Vaxandi andstaða við ESB-kerfið innan Evrópusambandsins

(Greinargerð Hjörleifs Guttormssonar til utanríkismálanefndar, sbr. http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1375005

Fáum sem horfa hlutlægt á þróun Evrópussambandsins eftir gerð Lissabonsáttmálans  dylst að hún gengur í öfuga átt við vilja meirihluta almennings í aðildarríkjum sambandsins.

Ástæðurnar eru margþættar, en ekki síst ólýðræðislegt stjórnkerfi sambandsins og gífurlegt atvinnuleysi, ekki síst meðal ungs fólks á Evrusvæðinu. Vantrú almennings á ESB birtist m.a. í lítilli þátttöku í kosningum til Evrópuþingsins, sem síðast þegar kosið var reyndist að meðaltali aðeins 43% atkvæðisbærra manna í aðildarríkjunum og fór niður í um 20% þar sem hún var minnst.

Fátt bendir til að á þessu verði breyting í kosningum til þingsins nú í vor (22.‒25. maí), en þó kann framboð margra framboða sem eru í andstöðu við meginstefnu ESB að ýta undir þátttöku. Slík andstaða við ESB-kerfið hefur nýlega mælst með 23% stuðning í Frakklandi, 30% í Hollandi og um 20% í Bretlandi. Kemur hún bæði frá hægri og vinstri og á einnig sterkan hljómgrunn í rótgrónum ríkjum á meginlandinu sem samningslega eru tengd ESB.

Þar talar skýru máli niðurstaða nýlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss, þar sem meirihluti kjósenda hafnaði óheftum fólksflutningum. Það er ekki aðeins söguleg niðurstaða fyrir Sviss, heldur að margra mati sterk aðvörun til Evrópusambandsins í heild. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þar talar skýru máli niðurstaða nýlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss."

Skýru máli? Þvaður hjá Hjörleifi. 50.2% sögðu JÁ við SVP Initiative. En margir misskildu spurninguna, í dag hefði hún engan sjans. 

27% af íbúum Sviss eru útlendingar. Það er landsins mikli styrkleiki.

Skrifað í Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband