Samningahópur hundsaður og ESB-manni falið að meta okkar hagsmuni!

Það er lágt risið á landbúnaðarviðræðum Íslands og ESB þar sem ráðuneytið er nú uppvíst að því að hundsa skipaðan samningahóp um dýraheilbrigði og ríkisstjórnin fær ESB mann til að meta sjúkdómahættu af innflutningi.

Nýjast er að samningsafstaða í landbúnaði er nú lögð frágengin fyrir þá fulltrúa sem samkvæmt erindisbréfi á að vinna að samningu þeirra. Embættismenn ráðuneytisins telja ekki ástæðu til að hafa skipaða fulltrúa samningahópsins með í ráðum og hafa neitað að gefa nema örfárra daga málamyndafresti til umsagna um málið.

Fyrr á kjörtímabilinu stóð innan ríkisstjórnar nokkur styr um það hvort rétt væri að fela íslenskum dýralæknum að meta hættuna af innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þá strax vildu forsætis- og utanríkisráðuneyti setja málið í hendur dönskum fyrrum embættismanni sem ESB samningamenn hafa valið til verksins. Nú er uppvíst að hinn danski sérfræðingur hefur verið fenginn til verksins og settur undir hatt utanríkisráðuneytis. Það er ljóst að viðhorf meginlandsbúa sem lengi hafa starfað innan kerfis ESB eru talsvert önnur í þessum málum heldur en þeirra sem hér á landi hafa glímt við hrossapestir og þekkja hörmungarsögu Íslendinga í búfjárinnflutningi.

Nú eftir mannabreytingar í ríkisstjórninni eru öll þessi vandræði innlimunarsinna úr sögunni og aðlögunarferli með eftirgjöf íslenskra hagsmuna ganga smurt. Óneitanlega verður þetta hláleg staða í ljósi frægrar ræðu formanns VG 27. apríl síðastliðinn þar sem hann hét því að gæta jafnvel að íslenskum hagsmunum og gert hafði forveri hans í ráðherraembætti. Þar sagði núverandi landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon:

Ég óttast að ég hryggi hv. þingmann því hann er greinilega á höttunum eftir því að ég játi það á mig að ég sé aumingi og það muni allt leka niður í mínum höndum og það hafi verið einhver munur þegar hetjan Jón Bjarnason reið um héruð. En ég verð að hryggja hv. þingmann. Það stendur ekki til að gefa neitt eftir (Gripið fram í.) sem er mikilvægt til að geta staðið við grundvallarhagsmuni landbúnaðarins þannig að af hálfu okkar verður það ekki gefið eftir fyrir fram að við getum áskilið okkur rétt til tollverndar ef ekki semst um málefni landbúnaðarins með einhverjum þeim hætti að við teljum fullnægjandi á öðrum grundvelli þannig að því verður haldið opnu. Það er afstaða okkar að því verður haldið opnu ef annað dugar ekki til.

Það stendur heldur ekki til að gefa eftir bann við innflutningi á hráu kjöti þótt allir geri sér grein fyrir því að sá slagur getur orðið erfiður. Engum dettur held ég í hug að nokkurn tíma yrði lokað landbúnaðarkafla ef það yrði ávísun á að það þyrfti að leyfa innflutning á lifandi dýrum. Ég vona að tortryggni hv. þingmanns eigi sér takmörk og það væri gaman ef hann vildi staðfesta það að hann gruni mig ekki um að ég ætli að galopna fyrir innflutning á lifandi dýrum. Það væri ágætt að fara inn í helgina með þá hughreystingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreiræktuð leppstjórn Evrópusambandsins og hæun ætlar að koma landinu inn með illu

Örn Ægir (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við ætlum að koma í veg fyrir það!!? Herská með huga og hönd!!

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2012 kl. 14:45

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Algjörlega!

Örn Ægir Reynisson, 28.6.2012 kl. 21:04

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Leiðrétta innsláttarvilluna hér fyrir ofan:

Hreinræktuð leppstjórn Evrópusambandsins og trojuhestar þess hér innanlands sem eru þó nokkrir í stjórnmálaflokkum og víðar ætla sér að koma landinu inn með illu!

Örn Ægir Reynisson, 28.6.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband