Alan Greenspan: Evran dæmd til að falla!

Evran, sem efst er á óskalista Jóhönnu og Össurar til handa okkur Íslendingum, er ekki í miklu áliti hjá Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Greenspan gjörþekkir fjármálakerfi heimsins af langri reynslu og hikar ekki við að kveða upp dauðadóm yfir evrunni sem Samfylkingarráðherrarnir ímynda sér að öllu muni bjarga á Íslandi. Nánar tiltekið sagði Greenspan skv. frétt mbl.is í viðtali á CNBC-sjónvarpsstöðinni "að evrusvæðið væri dæmt til þess að falla vegna mikils munar á Norður- og Suður-Evrópu.

„Í upphafið, við stofnun evrunnar árið 1999, var gert ráð fyrir því að hagkerfi Suður-Evrópu innan evrusvæðisins myndu haga sér eins og þau í Norður-Evrópu, að Ítalía myndi haga sér eins og Þýskaland. Sú varð ekki raunin heldur fór það svo að Norður-Evrópa fór að greiða fyrir umframneyslu Suður-Evrópu,“ segir Greenspan.

Greenspan spáir því að þegar kreppan tekur að dýpka hætti flæði verðmæta frá Norður- til Suður-Evrópu og þá minnki um leið lífsgæði fólks í Suður-Evrópu.

Að hans mati hefði verið heppilegra ef þau hagkerfi Evrópu sem eru líkari hvert öðru hefðu staðið að sameiginlegu myntsvæði."


mbl.is Evran dæmd til að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afskaplega er erfitt að spá í stöðuna. Allan Greenspan er ameríkani. Hvaða gjaldmiðill er notaður þar og sem á í miklum erfiðleikum. Evran stendur betur að vígi en dollar í dag og þetta er ekkert annað en "própaganda" af USA hálfu.

Það er bannað að gleypa allt hrátt, sem sagt er í pólutík.

Trúið þið öllu sem Steingrímur J. segir? Eða hvað? HALLÓ!!!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: Snorri Hansson

Nei ég trúi um það bil 5%.

Snorri Hansson, 31.10.2011 kl. 03:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Greenspan veit væntanlega hvað hann segir af því að það var hann sem stútaði dollarnum og er í raun höfundur þessarar kreppu þegar öllu er á botninn hvolft.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2011 kl. 08:39

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki trúi ég Steingrími!

Sigurður Haraldsson, 31.10.2011 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband