Þjóðverjar ná því nú sem þeim mistókst að ná í tveimur heimsstyrjöldum

„Angela Merkel þarf að finna leið til að segja þjóð sinni að Þýskaland sé um það bil að ná þeim markmiðum sem þeim mistókst að ná í tveimur heimsstyrjöldum en það muni þó kosta Þjóðverja nokkurt fé. Hún þarf einnig að finna leið til að segja löndum sínum þetta án þess að við hin tökum eftir því. Aðrir þjóðarleiðtogar í ESB þurfa svo að finna út úr því hvernig þeir geta sagt sínum kjósendum að verðið sem greiða þurfi fyrir áframhald evrusamstarfs sautján ríkja sé varanlegt þýskt forræði auk strangrar efnahagsstjórnar sem því fylgir.“

 

Anthony Coughlan, írski hagfræðingurinn, sem hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í vor,  kemst þannig að orði í tilefni af nýlegum fundahöldum ESB um vandamál evrusvæðisins. Mikla athygli vakti á dögunum þegar Angela Merkel kallaði á Frakklandsforseta til fundar við sig til að ræða um vandamál evrusvæðisins en síðan var sameiginleg tillaga þeirra tveggja lögð fyrir leiðtogafund ESB og evruríkjanna daginn eftir til formlegrar afgreiðslu.

 

Það verður æ ljósara með hverjum deginum sem líður að evruríkin eru milli steins og sleggju og neyðast til að velja á milli þess að evrusamstarfið leysist upp eða hins að framselja fullveldisréttindi sín enn frekar. Í þetta sinn yrði það stjórn efnahags- og fjármála sem færast myndi í hendur ESB og Evrópska seðlabankans.

Sautján ESB ríki mynda evrusvæðið en tíu standa utan við. Flest bendir til þess að samstarf þessara tveggja ríkjahópa muni þróast enn frekar á ólíkan veg þar sem samruninn og miðstýringin yrði miklu víðtækari í evruhópnum. Þar hafa Þjóðverjar tekið aðalhlutverkið að sér með Frakka sem helsta mótleikarann en önnur ríki eru dæmd til að verða í aukahlutverkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri auðvitað hræðilegt fyrir Grikkland að fá þýskan aga í sína efnahagsstjórn.

Þorgils Oddsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 15:28

2 identicon

Þetta eru ótrúlega ómerkileg ummæli sem hér eru höfð eftir írskum hagfræðingi. Ef rétt er eftir haft er skilningsleysi hans á sögunni algert. Hvað á árásarstríð Hitlers á Pólland, Sovétríkin, Frakkland og fleiri lönd sameiginlegt með utanríkisstefnu Þýskalands í dag?Nákvæmlega ekkert. Vonandi á umræðan ekki eftir að vera á þessum nótum fraaamvegis.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 15:51

3 identicon

@ Þorgils Oddsson -

Já það væri hræðilegt fyrir Grikkland og Gríska þjóð að vera undir Þýskri Efnahagsstjórn mörg þúsund kílómetra í burtu og innan við 0,5% af Grikkjum skilur þýsku og innan við 0,6% af þjóðverjum skilur Grísku.

Þar á ofan er haf og himinn á milli Grísks og þýsks menningarheims, þó svo að ég meti báða mikils.

Grikkir þurfa að ná sínum vopnum og segja sig frá Evrunni og úr ESB og taka stjórn og ábyrgð á sínum málum sjálfir. Þannig myndi þeim farnast sem best.

Þýskar nýlendur hafa alltaf í mannkynssögunni verið kúgaðar og undir stífum reglum og járnhæl Þjóðverja.

Það myndi ekkert breytast þar !

Að segja hér að Grikkir hefðu bara gott af því að beigja sig undir Þýska stálið er bara ekki sá tebolli sem Grikkir myndu sætta sig við.

Svona á svipuðum nótum eins og þú talar hér nú töluðu reyndar sumir, rétt fyrir Seinni Heimsstyrjöldina þegar yfirgangur og landakröfur Nasistastjórnar Hitlers í Evrópu voru í algleymi !

Þeir hefðu bara gott af því að fá yfir sig þýskan aga og sterka þýska efnahagsstjórn !

ESB ELÍTUVALDIÐ og þeirra miðstýrða óréttlæti sem nýtur að mestu forræði þýskra er lítið skárra en einræði Þýskra NASISTA !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 16:03

4 identicon

Peningar notaðir í staðin fyrir vopn efnahagsböðlar fegnir í verkið sem hagnast vel sjálfir spilltir pólitíkusar og fjármálamenn.Ísland varð fyrir efnahagsárás og í framhaldinu sótt um esb inngöngu, stór hópur græddi vel á að taka þátt í aðförini.Hvað skyldi hafa orðið af öllum milljörðunum sem elítan lánaði sjálfri sér úr bönkum og sparisjóðum gegn ótryggum veðum og skattgreiðendur eiga að borga nú hlýtur að vera hægt að rekja slóðina eða er þeim sem fegnir voru til að rannsaka málin skipað að horfa framá vegin og vera ekkert að horfa í baksýnisspegilin?Annars gætu þeir kannski misst vinnuna?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 16:24

5 identicon

"Þjóðverjar ná því nú sem þeim mistókst að ná í tveimur heimsstyrjöldum".

"ESB ELÍTUVALDIÐ og þeirra miðstýrða óréttlæti sem nýtur að mestu forræði þýskra er lítið skárra en einræði Þýskra NASISTA !"

 Þetta eru aldeilis málefnalegar fullyrðingar eða hitt þó heldur...

Badu (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 20:52

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Slíkur áróður er í takt við áróður öfgahægrimannsins sem nú situr í fangelsi í Þýskalandi.

Af þessum sökum er það þessum vef til lítillar sæmdar að birta slíkt níð.

Hversvegna tala þá menn ekki einnig um draum Napoleons Bonaparte um Evrópu undir stjórn Frakka?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.7.2011 kl. 08:39

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Æi Guðbjörn.

Ekki svona áróðurs leiðinda skítkast þú getur þá bara sjálfur verið skyldur þessum Últra hægri manni frá Noregi.

Svona skítlegar ásakanir eru langt undir beltisstað !

Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband