Umsögn og umsögn

Inn á milli umsagna og svokallaðra umsagna um tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn að ESB til baka er að finna margt merkilegt og enn fleira undarlegt. Þegar ég skautaði yfir þetta umsagnaflóð vakti þetta einna mesta athygli mína:

„Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga fundaði um helgina og komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki umboð sinna aðildarfélaga til að senda frá sér umsögn um þetta mál.“

Ég hnaut ekki um þetta vegna þess að hér sé eitthvað óeðlilegt á ferðinni, nei, þvert á móti hér er afar smekklega og rökrétt komist að orði. Auðvitað dettur stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga ekki í hug að hafa opinbera skoðun á þessu máli – hvað þá senda Utanríkismálanefnd pappíra þar um.

Þessi afstaða stjórnar BÍL hlýtur að kasta óþægilegum skugga á fíflaganginn í t.d. stjórn Rithöfundasambandsins sem telur sig hafa umboð til þess að fetta fingur út í þessa tillögu utanríkisráðherra. Hitt er líka umhugsunar virði, hvað fær stjórn BÍL til að senda inn þessa tilkynningu (og stjórn RSÍ sína „umsögn“)?

Hver er að kalla eftir pólitískri afstöðu hjá þessum aðilum í máli sem er jafn umdeilt og raun ber um vitni? Hver óskar eftir því að bandalag íslenskra áhugaleikfélaga um allt land hafi samræmda skoðun á einstaka tillögu um þetta stóra mál? Hver er svo óforskammaður – eða vitlaus? - gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta minnir mig á þegar ASI sendi inn umsög her um árið og mælti með umsókninni um ungöngu í ESB. ASI hefði ekkert umboð frá neinum aðildarfélögum á þessum tíma. Það eitt veit ég því að ég sendi öllum aðildarfélögum bréf og svöruðu menn að þetta yrði hver og einn félagsmaður að svara fyrir sig.

Valdimar Samúelsson, 2.5.2014 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband