Meðan íslenskir þingmenn og ráðherrar eru að reyna að komast að niðurstöðu ...

Erfitt er að átta sig á því hvort viðburða er að vænta um helgina, sem einhverju kynnu að breyta í aðlildarviðræðum Íslands við ESB. Þrátt fyrir að flokksráðsfundur sé hjá VG og flokksstjórnarfundur hjá Samfylkingunni, þrátt fyrir yfirlýsingar þingmanna og ráðherra VG, þrátt fyrir fjörlegar umræður í fréttum og samfélagsmiðlum, er alls ekki ljóst hvað helgin mun bera í skauti sér.

Á meðan stjórnarflokkarnir funda, hvor í sínu horni, um þjóðmálin og mögulega Evrópumálin, er ekkert síður verið að bíða eftir tíðindum er skýra kynnu stöðuna innan ESB, sem er vægast sagt óljós.

Á mbl.is mátti lesa í gær um þetta: 

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir ljóst að engin lausn á vanda Grikkja verði kynnt á föstudag er forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, kemur á hennar fund í Berlín.

Merkel segir að ekkert samkomulag verði kynnt fyrr en skýrsla troika (endurskoðunar á vegum Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins) verði birt. Vinnur endurskoðunarnefndin að því að fara yfir fjármál gríska ríkisins. Grikkir hafa hins vegar óskað eftir frekara andrúmi við að koma í verk þeirri hagræðingu sem krafist er af þeim í ríkisrekstrinum.

Samkvæmt Reuters og fleiri miðlum í gær er andstaðan við að verða við óskum Grikkja mest hjá Hollendingum og fleiri hafa verið efins, þótt Samaras leggi áherslu á að ekki sé verið að biðja um peninga heldur tíma. Skýrslan sem beðið er eftir er nú í vinnslu en ekki komin út. Efasemdir eru einnig um að útkoma hennar muni ein og sér höggva á þann hnút sem efnahagsmál eru í víða innan ESB. Tal sumra æðstu manna ESB um að brotthvarf Grikkja úr evru-samstarfinu muni lítið skaða ESB til lengri tíma sýnir að í raun er óvissan alger og sýn fólks á framhaldið mjög mismunandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandræðagangur Vinstri grænna með ESB-umsóknina er með algjörum ólíkindum.

Þó er ekki við forystuna að sakast né heldur meirihluta stuðningsmanna flokksins heldur aðeins minnihluta hans sem hefur gengið í lið með andstæðingunum til að rakka forystuna niður.

Sá er þó munur á að áhrifamáttur andstæðinganna er takmarkaður í þessum efnum. En óleysanleg innanflokksátök valda hruni á fylgi. Sökin er öll óstýriláta minnihlutans sem virðir ekki stjórnarsáttmálann og lýðræðislegar meirihlutasamþykktir.

Katrín og Svandís eru illilega misskildar. Þær eru ekki að leggja til að aðildarviðræðum verði slitið. Þær vilja aðeins umræðu um ferlið sem gæti td leitt til niðurstöðu um að halda viðræðunum áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Svandís sagði í blaðaviðtali að hún vildi að þjóðin fengi að kjósa um aðild og Katrín sagði að niðurstaðan úr endurmati á stöðunni gæti orðið sú að halda viðræðunum áfram. Hún vill ekki hætta stjórnarsamstarfinu.

Með öðrum orðum þá er ekkert tilefni til upphlaups vegna ummæla Katrínar og Svandísar. Er ekki kominn tími til að slappa af?

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 14:25

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mundi röflar hér út í eitt og veit sem fyrr auðvitað ekkert hvað hann er að tala um.

Hinns vegar býst ég sem einn af fjölmörgum fyrrverandi stuðningsmönnum VG vegna ESB andstöðu flokksins alls ekki við neinu af þessri Stalínisku Flokksráðstefnu.

Þar verður enn og aftur allt látið eftir Samfylkingunni í þessu sértrúarmáli þeirra.

Forystan undir Stalíniskri stjórn SJS mun skipa einhverjar málamynda nefndir til þess að fara "heildstætt yfir ESB málin" eins og það mun heita á SJS-Stalínsku !

Niðurstaðan verður akkúrat engin eða svona sirka 0,00 eins og hingað til og flokkurinn mun fljóta enn hraðar steinsofandi að pólitískum feigðarósi í næstu kosningum sem eru handan við hornið !

Samstarfsflokkurinn, Samspillingin mun fagna innilega og gráta þar sínum krókudílatárum þegar loksins, loksins tókst að sameina Vinstri menn með því að minnka Samfylkinguna um a.m.k. 1/3 og þurrka út helsta keppinautin Vinstri hreyfinguna grænt framboð.

Ég spái því að ef þetta fer svona eins og ég hef lengi sagt nú um hlegina þá verði þessi Staliniski Flokksráðsfundur VG einn af síðustu alvöru samkomum þessa flokksskrípis !

Gunnlaugur I., 23.8.2012 kl. 15:51

3 identicon

Ef fundargestir á flokksráðsfundi VG láta Steingrím komast upp með að kæfa ESB umræðuna og þegja málið í hel, þá er komin endanleg sönnun á því að ekkert er að marka stóryrði þeirra sem hér skrifa. Það er nefninlega eitt að skrifa stórkarlalega á bloggsíðum og annað að koðna hljóðlega niður við það eitt að Steingrímur J. Sigfússon (af öllum mönnum!) brýni raustina.

Þessi flokksráðsfundur er líklegast síðasti prófsteinninn á hvort einhver dugur sé í grasrótinni í VG eða hvort þetta eru allt þæg og hlýðin hjú flokkseigendafélagsins svikula.

Birgir (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 20:18

4 identicon

Ég tel engar líkur á að grasrótin vilji slita stjórnarsamstarfinu og rétta Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana á silfurfati.

Grasrótin var samþykk myndun stjórnarinnar með þeim stjórnarsáttmála sem henni fylgir. Ég sé ekki að neitt ætti að hafa breyst í þeim efnum.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 21:12

5 identicon

Ég tala nú aldeilis fyrir grasrót Vinstri grænna, enda kaus ég þá ekki aldeilis því ég kaus ESB-ESB-ESB-Samfylkinguna. Hvað held ég að ég fokking viti hvað grasrót Vinstri grænna hugsar? Þá meina ég þá örfáu sem eru enn eftir í þeirri grasrót því stuðningsmennirnir eru allir farnir til Hægri grænna eða Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 22:15

6 identicon

Geðsjúklingurinn palli neyðist til að skrifa i nafni annarra sbr #5 til að eimhver lesi skrif hans. Aumingja maðurinn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 22:52

7 identicon

Nei, aumingja ég og eins og allir vita heiti ég ekki Palli.

Hvað veit ég hvað grasrót Vinstri grænna var samþykk? Grasrótin var aldrei samþykk þessu ESB-valdaráni Samfylkingarinnar og Steingríms og sleikjum hans.

Gleður mig samt að segja ykkur aftur að meirihluti fyrrverandi grasrótar og stuðningsmanna Vinstri grænna fór til Hægri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri græn sviku og þau urðu að finna fótfestu gegn ESB og Samfylkingunni. En ég ætla samt að ljúga upp staðreyndum sem ég veit ekkert um. Því ég styð ESB-ESB-ESB og fokking Samfylkinguna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 22:56

8 identicon

Ég veit fokking ekkert um hvað grasrót Vinstri grænna vildi en ég held að ég viti allt og lýg svo eins og ég er langur til. Svikarinn hann Steingrímur og sleikjurnar hans í Vinstri grænum hljóta að vera glöð að vita að grasrótin og stuðningsmennirnir fóru næstum allir yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

Úps, það var víst þveröfugt við það sem ESB-sinninn og lygarinn Steingrímur vildi að yrði niðurstaðan. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:17

9 identicon

Vinstri grænir juku fylgi sitt gífurlega í síðustu kosningum. Fylgisaukningin var í raun óánægjufylgi úr öðrum flokkum, ekki síst Sjálfstæðisflokknum.

Margir þeirra eru hreinir kapítalistar sem einblíndu á ESB og töldu VG vera besta kostinn til að koma í veg fyrir aðild. Meirihluta þeirra sem ráðast á Steingrím er úr þessum hópi sem hvorki er vinstri né grænn. Hann er því ekki áhyggjuefni.  

Gunnlaugur er einn þessara kapítalista sem kaus VG aðeins vegna ESB þó að hann fyrirliti flokkinn að öðru leyti. Það er því engin eftirsjá að honum úr flokknum né öðrum hægri mönnum. Þeir eiga ekkert erindi í VG og eru þar bara til vandræða. 

Það er hagur sérhagsmunaaflanna að Ísland standi utan ESB. Þau hagnast á því á kostnað almennings. Afturhald, kreddur og þjóðremba VG styðja hagsmuni sérhagsmunaaflanna þó að það sé kannski ekki markmið flokksins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:19

10 identicon

Ég veit ekkert hvað grasrót Vinstri grænna vildi en ég held að ég viti allt og lýg svo eins og ég er langur til. Svikarinn hann Steingrímur og sleikjurnar hans í Vinstri grænum hljóta að vera glöð að vita að grasrótin og stuðningsmennirnir fóru næstum allir yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir fóru ekki þangað vegna sérhagsmuna eins og ég laug hér kl. 23:19 til að verja fokking ESB og Samfylkinguna og síðast en ekki síst bullið mitt.

Úps, en flótti til Sjálfstæðisflokksins er meira en ég get þolað og er vitaskuld þveröfugt við það sem ESB-sinninn og Samfylkingurinn Steingrímur vildi að yrði niðurstaðan.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:33

11 identicon

Stuðningsmennirnir yfirgáfu ekki Vinstri græna vegna sérhagsmuna og studdu engin sérhagsmunaöfl eins og vitleysingurinn ég var að ljúga. Þeir yfirgáfu Vinstri græn vegna þess að þeir vilja ekki fyrir sitt litla líf styðja Samfylkinguna og fara inn í ESB og vildu engan Icesave-viðbjóð í boði Samfylkingarinnar. 

Það var vegna andstöðu þeirra við ESB og Icesave sem þeir kusu Vinstri græn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:49

12 identicon

#5, 7, 8 og 10 eru eftir palla þó að þær séu merktar mér. 

Geðsjúkdómurinn tekur öðru hvoru á sig þessa mynd þegar örvæntingin hefur heltekið hann.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:51

13 identicon

og #11

Asmundur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 23:54

14 identicon

Það er greinilegt að hér eru öfl sem eru tilbúin til að gera nánast hvað sem er til að koma í veg fyrir að fólk lesi athugasemdir mínar.

Þetta ætti að vera hvatning til að lesa þær. Hvers vegna vilja andstæðingar aðildar koma í veg fyrir að þær séu lesnar?

Af þeim athugasemdum sem eru merktar mér eru aðeins #1, 4, 6 og 9 eftir mig fyrir utan 12 og 13 og þessa.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 00:03

15 identicon

Hahaha....  hvað þarf að tyggja þetta oft ofan í þig, Ásmundur? Ef ég væri að skrifa í þínu nafni þá myndi ég bara viðurkenna það.

Og fyndið að Ásmundur skrifar ekki undir sínu eigin nafni (Jón Frímann) en vælir svo í öðrum.

Þú ert fæðingarfáviti eins og allir vita. Hvað nákvæmlega fær þig til að halda að einhver taki mark á dellunni sem vellur upp úr þér?

Þú ert í sérdeild geðbilunar. Veruleikafirrtur örvæntingarfullur hálfviti.

palli (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband