Broslegt einangrunartal

Það eru til ákveðin rök fyrir því að Ísland gangi í ESB og önnur rök, talsvert sterkari reyndar, gegn því að gera svo. En það broslegasta í þessari umræðu er þegar ESB sinnar hampa þeirri klisju að þeir séu alþjóðasinnar og allir sem ekki vilja ganga í ESB séu eingangrunarsinnar sem aðhyllist tolla, höft og múra.

Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er fyrst og síðast skíðgarður um gömlu Evrópu, tollamúr og aflokun þeirra landa sem innan ESB eru. Sú var tíðin að í okkar heimshluta var litið svo á að Evrópa væri allur heimurinn - en síðan eru óvart liðin 500 ár. Vöxtur í efnahag samtímans er ekki í Evrópu heldur fyrst og fremst í Asíu og Afríku. Tilraunir Evrópuþjóða til að ráðskast með heiminn eins og þær lengi gerðu eru í dag næsta broslegar eins og við sjáum vel í Úkraínu. Þar kristallast vel fjörbrot heimsvaldastefnu sem leggur skottið millum lappanna áður langt um líður.

En Rússar og Kínverjar eru svo vondir - segja ESB sinnar! Ætlum við Íslendingar virkilega að styðja þau illu heimsveldi. Svarið er einfaldlega nei, Ísland á ekki að styðja mannréttindabrot, hvorki hjá Kínverjum, Rússum eða öðrum. En það er kannski svolítið oflæti í því fólgið að ætla að þvinga megi mannréttindum upp á Kínverja með því að Íslendingar hóti að hætta þar viðskiptum. Það er annað ef að alþjóðleg samstaða skapast um aðgerðir gegn því landi eða öðrum en slíkt er nú ekkert á dagskrá þessa dagana. Ísland á hvorki að vera leppríki Rússa, Kínverja né ef út í það er farið Færeyinga! Mikilvægast í viðskiptum okkar er að dreifa þeim og eiga þar vinsamleg en óbundin samskipti við allar helstu viðskiptablokkir heims og smáríkin líka.

Íslenskir einangrunarsinnar vilja loka Ísland inni í þröngum og næsta loftlitlum skáp ESB. Á sama tíma er heimurinn er allur að opnast okkur og það er ekkert að óttast svo lengi sem við leggjum ekki öll eggin í sömu körfu. /-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 10:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega alrangt. Andstæðingar Evrópusambandsins virðast bókstaflega ekkert geta haft rétt. Þið fengjuð núll á öllum prófum ef þið gætuð aldrei haft neitt rétt.

Staðreyndin er að með aðild ríkja að ESB hefur opnast fyrir viðskipti við 3. lönd vegna þess að ESB hefur viðskiptasamning við nánast alla.

Það ætti ekki að þurfa að segja fólki þetta sérstaklega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 13:05

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það má taka undir allt í pistlinum hér að ofan, en athugasemd nr 2 er óbeysin.  Þar gætir t.d. þeirrar rangtúlkunar að setja jafnaðarmerki á milli andstöðu við ESB og andstöðu við að deila fullveldi Íslands með 28 aðildarþjóðum ESB.  Það er full ástæða til að óska ESB góðs efnahagsbata, því að evruland virðist nú vera að sökkva í fen verðhjöðnunar, sem er stöðnunarástand, sem erfitt er að komast út úr.  Þetta hefur slæm áhrif á útflutningstekjur Íslands, nema leitað verði nýrra markaða.   

Urðu ekki Íslendingar á undan ESB að gera viðskiptasamning við Kínverja ?  Gerð viðskiptasamnings ESB og BNA gengur brösuglega.

Bjarni Jónsson, 6.4.2014 kl. 13:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eh nei. Að sjálfsögðu var ESB langt á undan enda verslun við Kína mest á eftir verslun við USA. Ísland á hinvegar nánast enga verslun við Kína og ekki neinn fríverslunarsamningur í gildi þeirra á millum og þó hann tæki einhverntíman gildi er þetta mest sýndarmennska. Öll megin viðskipti í Ísland eru við ESB í gegnum Evrópska Efnahagssamninginn og hann byggði á fríverslun við evrópu (EFTA) sem kunnugt er.

Hættið svo að bulla.

Að fólk haldi það, að því er virðist í alvöru, að eitthvað 300.000 hræður í ballarhafi geti gert fríverslunarsamninga sitt á hvað á sama leveli og ESB - er barasta heimska. Ekki boðlegt.

Já já, þá segja einangrunarsinnar og bera fyrir sig forsetann: En innbyggjar eru svo genatískt frábærir samningamenn og fjármálasnillingar. Stofninn er svo sterkur etc. - þá er því til að svara, að þessari hugmyndafræði hefur ekkert ríki haldið uppi síðan á 4. áratug 20. aldar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 14:14

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það ætla ég rétt að vona að Ómar Bjarki Kristjánsson fái greitt fyrir skrif sín í þágu ESB... 

Kolbrún Hilmars, 6.4.2014 kl. 15:05

6 identicon

Íslenskir einangrunarsinnar vilja loka Ísland inni í þröngum og næsta loftlitlum skáp þar sem helst ekkert samband er haft við hin hræðilegu útlönd.

Íslenskir einangrunarsinnar hræðast það mest að þurfa að gefa eitthvað eftir, að fullveldinu sé ógnað séu samningar ekki að öllu leiti og eingöngu á okkar forsendum og að samvinna og samstarf skerði fullveldið.

Íslenskir einangrunarsinnar þola engar málamiðlanir.

Íslenskir einangrunarsinnar telja þjóðina ekki fullvalda nema hún þurfi ekkert tillit að taka til annarra þjóða og geti hagað sér eins og hún sé ein í heiminum.

Ufsi (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 18:02

7 Smámynd: Elle_

Ekkert samband við hvaða hræðilegu útlönd viljið þið íslensku einangrunarsinnarnir ekki, Ufsi?

Elle_, 6.4.2014 kl. 19:09

8 Smámynd: Elle_

Við vitum þið viljið bara náið samband við litla einangraða álfu - langt frá veröldinni - eins og mætur maður í Færeyjum sagði fyrir skömmu.  Það ætti að svara spurningunni minni, þið viljið ekkert með heiminn hafa.

Elle_, 6.4.2014 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband