Ólýðræðislegum vinnubrögðum í VG harðlega mótmælt

Fulltrúar í stjórn VG mótmæla því harðlega hvernig staðið var að því innan flokksins að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn. Þeir telja óásættanlegt að breytingar á ráðherraskipan VG séu gerðar að fyrirmælum samstarfsflokksins í ríkisstjórn.

 

Mikil gagnrýni og reiði er uppi innan VG, ekki aðeins vegna brottreksturs Jóns heldur ekki síður vegna hins, hvers konar vinnubrögð voru viðhöfð innan flokksins. Ákvörðun af þessu tagi er þess eðlis að hún heyrir ekki aðeins undir þingflokk heldur einnig flokksráðið, en í 15 gr. flokkslaga segir: „Veigamiklar ákvarðanir um samstarf við aðra flokka, ríkisstjórnarþátttöku eða slit á slíku samstarfi tekur þingflokkurinn í samráði við flokksráð.“

 

Ekkert hafði frést af þessu máli frá því löngu fyrir jól því að flokksformennirnir héldu því algerlega leyndu fram á seinasta dag hvað til stæði. Hinn 9. desember hafði stjórn VG komið saman og tekið þar fyrir samskipti ráðherra ríkisstjórnarinnar og mögulegar breytingar á ráðherraskipan en í flokksstjórninni sitja 11 fulltrúar. Nú hafa  fjórir þeirra, þau Arndís Soffía Sigurðardóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Þórarinn Magnússon sent frá sér yfirlýsingu og vekja sérstaka athygli á því að á þessum stjórnarfundi 9. des. s.l. „kom fram eindreginn vilji til þess að ráðherrar flokksins tækju höndum saman og styrktu hver annan í störfum sínum.“  

 

Fæstum mun hafa komið til hugar að í svo alvarlegu og stórpólitísku ágreiningsmáli yrði flokksráð algerlega sniðgengið og stjórn flokksins boðuð til fundar með svo skömmum fyrirvara og við þvílíkar aðstæður að stór hluti stjórnarinnar ætti þess alls ekki kost að mæta á fundinum á næstsíðasta degi ársins vegna ófærðar og erfiðra samgangna eða en í tilkynningu fjórmenninganna segir m.a:

 

„Fundurinn er boðaður með sólarhrings fyrirvara og við þær aðstæður að nánast útilokað er fyrir stjórnarmenn á landsbyggðinni að komast til fundar.“

 

Athyglisvert er að bæði útvarpi og blöðum var því haldið fram að flokksráðið hefði verið kvatt saman til fundar. Það er hins vegar alrangt en forysta VG eða skrifstofa virtust enga tilraun gera til að leiðrétta þær frásagnir.

 

Jón Bjarnason sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gagnrýnir Steingrím  J. Sigfússon um leið og hann óskar ráðherrum velfarnaðar í störfum sínum og þakkar samráðherrum sínum fyrir samstarfið. Þar segir Jón m.a:

 

„Það er mér mikið áhyggjuefni hvernig formaður VG heldur hér á málum gagnvart samstarfsflokki sínum án þess að hlusta á lýðræðislegar stofnanir og grasrót Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

 

Ég tel að með þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir sé enn og aftur höggvið stórt skarð í þann trúverðugleika sem VG hefur haft sem stjórnmálahreyfing. Okkur sem stöndum vaktina fyrir hugsjónir VG bíður mikið og erfitt verkefni endurreisnar. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu og ég heiti á mitt stuðningsfólk að vinna að málefnum okkar og þeirri vinstristefnu sem hreyfing okkar hefur staðið fyrir allt frá stofnun. Á því þarf Vinstrihreyfingin grænt framboð og sá málstaður sem hún var stofnuð um nú meira að halda en nokkru sinni.

 

Einn af hornsteinum í stefnu VG er krafan um fullveldi Íslands og þar með afdráttarlaus andstaða við aðild að ESB. Við myndun meirihlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009 var um það samið milli flokkanna að virða skyldi ólíkar áherslur í þessu deilumáli. Atburðarásin sem síðan hefur átt sér stað sýnir okkur að þar fylgdi ekki hugur máli hjá þeim sem ötulast berjast fyrir aðild að ESB. Nú er svo komið að þrír af þingmönnum VG hafa gengið út og mér sem ráðherra er vikið úr embætti fyrir að vilja gæta vel að hagsmunum Íslands í þessum málum.“

 

Fulltrúar í stjórn VG mótmæla því harðlega hvernig staðið var að því innan flokksins að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn. Þeir telja óásættanlegt að breytingar á ráðherraskipan VG séu gerðar að fyrirmælum samstarfsflokksins í ríkisstjórn.

 

Mikil gagnrýni og reiði er uppi innan VG, ekki aðeins vegna brottreksturs Jóns heldur ekki síður vegna þess, hvers konar vinnubrögð voru viðhöfð innan flokksins. Ákvörðun af þessu tagi er þess eðlis að hún heyrir ekki aðeins undir þingflokk heldur einnig flokksráðið, en í 15 gr. flokkslaga segir: „Veigamiklar ákvarðanir um samstarf við aðra flokka, ríkisstjórnarþátttöku eða slit á slíku samstarfi tekur þingflokkurinn í samráði við flokksráð.“

 

Ekkert hafði frést af þessu máli frá því löngu fyrir jól og flokksformennirnir héldu því algerlega leyndu fram á seinasta dag hvað til stæði. Hinn 9. desember hafði stjórn VG komið saman og tekið þar fyrir samskipti ráðherra ríkisstjórnarinnar og mögulegar breytingar á ráðherraskipan en í flokksstjórninni sitja 11 fulltrúar. Nú hafa  fjórir þeirra, þau Arndís Soffía Sigurðardóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Þórarinn Magnússon sent frá sér yfirlýsingu og vekja sérstaka athygli á því að á þessum stjórnarfundi 9. des. s.l. „kom fram eindreginn vilji til þess að ráðherrar flokksins tækju höndum saman og styrktu hver annan í störfum sínum.“  

 

Fæstum mun hafa komið til hugar að í svo alvarlegu og stórpólitísku ágreiningsmáli yrði flokksráð algerlega sniðgengið og stjórn flokksins boðuð til fundar með svo skömmum fyrirvara og við þvílíkar aðstæður að stór hluti stjórnarinnar ætti þess alls ekki kost að mæta á fundinum á næstsíðasta degi ársins vegna ófærðar og erfiðra samgangna eða eins og segir í tilkynningu fjórmenninganna:

 

„Fundurinn er boðaður með sólarhrings fyrirvara og við þær aðstæður að nánast útilokað er fyrir stjórnarmenn á landsbyggðinni að komast til fundar.“

 

Athyglisvert er að bæði útvarpi og blöðum var því haldið fram að flokksráðið hefði verið kvatt saman til fundar. Það er hins vegar alrangt en forysta VG eða skrifstofa virtust enga tilraun gera til að leiðrétta þær frásagnir.

 

Jón Bjarnason sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gagnrýnir Steingrím  J. Sigfússon um leið og hann óskar ráðherrum velfarnaðar í störfum sínum og þakkar samráðherrum sínum fyrir samstarfið. Þar segir Jón m.a:

 

„Það er mér mikið áhyggjuefni hvernig formaður VG heldur hér á málum gagnvart samstarfsflokki sínum án þess að hlusta á lýðræðislegar stofnanir og grasrót Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

 

Ég tel að með þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir sé enn og aftur höggvið stórt skarð í þann trúverðugleika sem VG hefur haft sem stjórnmálahreyfing. Okkur sem stöndum vaktina fyrir hugsjónir VG bíður mikið og erfitt verkefni endurreisnar. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu og ég heiti á mitt stuðningsfólk að vinna að málefnum okkar og þeirri vinstristefnu sem hreyfing okkar hefur staðið fyrir allt frá stofnun. Á því þarf Vinstrihreyfingin grænt framboð og sá málstaður sem hún var stofnuð um nú meira að halda en nokkru sinni.

 

Einn af hornsteinum í stefnu VG er krafan um fullveldi Íslands og þar með afdráttarlaus andstaða við aðild að ESB. Við myndun meirihlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur vorið 2009 var um það samið milli flokkanna að virða skyldi ólíkar áherslur í þessu deilumáli. Atburðarásin sem síðan hefur átt sér stað sýnir okkur að þar fylgdi ekki hugur máli hjá þeim sem ötulast berjast fyrir aðild að ESB. Nú er svo komið að þrír af þingmönnum VG hafa gengið út og mér sem ráðherra er vikið úr embætti fyrir að vilja gæta vel að hagsmunum Íslands í þessum málum.“

Vinstrivaktin færir lesendum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stalín er ekki hér, eða hvað"

Maður á bar ekki eitt einast orð yfir foringjaræðinu og lýðræðisleysinu og skaðræðislegu einræði þessa formanns sem hreinlega mígur ítrekað yfir kjósendur sína og grasrót flokksins, eins og hú leggur sig!

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 18:27

2 identicon

Hvernig svo sem staðið var að brottvikningu Jóns Bjarnasonr þá var hún brýn og hefði átt að eiga sér stað fyrir löngu.

Schizofrenísk ríkissstjórn þarf á lækningu að halda. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp annað. Ruglið er búið að vara allt of lengi.

þetta kemur því ekkert við að einstaka þingmenn geti kosið í hverju máli eftir eigin sannfæringu. Ráðherra ber að sjálfsögðu skylda til að fylgja málefnasamningi ríkisstjórnarinnar.

Ráðherra sem treystir sér ekki til þess ber að víkja. Ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum er óhjákvæmilegt að láta hann fara.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 10:52

3 identicon

@ Ásmundur - Þú segir: "Ráðherra ber að sjálfssögðu skylda til að fylgja málefnasamningi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sem treystir sér ekki til þess ber að víkja. ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum er óhjákvæmilegt að láta hann fara"

Í málefnasamningi þessarar ríkisstjórnar var því miður ákvæði um að sótt yrði um aðild að ESB. Þrátt fyrir stefnu VG um að hagsmunum þjóðarinnar væri betur borgið utan ESB.

Þá var þetta málamiðlun að fólkið myndi fá að ráða þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En í málefnasamningnumn var líka ákvæði um að einstaka þingmenn eða ráðherrum VG væri heimillt að sýna andstöðu sína og sérstöðu í ESB málinu. En Samfylkingin hefur marg sinnis rofið þann þátt málefnasamningsins.

Einnig samfara umssókninni gerði Alþingi sjálft ýmsa fyrirvara við umsóknarferlið og hvernig að því skildi staðið og gengu Sjávarútvegsnefnd og Landbúnaðarnefnd lengst fram í þessum fyrirvörum Þingsins.

Samninganefnd, fagráðherrum og allri ríkisstjórninni bar því skylda til að virða þessa fyrirvara.

Jón Bjarnason fylgdi alltaf málefnasamningi þessarar ríkisstjórnar, en hann passaði vandlega að farið yrði eftir þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum.

Yfir því trylltist Samfylkingin sem ávallt vildi toga og teigja þessa fyrirvara og túlka þá þannig að þeir pössuðu að kröfum og reglum ESB samninganefndarinnar hverju sinni.

Jón var að sjálfssögðu ekki tilbúinn að kvika frá þessum lágmarks fyrirvörum Alþingis og þess vegna var hann að kröfu Samfylkingarinnar rekinn.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 12:53

4 identicon

Gunnlaugur, Steingrímur J og meirihluti þingmanna Vg vildu losna við Jón Bjarnason.

Einnig vildi mikill meirihluti stuðningsmanna flokksins að hann hætti skv skoðankönnun. Það er því óþarfi að blanda Jóhönnu í þessa ákvörðun sem er alfarið flokksins. Þó blandast engum hugur um að hún hafi fegin viljað vera laus við Jón.

Þú ruglar saman persónulegri afstöðu þingmanna, sem geta einnig verið ráðherrar, og starfsskyldu ráðherra í ríkisstjórn. Það er að sjálfsögðu alltaf skylda ráðherra að láta ráðuneyti sitt framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar.

Ef það er of erfitt fyrir ráðherra vegna persónulegrar afstöðu hans hefur hann engan annan kost en að segja af sér. Ef hann vanrækir þessu skyldu sína og þumbast við er ekki annað inni í myndinni en að láta hann fara.

Þetta er að mínu mati of augljóst til að hægt sé að deila um það af einhverju viti.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:05

5 Smámynd: Elle_

NEI, við skulum endilega blanda Jóhönnu og co. í málið og fullkomlega sammála Gunnlaugi.  Jóhanna lagði Jón í pólitískt og opinbert einelti fyrir Brussel-brjálæðið alla hans tíð í embætti.  Jóhanna er SEK.  Steingrímur og hluti VG líka.  Ögmundur stóð ekki einu sinni gegn ´STALÍNISTUNUM´.

Elle_, 1.1.2012 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband