Ólafur Ragnar leggur áherslu á andstöðu við aðild að ESB

Athygli beinist í vaxandi mæli að skoðunum forsetaframbjóðenda á ESB aðild. Í kappræðum í Hörpu á vegum Stöðvar 2 benti Ólafur Ragnar á að nánast öll lönd í Norður-Evrópu, að Finnlandi undanskildu, hafi ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og telja þannig hagsmunum sínum best þjónað.

„Það hefur verið sagt að evran sé það sem að við erum að sækjast eftir. En þá bendi ég á að ef við tökum Norður-Evrópu og byrjum á Grænlandi og förum yfir Ísland, Færeyjar og Bretlandseyjar, til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, þá er það ekki fyrr en við komum til Finnlands sem við finnum land í Norður-Evrópu sem er evruland,“ sagði Ólafur Ragnar.

„Þess vegna tel ég að minn ágæti vinur, utanríkisráðherra, eigi erfitt verk fyrir höndum. Í fyrsta lagi að ná samningum í málinu sjálfu og í öðru lagi að sannfæra þjóðina. Vegna þess að bæði grundvallarhagsmunir Íslendinga í sjávarútvegsmálum, auðlindamálum og varðandi legu landsins og gjaldmiðilinn einnig, eru þess eðlis að það þjónar ekki hagsmunum okkar að ganga í Evrópusambandið,“ sagði Ólafur Ragnar skv. frétt mbl.is.

Hann bætti því við að ekkert eitt mál kæmi til með að hafa jafn afdrifarík áhrif á íslenska stjórnskipun, fullveldi og þjóðarhag í framtíðinni og hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Því væri það eðlileg krafa að þjóðin viti hvaða skoðun frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafi í málinu.

Eftir Þóru Arnórsdóttur er þetta haft um ESB: „Annars vegar erum við ósammála um það hvort forsetinn eigi að taka þátt í umræðum og skipa sér í raðir, þ.e.a.s. að berjast gegn aðild eða berjast fyrir henni, eftir því hver skoðun hans er. Það er vegna þess að ég held að forsetinn eigi að vera forseti allra Íslendinga, og í hvaða stöðu er hann eftir atkvæðagreiðslu þar sem að hluti þjóðarinnar er hjartanlega ósammála honum?“

Þóra sagðist þó vera sammála forsetanum um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningum við Evrópusambandið. Hún kvaðst þó ekki ætla að upplýsa um sína afstöðu til málsins.

Skv. frásögn mbl.is sagðist Herdís Þorgeirsdóttir vera dálítið hugsi þegar kæmi að þessu máli en taldi það ekki úr vegi að forseti greini frá afstöðu sinni með yfirveguðum hætti. „Því skyldi hann ekki mega leggja eitthvað til málanna ef hann telur að um mikla og brýna hagsmuni þjóðarinnar sé að ræða?“

Hinir þrír frambjóðendurnir til forsetakjörs gengu út af fundinum skömmu eftir að hann hófst í mótmælaskyni við tilhögun umræðunnar eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt.


mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alltaf að koma betur og betur í ljós að andstæðingar aðildar hafa haft rétt fyrir sér allan tímann.  Þannig er það nú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2012 kl. 12:23

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ólafur Ragnar gleymdi Írlandi og Eistlandi sem eru bæði með evruna sem gjaldmiðil. Ásamt Finnlandi auðvitað. Danska krónan er fastbundin við evruna á föstu gengi sem sveiflast uþb 0,0% að raun. Þó svo að möguleiki á gengissveiflu sé 2,5% í tilfelli dönsku krónunar.

Kveðja úr Evrópusambandinu,

Jón Frímann Jónsson, 4.6.2012 kl. 12:41

3 identicon

Forsetakosningarnar verða prófsteinn á hvort þjóðin ætli að rífa sig upp úr þunglyndinu og sundurlyndinu sem hefur herjað á hana eftir hrun. Til að svo geti orðið verður þjóðin að velja sér sameiningarafl sem forseta en ekki sundrungarafl eins og ÓRG. 

Forseti sem er sameiningarafl gengur ekki í lið með ákveðnum hluta þjóðarinnar gegn hinum hlutanum. Hann gefur ekki upp skoðun sína á pólitískum deilumálum því að það eitt vinnur gegn því að að hann geti verið sameiningarafl.

Allir forsetaframbjóðendur hafa boðað að þeir muni nota málskotsréttinn þegar það á við.Ólafur Ragnar hefur hins vegar sýnt að hann misnotar hann að eigin geðþótta.

Það gerði hann þegar hann setti Ivesave III í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að 70% þingmanna hefðu samþykkt hann og meirihluti kjósenda vildi samþykkja hann skv skoðanakönnunum.

Við þurfum ekki að auka á sundrunguna í landstjórninni. Þess vegna þurfum við forseta sem vinnur með þjóð og þingmönnum en ekki gegn þeim með lýðskrumi gagnvart þjóð í sárum sem er auðveld bráð.

Það skiptir engu máli fyrir ESB-aðild hver verður forseti ef allt verður með felldu. Þjóðin mun taka ákvörðun um aðild. Þó að þjóðaratkvæðagreiðslan sé að nafninu til ráðgefandi  þá eru líkurnar nánast engar á að Alþingi fari gegn vilja þjóðarinnar.

Ef það hins vegar gerist mun forseti, hver sem hann verður, setja málið aftur í þjóðaratkvæði. Reiði þjóðarinnar vegna höfnunar Alþingis mun þá skila inn yfirgnæfandi meirihluta fyrir aðild.

Það er að vísu hugsanlegt að ÓRG setji sem andstæðingur ESB-aðildar málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu ef Alþingi hafnar því eftir samþykkt þjóðarinnar. Það væri þá í andstöðu við það sem hann hefur sagt.

Hann mun fara létt með að útskýra það á einhvern fáránlegan hátt eins og honum einum er lagið. Eina óvissan er því hvort Alþingi og ÓRG muni hafna aðild sem þjóðin hefur samþykkt. Ólafur með því að setja höfnun þingsins ekki í þjóðaratkvæði 

Þeir sem trúa að ÓRG geti sem forseti haft áhrif á hvort Ísland gangi í ESB virðast treysta á að hann muni ekki setja ESB-aðild í þjóðaratkvæði ef Alþingi hafnar henni eftir samþykkt þjóðarinnar.

Þeir sem vilja geta treyst á að þjóðarvilji ráði um ESB-aðild ættu því ekki að kjósa ÓRG.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 18:39

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Aldrei þessu vannt get ég tekið undir með athugasemd Ásmundar, en þó einungis fyrstu setningunni!

Forsetakosningarnar munu verða prófsteinn á hvort þjóðin ætlar að rífa sig upp úr þunglindinu og sundurlindinu sem hefur herjað á hana frá hruni. Til að svo megi verða, verður þjóðin að kjósa sér forseta sem þorir að standa með henni, jafnvel gegn þinginu.

Ólafur sýndi að hann hefur þennan kjark þegar hann vísaði lögum um icesaveIII til þjóðarinnar, þrátt fyrir að allt að 70% þingmanna hefðu samþykkt þau lög. Með því fékk þjóðin að eiga síðasta orðið og þá kom í ljós að svo djúp gjá hafði myndast milli þing og þjóðar að vart hefur annað eins þekkst áður. Rökréttur eftirmáli þeirrar kosningar hefði auðvitað átt að verða þingslit, þar sem þjóðin og þingið voru greinilega langt frá hvoru öðru, en gæfa og gjörfileiki þess fólks sem stjórnar Alþingi er ekki meiri en svo að áfram var haldið og enn er verið að!

Það þarf ekki að fjölyrða um hver áhrif þessarar ákvörðunar þjóðarinnar hefur haft fyrir land og þjóð. Margt hefur verið ritað um hvernig ástand væri hér á landi ef þau lög hefðu verið samþykkt og ljóst að mun fleiri flúnir úr landi, jafnvel til Grikklands, því þar væri ástandið mun betra en hér!!

Allir frambjóðendur hafa sagt að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðild. Það er gott. Hins vegar hafa ekki allir sagt að sú atkvæðagreiðsla yrði bindandi, Ólafur lofar þó slíkri atkvæðagreiðslu. Þ.e. hann hefur sagst muni vísa slíkri samþykkt Alþingis til þjóðarinnar. Sumir aðrir hafa ekki gert greinarmun á þeirri atkvæðagreiðslu sem samþykkt var á Alþingi, sumarið 2009, þar sem ætlunin er að um leiðbeinandi atkvæðagreiðslu verði að ræða áður en Alþingi tekur afstöðu til samningsins, eða hvort atkvæði verði greidd um samþykktina sjálfa, sem kemur frá Alþingi. Þarna er stór munur á og víst að ákvörðun Ólafs mun sannarlega færa þjóðinni síðasta orðið!

Ásmundur ætti að kyna sér örlítið vald forseta til að vísa málum til þjóðarinnar. Hann segir að Ólafur gæti nýtt sér að meina þjóðinni að kjósa ef Alþingi samþykkir ekki samninginn. Það vill svo til, bæði í gildandi stjórnarskrá sem og í tillögum stjórnlagaráðs, að forseti getur einungis vísað lögum og samningum Alþingis til þjóðarinnar, með því að hafna að undirrita þau. Hann hefur ekkert vald til að vísa máli til þjóðarinnar sem ekki kemur frá Alþingi. Því getur hann ekki með neinu móti, sama hver situr í því embætti, vísað málinu til þjóðarinnar ef Alþingi fellir samningin. Þessi málflutningur Ásmundar er því í anda þess sem hann ritar, án allrar þekkingar!!

Þeir sem vilja treysta því að þjóðarvilji ráði um ESB aðild, kjósa því sannarlega Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er sá maður sem þjóðin veit að hún getur treyst!!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2012 kl. 20:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu Gunnar algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2012 kl. 20:35

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var annars merkileg lýsing Þóru á ástandinu í ESB, í Hörpunni í gær. Hún fullyrti að Evrópa stæði í björtu báli og aðild að ESB væri eins og að hlaupa inn í brennadi hús!!

Hvort þetta baki henni einhver sárindi af hálfu sinna stuðningsmanna á eftir að koma í ljós, en ljóst er að Ásmundur hlýtur að gangrýna hana hressilega fyrir þessi ummæli!!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2012 kl. 20:43

7 identicon

Á meðan núverandi stjórnvöld halda um stjórnartaumana þá er ég tilbúinn til þess að synda með atkvæðið mitt í kjaftinum í gegnum 10 km breytt hafísbelti, innan um flokk af brjáluðum ísbjörnum, til þess að kjósa ÓRG.

Um leið og við höfum losað okkur við þessa stjórn þá skal ég skoða með opnum huga að kjósa gott fólk eins og Andreu, Hannes, Ara Trausta og Herdísi en ég mun aldrei, aldrei, aldrei kjósa viljalaust verkfæri samfylkingarinnar til þess að gegna embætti forseta Íslands.

Forsetakosningarnar Ásmundur minn, eru prófsteinn á það hvort að þjóðin ætlar að gefast upp fyrir áróðrinum, hatrinu, lygunum og svikunum frá fararstjórum norrænu helfararinnar. 

Seiken (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 20:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega er þetta kosningatrix hjá henni ekki vildi hún gefa upp afstöðu sína til ESB svo mikið er víst, hún er að bera klæðin á báðum öxlum, rétt eins og allir hinir pólitíkusarnir, hún er bara einfaldlega ein af þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2012 kl. 20:50

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heillaðist svo af lýsingu Seiken,alvöru karlmenni,get ekki toppað það,en dottið ýmsar álíka svaðilfarir í hug frá fyrstu dögum hrunsins. Við líðum þeim aldrei að gefa fullveldið,aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2012 kl. 21:34

10 identicon

Gunnar ertu að halda því fram að ef þjóðin samþykkir aðild og Alþingi samþykkir hana í kjölfarið að þá muni ÓRG vísa ákvörðun Alþingis til þjóðarinnar þannig að þjóðin þurfi að samþykkja aðildina tvisvar með stuttu millibili til að hún öðlist gildi? Það væri auðvitað hreinn skrípaleikur.

Auk þess væri þetta ekki í samræmi við reglur ÓRG um hvenær málskotsréttinum sé beitt því að þing og þjóð væru sammála um aðild. Þetta væri því ekki bara skrípaleikur heldur hrein svik.

Hins vegar er eðlilegt að ef Alþingi hafnar aðild eftir að þjóðin hefur samþykkt hana að þá verði þjóðinni gefinn kostur á að greiða atkvæði um þá ákvörðun Alþingis.

Það er svo stórt mál að hafna vilja landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu að það er meira en einföld höfnun og á því að vera háð staðfestingu forseta. Þetta er eflaust spurning um hvers konar meðhöndlun málið fær.

Auk þess eru nánast engar líkur á að þjóðin hafni aðild stuttu eftir að hún hefur samþykkt hana og þing samþykkt hana í millitíðinni. Eða halda menn virkilega að þjóðin breytu um afstöðu vegna þrýstings frá ÓRG?

Auk þess eru engar líkur á að meirihluti þingmanna hætti pólitískri framtíð sinni með því að ganga gegn vilja þjóðarinnar. Aðeins þrír þeirra hafa sagst mundu gera það.

Það skiptir því engu máli varðandi ESB-aðild hver verður næsti forseti Íslands. Þeir sem stóla á ÓRG virðast treysta á að eftirfarandi þrennt, sem allt er mjög ólíklegt, gangi upp:

Að meirihluti þingmanna greiði atkvæði gegn þjóðarvilja, að ÓRG svíki loforð um þjóðaratkvæðagreiðslur og að þjóðin hafni aðild eftir að vera nýbúin að samþykkja hana. Líkurnar er nánast engar.

Svona ótrúlega langsóttar hugmyndir sýna mikla þráhyggju og mikla örvæntingu. Ef þetta eru hugrenningar ÓRG þá er ljóst að hann er algjörlega óhæfur sem forseti lýðræðisríkis.

Ef meirihluti þjóðarinnar kýs sem forseta sundrungarafl sem æsir upp stríðandi fylkingar meðal þjóðarinnar og er í stríði við kjörna fulltrúa, í stað þess að vinna með þeim að þjóðarhag, er það vísbending um að þjóðin eigi mjög langt í land að ná sér eftir hrunið og verði í mikilli hættu næstu árin. 

Þá mun verðmætasta fólkið og bestu fyrirtækin eflaust fara að hugsa sér til hreyfings. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:34

11 Smámynd: Elle_

NEI við Þóru.  Ólafur er lýðræðissinni.  Hann þorir að færa vald í málum frá brjáluðum og vegvilltum stjórnmálamönnum yfir til fólksins sem ræður.  Við erum lýðveldi og FÓLKIÐ er valdið.  Þessvegna hikaði ég aldrei við að kjósa Ólaf og mun gera það á meðan hann er þarna.

Elle_, 4.6.2012 kl. 22:50

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú gleimir þriðja og líklegasta möguleikanum Ásmundur, að þjóðin hafni aðild í ráðgjefandi kosningu og Alþingi samþykki hana engu að síður. Þá er vissulega ástæða til að leifa þjóðinni að hafa síðasta orðið!!

Það má vera að eðlilegt væri að þjóðin fengi að kjósa aftur, ef Alþingi hafnar aðild eftir að þjóðin hafi kosið hana. En það er bara ekki í valdi forsetans að efna til hennar. Hann hefur ekkert vald til þess, þar sem engin samningur kemur á hans borð ef Alþingi hafnar aðildinni og því ekkert plagg sem hann getur neitað að skrifa undir.

Enn og aftur Ásmundur, kynntu þér stjórnarskránna áður en þú bullar um þetta mál. Það fer aldrei vel á því að menn séu að skrifa um hluti sem þeir ekki þekkja!!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2012 kl. 22:52

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Orð þín um sundrungaröfl og stíðandi fylkingar, Ásmundur, eiga helst við um núverandi stjórnvöld. Það eru þau sem hafa sundrað þjóðinni, það eru þau sem byrjuðu sína stjórnartíð á að sundra stjórnarflokkunum og það eru þau sem vildu setja þjóðina í ánauð erlendra stórríkja. Þar eru engin fingraför eftir forsetann, þvert á móti hefur hann bjargað því sem bjargað var, þó Steingrímur og Jóhanna þreytist ekki á að hæla sér af því hversu vel hafi tekist til hjá þeim. Staðreyndin er að fyrir tilstilli Ólafs Ragnars Grímssonar er landið ekki verr statt en það þó er, þrátt fyrir aðgerðir Steingríms og Jóhönnu.

Það eru þau tvö sem eiga allan heiður þeirrar sundrungar meðal þjóðarinnar í dag. Allan heiðurinn og þið fylgifiskar þesara sundrungarpars alið á bullinu í þeim!!

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2012 kl. 23:01

14 identicon

Mundi túlkar það þannig, að meirihluti Íslendinga sé hlynntur aðlögun Íslands að ESB. Þessi skoðun ku vera ráðandi innan ESB flokka Samfylkingar og Vg.

Þessari skoðun verður víst ekki haggað, þó svo að vikulega birtist kannanir um að Íslendingar vilji út úr þessu ferli, með tveim þriðju hluta atkvæða.

Það segir okkur, að nei frá tveimur þriðju hlutum Íslendinga, í "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB, verður túlkað af ESB flokkunum sem meirihluti fyrir aðild.

Þess vegna þurfum við Ólaf.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:24

15 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega hárrétt hjá Gunnari Heiðarssyni.

Elle_, 4.6.2012 kl. 23:28

16 Smámynd: Elle_

Og Hilmari.  Ætti ´Ásmundur´ Jóhönnu ekki bara að leggja sig löngum beautysleep?

Elle_, 4.6.2012 kl. 23:30

17 identicon

ÓRG á engan þátt í því hve vel Íslendingum hefur gengið að ná sér eftir hrunið. Þvert á móti hafa óeðlileg afskipti hans skaðað og komið í veg fyrir að það hafi gengið enn betur.

Icesave er enn óleyst. Það hefur þegar valdið okkur tjóni. Lánhæfismat fór niður í ruslflokk vegna þess að samningnum var hafnað. Það hefur valdið okkur miklu tekjutapi vegna glataðra tækifæra, hærri vaxta á erlendum lánum og lægra gengis krónunnar.

Þetta tjón er eflaust miklu meira en kosnaðurinn af að samþykkja samninginn. Ljóst er að eignir þrotabúsins munu nægja til að greiða Icesave- höfuðstólinn að fullu. Og enn er óljóst hver niðurstaðan verður úr Ivesave-málaferlunum eða hvenær þeim endanlega lýkur.

Ríkisstjórnin á allan heiðurinn af frábærum árangri sem vakið hefur mikla athygli um allan heim. Stór hluti íslensku þjóðarinnar er hins vegar ekki í lagi eftir hrun og sér bara svartnætti með ÓRG sem bjargvætt en ekki þann skaðvald sem hann er. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 01:04

18 identicon

Gunnar. það er paranoja að láta sér detta í hug að Alþingi muni ekki virða þá niðurstöðu þjóðarinnar að hafna aðild ef sú verður raunin.

Hver heldurðu eiginlega að sé tilgangrunn með þjóðaratkvæðagreiðslunni?

Manni dettur helst í hug margur heldur mig sig enda hafa andstæðingar aðildar og ÓRG sýnt að þeir eru til alls líklegir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 01:13

19 identicon

Það þarf að senda Ásmund í circa 1000 raflostmeðferðir, reboota systemið í honum. Hann er eins og vírussýkt tölva og gengur á gölluðum hugbúnaði.

Það er alltaf sami möntruflaumurinn sem vellur upp úr honum, en rökin eru hvergi sjáanleg. Endalausar fullyrðingar út í loftið eins og heilaþvegnum páfagauki sæmir.

Enn og aftur spyr ég um tilganginn með þessum skrifum þínum, Ásmundur, sem sýnir um leið þinn heilaþvott og geðveilu:

Til hvers að halda uppi þessum áróðri þegar það þjónar nákvæmlega engum tilgangi?

Það er enginn sem kaupir þessa dellu í þér á þessari vefsíðu. Það er nokkuð augljóst, ekki satt?

Hvers vegna að halda þessu áfram? Þú pirrar bara alla lesendur og skýtur þennan málstað þinn í fótinn.

Heldurðu að þú sér virkilega að sannfæra einhvern hérna inni? ...og ef ekki, hvers vegna að halda þessu áfram?

Þú ert geðbilað lítið grey, augljóslega.

palli (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 08:35

20 identicon

Gunnar, það er eðlilegt að þjóð og þing skiptist í tvær fylkingar í pólitískum málum. Að tala um að ríkisstjórnin sundri þjóðinni ber því vott um algjört skilningsleysi á eðli ríkisstjórna.

Forsetinn á hins vegar að leggja áherslu á hið jákvæða sem  sameinar þjóðina til að milda skaðleg áhrif sundrungarinnar. Í  staðinn notfærir ÓRG sér bágborið ástand þjóðarinnar og skvettir eldi á bálið með aðförum sem sæma ekki þjóðhöfðingja í lýðræðisríki.

Ríkisstjórnin hefur staðið sig mjög vel þó að auðvitað sé ekki allt enn fallið í ljúfa löð. Vandamál hennar hefur hins vegar verið að margir af þingmönnum Vinstri grænna hafa reynst ómerkilegir lýðskrumarar eins og oft vill verða þegar flokkur eykur skyndilega fylgi sitt.

Það er til marks um bágborið ástand þjóðarinnar hve margir styðja þessa undanvillingana í að hvetja Vinstri græna til að brjóta samninga sem þeir sjálfur samþykktu. Um það snýst málið. Þingmenn sem virða ekki gerða samninga og stunda lýðskrum eru óhæfir.

Ef þjóðin á að eiga sér bjarta framtíð verður þessari skálmöld að linna. Til þess þarf þjóðin að kjósa sér sameiningarafl sem forseta. ÓRG er augljóslega síst til þess fallinn allra frambjóðenda að vera þetta sameiningarafl. 

Forseti sem er sameiningarafl tekur ekki opinberlega pólitíska afstöðu með hluta þjóðarinnar gegn hinum. Hann vinnur náið með forystu allra flokka og hefur með þeim reglulega fundi. Hann hefur ekki sína eigin utanríkisstefnu í andstöðu við stefnu meirihluta þingsins.

Forseti sem er sameiningarafl gerir mikið gagn sérstaklega þegar sundrungin er mest í þjóðfélaginu eins og núna. Það er betra að hafa engan forseta en sundrungarafl fyrir forseta. Við þurfum síst á því að halda að auka sundrunguna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 08:40

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Paranoja eða ekki Ásmundur? Það er efinn!!

Það er að mynnsta kosti ljóst að ef þetta mál kemur til afgreiðslu áður en sú ríkisstjórn sem nú situr, fer frá, er full ástæða til efasemda. Verk hennar hingað til sanna það svo ekki verður um villst. Þessi ríkisstjórn hlustar ekki á fólkið, heldur virðist sem markmið hennar í öllum málum, sé að vinna gegn fólkinu.

En nú er ljóst að ekkert tilboð mun liggja á borðinu frá ESB fyrr en á næsta kjörtímabili, svo það er von. Von um að þá verði komið í stjórnarráðið fólk sem sýnir smá vott af skynsemi. Því má kannski segja að um paranoju sé að ræða, en aldrei skildi treysta stjórnmálamönnum!!

Og bara til að fríska örlítið upp á minni þitt Ásmundur, ef það er hægt, þá féll lánshæfi okkar niður í ruslflokk við hrun bankanna. Auðvitað má segja að icesave hafi átt hlut í því en einungis sem hluti þess vanda. Þá var langt í fyrsta samninginn um það mál og enn lengra til þess tíma er þjóðin fékk að tjá sig. Hins vegar hækkaði lánshæfismat landsins örlítið eftir að þjóðin hafaði samningnum og þeir vextir sem við vorum rukkuð fyrir öll erlendu lánin sem ríkisstjórnin var svo viljug að taka, lækkuðu.

Það er lenska hjá þér að frjálslega með söguna, Ásmundur. Í ráðstjórnarríkjum Sovét þótti það mikil dyggð að stunda sögufalsanir. Þeir sem duglegastir voru við þá iðju fengu sæti við hlið ráðamanna, en þeir sem vildu segja söguna eins og hún var, lentu í fangelsi!

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2012 kl. 09:07

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Gunnar tek undir þetta síðasta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:09

23 identicon

Gunnar, áður en ÓRG ákvað að setja Ivesave III í þjóðaratkvæði var lánshæfismatið fyrir ofan ruslflokk.

En um leið og ÓRG hafði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu var það lækkað niður í ruslflokk. Ljóst var að það myndi hækka aftur ef þjóðin samþykkti samninginn.

Það gerðist ekki. Það hækkaði ekki aftur fyrr en löngu seinna eftir að góður árangur ríkisstjórnarinnar var kominn fram. Lánhæfismatið væri eflaust hærra í dag ef samningurinn hefði verið samþykktur enda er óvissan vegna Icesave mikill dragbítur.

Góður árangur ríkisstjórnarinnar er auðvitað árangur fyrir þjóðina. Það er aðeins hluti þjóðarinnar sem er óánægður og vildi fara út í aðgerðir sem hefðu komið í veg fyrir bata til framtíðar. Það var ekki þjóðin.

Óánægjan er vegna afleiðinga af ónýtri krónu og vegna þess að stór hluti þjóðarinnar skilur ekki að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti tekið fé af einum og fært öðrum.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 09:42

24 identicon

Það einkennir málflutning margra andstæðinga ESB-aðildar að svo lítið mark er á honum takandi að hann er einskis virði. Rangt er farið með staðreyndir og sögufalsanir stundaðar. Gunnar er greinilega þar engin undantekning.

Nú fer Gunnar mikinn til að sannfæra fólk um að það sé sögufölsun af minni hálfu að lánhæfismat Íslands hafi lækkað í ruslflokk þegar ÓRG setti Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eins og svo oft áður þegar ég er sakaður um lygar liggja sönnunargögnin fyrir um að ég fer með rétt mál.

http://www.amx.is/efnahagsmal/13144/ 

Telur Gunnar að málstaður hans sé svo veikur að hann verði að ljúga? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 10:03

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þóra fullyrti að forseti sem gefi upp skoðun sína í deilumálum eins og ESB, geti ekki verið forseti allrar þjóðarinnar. Það er rangt hjá henni, því ef það væri rétt þá gæti bara skoðanalaus forseti verið forseti allrar þjóðarinnar.

Þeir eru sennilega fæstir sem hafa enga skoðun á ESB. Forseti sem  tæki ekki afstöðu til ESB væri þannig forseti minnsta hópsins, samkvæmt röksemdum Þóru. Auk þess á forsetinn ekki að láta stjórnast af hans eigin skoðun þegar hann ákveður hvort vísa eigi hinu eða þessu málinu í þjóðaratkvæði.

Ef við hinsvegar gefum okkur að Þóra hafi meint að forsetinn megi taka afstöðu, hvort sem er með eða á móti ESB, en megi ekki gefa hana upp. Ef forsetinn lætur sína eigin afstöðu stjórna sínum athöfnum, skiptir þá einhverju  máli hvort hann leyni henni eða opinberi hana? Er hann þá ekki samt sem áður aðeins forseti þeirra sem eru sammála honum, en siglir þá undir fölsku flaggi?

Theódór Norðkvist, 5.6.2012 kl. 10:42

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einföld netleit afhjúpar fljótt að Ásmundur er að segja ósatt. Þessi frétt sem hann vísar til er frá 5. janúar 2010 og segir vissulega að Fitch hafi lækkað lánshæfismat landsins vegna Icesave.

Hinsvegar hækkar sama matsfyrirtækið lánshæfismatið aftur í maí 2011, samkvæmt þessari frétt. Horfur fara úr neikvæðum í stöðugar og rökin eru að Icesave höfnunin hafi ekki lokað fyrir lánalínur.

Rökin fyrir því að lækka okkur í ruslflokk voru einmitt að Icesave synjunin myndi loka á fjármagnsflæðið til landsins. M.ö.o. þá viðurkennir Fitch að þeir hafi haft rangt fyrir sér í forsendum sínum þegar þeir lækkuðu okkur í ruslflokk.

Theódór Norðkvist, 5.6.2012 kl. 11:02

27 Smámynd: Elle_

Alveg er það ótrúlegt að lesa blekkingar og brenglanir þessa manns sem kallar sig Ásmund og berst á fullu í landsölunni með Jóhönnu og Össuri.  Hann kennir forsetanum um ljótu verk þeirra og ICESAVE vörn hans er löngu orðin hlægileg.  Og var samt ekki við neinu öðru að búast frá honum.  Gunnar lýsti honum vel í lokin og var þó vægur.  Koma tímar koma ráð gegn þessu liði í apríl og ekki svo langt í það.  Ísbirnirnir hans Seiken væru skárri við stjórnvölinn.

Elle_, 5.6.2012 kl. 11:09

28 identicon

Theodór, það skiptir engu máli í þessu sambandi þó að lánshæfsimatið hafi verið lækkað í ruslflokk þegar ÓRG setti Iceasve II í þjóðaratkvæði. Það var þess vegna enn í ruslflokki þegar hann boðaði til þjóðaratkvæðis með Ivesave III.

Aðalatriðið er að lánshæfismatið lækkaði vegna Icesave og hefði því hækkað aftur ef ÓRG hefði ekki sett Icesave III í þjóðaratkvæði eða þjóðin hefði samþykkt samninginn.

Hækkunin sem varð í mai 2011 var vegna þess að Steingrímur hafði farið á fund matsfyrirtækjanna til að gera þeim grein fyrir að eigur þrotabús Landsbankans myndu duga að mestu eða öllu fyrir skuldinni.

Þær upplýsingar ollu hækkun og hefðu einnig gert það ef Icesave hefði verið leyst þannig að við hefðum þá verið með hærra lánshæfismat.

Þetta breytir því engu um mikið fjarhjagstjón vegna þess að Iceave III var hafnað þó að erfitt sé að reikna hve mikið það er.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 13:45

29 Smámynd: Elle_

Ekkert nema blekkingar og ósannindi að nokkuð fjárhagstjón hafi orðið við að hafna kúgun og lögleysu.  Maður verður að vera Brusselsinni og líka óvanalega forhertur að halda slíku fram.  Það þarf ekki einu sinni að rökstyðja.

Elle_, 5.6.2012 kl. 14:58

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ásmundur, hvað er merkilegt við að fjármálaráðherrann sjálfur tali máli landsins (sem er hans embættisskylda og ekkert til að monta sig af) og bendi á það sem við baráttumenn gegn Icesave nauðguninni höfum sagt allan tímann.

Við höfum verið að bíða eftir því að Steingrímur J. áttaði sig loks á því í hvaða landi hann væri fjármálaráðherra og það var kominn tími til. Hann hefur sennilega dottið á hausinn og fengið heilahristing, en mér er sama hvað varð til þess að hann vaknaði, a.m.k. tímabundið.

Theódór Norðkvist, 5.6.2012 kl. 15:05

31 Smámynd: Elle_

Áttu annan ´Ási´?   FORSETINN lét heiminn vita að þrotabú bankans dygði fyrir einkaskuldinni sem kom ríkissjóði ekki við.  Já, Ólafur Ragnar Grímsson sem ´Ási´ er að kasta skít í að ofan vegna ´fjárhagstjóns´ og ætlar nú að hæla Steingrími fyrir verk forsetans, eins og Jóhanna og Steingrímur gera óspart.  Það getur vel verið að Steingrímur hafi seinna verið tilneyddur að segja það sama, eftir að hann datt á höfuðið.

Elle_, 5.6.2012 kl. 15:21

32 identicon

Theódór, áttu erfitt með lesskilninginn?

Ég hef ekkert verið að tala um hve merkilegt það hafi verið að Steingrímur fór á fund matsfyrirtækjanna. Ég benti aðeins á það sem skýringu á hækkun á lánshæfismatinu.

Þessar upplýsingar hefðu alltaf valdið hækkun svo að lækkunin vegna Icesave hefur ekki verið leiðrétt þó að Ísland sé ekki lengur í ruslflokki. Við erum enn allavega flokki neðar en við hefðum verið. ef Icesave III hefði ekki verið hafnað. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:42

33 Smámynd: Elle_

3 DÖGUM EFTIR ICESAVE3 ÞJÓÐARATKVÆÐIÐ 9. APRÍL, 2011. 
(Hvað sem Steingrímur nú kann að hafa loksins sagt seinna skiptir engu í samhenginu, hann var enn að tala um að semja um ICESAVE löngu seinna).


Mr Grimsson had refused to sign the latest repayment plan, triggering the referendum

Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson has said that the UK and the Netherlands will get back the 4bn euros (£3.5bn) they paid when Iceland's banking system collapsed in 2008.
UK ´will get Iceland money back´

Elle_, 5.6.2012 kl. 15:56

34 identicon

Elle, vertu ekki með þennan kjánaskap.

ÓRG fór ekki á fund matsfyrirtækjanna með gögn sem sýndu að Icesave yrði greitt af þrotbúi Landsbankans. Erlendar stofnanir bera auk þess lítið traust til ÓRG þó að margir erlendir skuldarar séu ánægðir  með hann vegna þess að þeir halda ranglega að hann hafi létt skuldum af íslenskum almenningi.

Það er af og frá eins og allir vita sem fylgjast með.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:56

35 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson,er sannur ættjarðarvinur,hann sundrar ekki Ásmundur! Í bágbornu ástandi þjóðarinnar eru það núverandi stjórnvöld,sem nota tækifærið til að knésetja þjóð ,,sína,, en Ólafur Ragnar er einn til varnar..... 20#, Hvernig skvetta menn eldi á bál? Hvað heitir þessi uppgötvun mín í sálfræðinni? Hugur þinn veit að hann reyndi að kæfa ófriðarbálið,það skilaði sér á táknmáli.

Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2012 kl. 23:31

36 identicon

Jésús Maríuson!

Ásmundur ofurfífl skrifaði:

"Þeir sem trúa að ÓRG geti sem forseti haft áhrif á hvort Ísland gangi í ESB virðast treysta á að hann muni ekki setja ESB-aðild í þjóðaratkvæði ef Alþingi hafnar henni eftir samþykkt þjóðarinnar."

Hversu veruleikafirrtur getur maðurinn orðið eiginlega?!?

Voru síðan einhverjir að gagnrýna mig fyrir að kalla hann geðsjúkling?? Hann er greinilega ekki í sama sólkerfi og við hin, það er nokkuð augljóst.

Þvílíkur heilaþvottur og aulagangur!!  Alltaf þegar maður heldur að Ásmundur hafi komist á sinn lægsta punkt, þá trompar hann þetta algjörlega enn og aftur.

Ég sé fyrir mér sturlaðan og slefandi geðsjúkling í spennitreyju, lemjandi hausnum við vegg og grenjar frussandi möntrurnar sínar. Einhvernveginn kemst hann samt í nettengda tölvu við og við.

Ásmundur, farðu þú að koma þér til sálfræðings og gerðu eitthvað í þínum málum. Þín veruleikafirring er orðin allsvakaleg og versnar með hverjum deginum.

Jésús fokking andskoti ertu kengbrjálaður rugludallur og apaköttur. Shit!!!

palli (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:14

37 identicon

Vitað var að bæði Kristján Eldjárn og Vigdís voru herstöðvaandstæðingar.

Herstöðvamálið klauf þjóðina í áratugi eins og ESB málið gerir núna. Hvað hefðu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, sem nú fylkja liði um Ólaf, sagt ef Kristján og Vigdís hefðu tekið fullan þátt í þeirri deilu?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:28

38 identicon

Herstöðvarmálið var nú ekkert miðað við ESB málið núna, enda gjörólíkt. Annars vegar seta herliðs á landinu og hins vegar að henda sjálfstæði, lýðræði og auðlindastjórn út um gluggann.

Langt frá því að það séu einungis sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem styðja Ólaf.

Taka fullan þátt? Forsetinn getur aðeins vísað málum í þjóðaratkvæði, sem fær mann til að spuglera um heift Samspillingarinnar og ESBsinna á móti Ólafi. Er sá réttur eitthvað sem ESBstóðið hræðist, og þá af hverju? Hvað er planið hjá pakkinu?

palli (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband