Getur ekki gengið til Berlínar að mótmæla!

Friðsamleg mótmæli borgara gegn stefnu yfirvalda eru mikilvægur öryggisventill lýðræðis. Íslendingar hafa dýrmæta reynslu af mótmælum þar sem búsáhaldabyltingin er og til þeirra aðgerða hefur verið horft víða um heim. Þar gat íslenskur almenningur staðið framan við valdhafana, dag hvern og látið til sín heyra. Áhrifin urðu talsverð - burtséð frá því hvort vinstri stjórnin sem þá komst til valda stóð undir væntingum.

spanai2a

Það er afar hæpið að mótmælin hefðu haft sömu áhrif ef þau hefðu farið fram í Garðabæ eða Djúpavogi, jafnvel þó fjölmennari hefðu verið. Það er einmitt þessi beina nálgun við stjórnvöld sem er mikilvægur. Þegar mótmælendur standa framan við bygginguna þar sem ákvarðanir eru teknar þá hefur það áhrif þó ekki sé þar með sagt að kröfuspjöld mótmælenda séu rituð athugasemdalaust í rauðskinnur valdsins.

Á Spáni hafa milljónir mótmælt að undanförnu, dögum og vikum saman. Margir mótmælenda hafa komið fótgangandi langa leið til Madridborgar til þess að láta í sér heyra en vita samt sem er þeir eru ekki allskostar á réttum stað. Kona nokkur segir þar í samtali við fréttastöðina RT.com að hún "...sé í Madrid að mótmæla því hún geti ekki gengið til Berlínar eða Brussel."(http://rt.com/news/spain-protest-cuts-crisis-509/). Mótmælendur vita sem er að stjórnvöld í Madríd geta ekki orðið við kröfum þeirra því til þess hafa þeir ekkert vald. Vonir manna eru í besta falli að hafa áhrif á það hvaða kröfur spænsk stjórnvöld gera gagnvart hinu raunverulega valdi í Evrópu.

Með tilfærslu valds hafa borgarar á Spáni í raun veru ekki lengur þá aðkomu til  að geta mótmælt, valdið er í Brussel og Berlín eins og mótmælendur benda á. Það verður augljósara með hverjum mánuði hvernig Norður Evrópa er að mergsjúga vald, auð og kraft álfunnar og eftir standa hin fornu menningarríki Suður Evrópu í fátækt, eymd og áhrifaleysi. Atvinnuleysi á Spáni er nú yfir 25% og meðal ungs fólks gengur annar hver verkfær maður atvinnulaus.

http://rt.com/news/spain-protest-cuts-crisis-509/

http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7148, bls. 37


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínn pistill. Einmitt þess vegna eru ESB mótmælin á Austurvelli svo kjánaleg - í besta falli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 10:35

2 Smámynd: Elle_

Góður punktur frá Elínu.  Sæjuð þið þau í anda eftir að fullveldið yrði framselt?  Ætla þau þá að labba yfir sjóinn eða fljúga í hvert sinn?   Það yrði dýrt og oft.

Elle_, 5.4.2014 kl. 11:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat,en það verður sárt fyrir mörg þeirra er þau uppgötva himnaríki sitt fjarlægt heimtufrekt tillitslaust boðvald.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2014 kl. 12:56

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þarna er komið að kjarna málsins.  Þess vegna er talað um lýðræðislega slagsíðu á Evrópusambandinu, ESB.  Valdamiðstöðin í Brüssel, Berlaymont, ber enga ábyrgð fyrir almenningi í aðildarlöndunum, því að ESB-þingið er veikt, og valdhafar við Potzdamer Platz bera enga ábyrgð gagnvart íbúum sunnan Alpa og Pýreneafjalla.  Íslendingar mundu aftur lenda í þeirri stöðu, sem við lýði var frá 1262-1904, að þurfa að semja beiningabréf til kóngsa.  Nákvæmlega þetta er keppikefli aðildarsinna, svo öfugsnúið sem það kann að virðast.  Þeir hafa bitið í sig, að Íslendingar geti ekki stjórnað málum sínum bezt sjálfir, heldur séu búrókratar og ráðherraráð í Berlaymont betur til þess fallin.  Staðreyndir tala öðru máli í þessum efnum, en slíkar hrína ekki á þeim, sem tekið hafa trú.

Bjarni Jónsson, 5.4.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband