Eldmessa Gordon Brown: hundskammar leiðtoga ESB

Stærstu tíðindi helgarinnar eru grein fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown. Menn sem ákalla evruna nótt sem nýtan dag, íslenska ESB-liðið undir forystu Össurar, Árna Páls og Þorsteins Pálssonar, ættu að lesa þessa grein þrívegis og sjá til hvort þeir gætu kannski losað eilítið um þráhyggjuna sem heltekur þá.

 

Önnur eins skammargrein frá manni sem til skamms tíma var einn af æðstu forystumönnum ESB hefur ekki lengi sést. Fyrirsögn greinarinnar segir strax hvað Brown er efst í huga: „Europe is still burying its head in the sand.“ Evrópa er enn að stinga höfðinu í sandinn. Hann byrjar síðan greinina á að líkja þeim Angelu Merkel, Sarkozy forseta og öðru æðsta forystuliði ESB við stjórnmálamenn „sem aldrei láta sér úr greipum ganga að missa af tækifæri.“ Brown vísar hér til fundar æðstu manna evrusvæðisins í s.l. mánuði. Þar hafi þeir fengið sögulegt tækifæri en misst marks.

 

„Nú getur enginn símafundur um helgina komið í veg fyrir fjármálafyrirtækja-, þjóðhags- og ríkisfjármálakreppu. Við hana verður ekki tekist án róttækrar endurskipulagningar banka í Evrópu á evru-svæðinu og utan þess. Aðgerðirnar munu nær örugglega kalla á afskipti G2O-ríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ skrifar Brown.

 

Hann skellir skuldinni óhikað á leiðtoga evrusvæðisins: „Jafnvel nú eiga þeir erfitt með að skilja hvernig efnahagsstefna evrusvæðisins kæfir hagvöxt, kemur í veg fyrir efnahagsbata og gerir Evrópu illa samkeppnishæfa á heimsvísu.“

 

Þannig talar maður sem veit hvað hann syngur. En á Íslandi höfum við ráðherra efnahagsmála, Árna Pál, sem harmaði mjög í nýlegu blaðaviðtali að Íslendingar hefðu enn ekki tekið upp evru.


mbl.is „Evru-ríkin misstu af tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband