan jafnar ekki út sveiflur heldur þvert á móti ýkir þær.
Reynslan af evru er almennt góð þrátt fyrir ólík hagkerfi evruríkjanna og alþjóðlega skuldakreppu. Aðeins fá ríki hafa lent í vandræðum af ástæðum sem hafa ekkert eða lítið með evru að gera.
Evruríkin hafa í raun farið furðuvel í gegnum myntbreytinguna vegna þess að henni fylgir viss hætta. Hætta á bólumyndun í hagkerfinu er samfara lækkun vaxta sérstaklega þegar mikið framboð er á lánsfé.
Slík bóla varð til á Spáni. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir eða milda hana með einföldum hagstjórnartækjum.
Evruríkin una glaðar við sinn gjaldmiðil. Jafnvel þau ríki sem hafa átt í vandræðum undanfarin ár kenna evru ekki um og vilja umfram allt halda í hana.
Mjög skaðlegar sveiflur á gengi krónunnar vegna smæðar hennar gera evruna enn eftirsóknarverðari fyrir okkur en núverandi evruþjóðir.Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 21:53
Athugasemd #1 á ekki heima hér. Hún er nú komin á sinn stað.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 21:59
Já við hendum nú ekki gjaldmiðlinum okkar fyrir Össur, það er svo sem engin að pína það fyrirtæki til þess að vera hér. Almennir þjóðarhagsmunir verða að ráða för en ekki hagsmunir þröngs hóps. Það þýðir ekkert að keyra hér á erlendum gjaldmiðli með alla þessa skuldsetningu og ótrausta efnahagsstjórn. Þótt einstaka fyrirtæki og einstaklingar með há lán vilji þetta þá er þetta ekki eitthvað sem nýtist nema litlum fjölda. Það skýrir af hverju einungis jaðar samfélagsins mælist í skoðannakönnunum með einhvern áhuga á ESB aðild.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:02
#44 er ofaukið. #43 á eimnitt heima hér.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:05
Það er ekkert að marka skoðanakannanir þegar ekki er vitað um hvað verður kosið, séstaklega þegar svarhlutfallið er eins lítið og raunin er.
Þó að þeir sem vildu hafna aðild væru fleiri en hinir sem vildu samþykkja hana voru það ekki nema rúmlega 30% aðspurðra sem vildu hafna aðild. Flestir tóku ekki afstöðu enda ekki tímabært meðan samningur liggur ekki fyrir.
Auk þess hefur tímabundið erfitt ástand á evrusvæðinu mikil áhrif. Það verður væntanlega miklu betra þegar kosið verður eftir 2-3 ár. Með hækkun á lánshæfismati Grikklands um sex flokka er uppsveiflan trúlega hafin í Evrópu. Aðrir heimshlutar eiga hins vegar eftir að ná botni kreppunnar.
Össur er auðvitað ekki neitt einangrað fyrirbæri. Almennt þola útflutningsfyrirtæki þetta ástand illa. Ef hagur útflutningsfyrirtækja er fyrir borð borinn þýðir það að öðru jöfnu minnkandi útflutningstekjur þegar til lengdar lætur.
Við megum síst við því. Þvert á móti verðum við að hafa allar klær úti við öflun gjaldeyristekna til að geta staðið í skilum með erlend lán.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:36
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar tölur en í október 2012 voru niðurstöður ú skoðannakönnun Capacent Gallup eftirfarandi;
57,6% landsmanna andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. 27,3% eru því hins vegar hlynnt og 15% taka ekki afstöðu. Ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti eru um 68% á móti aðild en 32% fylgjandi henni.
Staðreyndin er nú sú að krónan er búin að vera að vinna mjög vel fyrir okkur hvað svo sem Össur eða CCP menn segja. Lýðræðisleg niðurstaða þjóðarinnar er einnig óbreytt og algjör andstaða. Þess vegna gera nú flestir orðið ráð fyrir því að umsóknin verði dregin til baka eftir alþingiskosningar í apríl. Það er meirihlutinn sem ræður félagi, hagsmunir meirihlutans en ekki sérhagsmunir einstakra fyrirtækja eða banka og fjármálastofnanna. Útflutningsgreinar hafa verið að fara mjög vel út úr krónunni þótt þú sért að halda öðru fram, þá er það ekki rétt. Gangi þér vel,bkv.
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:10
Svarhlutfallið var lágt eða vel innan við 60%. Þeir sem svöruðu ekki tóku ekki afstöðu auk hinna sem svöruðu og tóku ekki afstöðu.
Mér finnst líklegt að þeir sem ætla að bíða eftir samningnum áður en þeir taka afstöðu hafi einfaldlega ekki svarað. Þeir eru örugglega margir.
Allavega er ljóst að þó að meirihluti þeirra sem tók afstöðu hafi viljað hafna aðild var það ekki nema rúmlega 30% aðspurðra.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:32
Mér finnst með ólíkindum að að þú skulir telja það staðreynd að krónan hafi verið að vinna mjög vel fyrir okkur.
Skuldavandi heimila og fyrirtækja sem hefur kostað hundruð milljarða í afskriftir og gert marga gjaldþrota má alfarið rekja til krónunnar.
Ef við hefðum haft evru hefðu skuldir ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað með hverri greiðslu.
Með evru hefðum við ekki lent í þessu alvarlega vanda sem gjaldeyrishöftin eru. Þá hefði engin snjóhengja verið.
Þegar gengislækkunum er beitt til að lækka verð og auka þannig sölu geta þær gert visst gagn. En því var ekki að heilsa hjá okkur að því er varðar helstu útflutningsvörur okkar.
Verð á sjávarútvegsafurðum og áli lækkaði ekkert og framleiðslan jókst ekki vegna gengislækkunar krónunnar.
Það eina sem gerðist er að hagnaður sjávarútvegs- og álfyrirtækja jókst gífurlega á kostnað almennings. Hagnaðaraukning álfyrirtækjanna fer þar að auki úr landi þar sem eigendur þeirra eru erlendir
Að mínu mati fer það ekki á milli mála að tjón af völdum krónunnar eftir hrun er miklu meira en ávinningurinn.
Auk þess er óvíst hvort nokkurt hrun hefði orðið ef við hefðum verið með evru. Það hefði allavega verið miklu minna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.