Eru nógu blóðugar hendur vorar?

Í Lissabonsáttmálanum, sem þeir ekki nenna að lesa sem vita þar margt óþægilegt sínum prívat sannleika, er grímulaust gert ráð fyrir Evrópusambandsher. Þar gerir Evrópusambandið beinlínis ráð fyrir því að það muni á komandi árum efla hernaðarmátt sinn og þar með úrræði til valdbeitningar. Þar til viðbótar er sérstaklega kveðið á um það í The Treaty on European Union, fertugustu og annarri grein, að stofnað verði til hers sem hafi það hlutverk að gæta hagsmuna bandalagsins í Evrópu og bara yfirleitt þar sem þurfa þykir. Allt er það sett fram á rósrauðu máli mannúðar og friðargæslu en þannig hefur nú líka NATO riðið um héruð í áratugi, drepandi saklaust fólk. Og vel að merkja, sambandið spyrðir sig afar „smekklega“ við NATO í öllu sínu hernaðarbrölti.

Við Íslendingar þurfum að spyrja okkur þeirrar grundvallar siðferðisspurningar hvort ekki séu nógu blóðugar hendur vorar af brölti NATO um heiminn svo við ekki vætum þær frekar með sama hætti í nafni Evrópusambandsins? Það eru ekki mörg ár liðin frá því hér var hrópað í miðborg Reykjavíkur: „Ekki í okkar nafni!“ og vildu menn þar fría sig frá ógeðslegri herför NATO austur í lönd. Þau hróp heyrðust ekki til Brussel þar sem það ógeðfelda apparat hefur sínar höfuðstöðvar. Í dag er jafn langt til Brussel og ekki hef ég heyrt neitt um það að menn getið hrópað hærra í dag en áður. Ég hef heldur ekki heyrt að við Íslendingar höfum – frá því við hrópuðum „Ekki í okkar nafni!“ – skipt um skoðun í því háleita sjónarmiði að vilja ganga friðsamlega um í heiminum og sleppa því að drepa fólk.

- gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Pakkasinnarnir" nenna aldrei að skoða pakkann, sem fyrir hendi er, svo sem sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, sem er EKKI samningsatriði ("not negotiable" með orðum framkvæmdastjórnar ESB), eða Rómarsáttmálann og Lissabon-sáttmálann. Jafnvel aðildarsáttmála Svíþjóðar og Finnlands (okkar yrði í öllum grundvallaratriðum nákvæmlega með sama móti) NENNA þeir ekki að skoða eða óttast að sjá þar óþægilegan sannleika eins og þann, að Evrópusambandslög eru forgangslög allra landanna þar og ef einhver landslaga-ákvæði rekist á ESB-lagaverkið, þá skuli ESB-lögin ráða. En þetta sést strax í fyrstu klausunum í aðildarsáttmála Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis, sem samþykktur var 1994, nema hvað norska þjóðin sneri þar á sína svikulu stjórnmálastétt og sagði NEI !

Höfum alltaf hugfast, að NEI getur verið fullkomlega virðingarvert, jafnvel það eina rétta, eins og hjá konu, sem hafnar kynmökum áleitins manns, og eins og við sögðum NEI við Icesave-svikasamningum arfaslakra ráðamanna okkar.

Jón Valur Jensson, 4.4.2014 kl. 10:45

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eruði að segja að Ísland hefði ekki átt að gerast aðili að Nató á sínum tíma??

Já já, Ísland hefði auðvitað átt að ganga í Sovétríkin!? Í Rástjórnarríki Stalíns. Einmitt.

Fariði nú að hætta þessu bulli. Maður hefði búist við að svokallaðir ,,andstæðingar Evrópusambandsins" hefðu hægt um sig eftir hlægilega fund heimssýnar á dögunum. Þvílíkur skrípaleikur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2014 kl. 11:20

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Var mikið um það að þjóðir "gengju í" Sovétríkin? Stóð það til boða?

Hvað var hlægilegt við fund Heimssýnar? Fólkið sem var þar? Var það annars flokks fólk? Og þá af hverju? Hvernig á maður að halda uppi vitrænni umræðu við mann eins og þig, Ómar Bjarki, sem gengur til umræðunnar fullur af hroka og sýnir viðmælendum lítilsvirðingu?

-gb.

Vinstrivaktin gegn ESB, 4.4.2014 kl. 12:35

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ráðstefnan var frábær, og það er mælikvarði á ágæti hennar, að æstur talsmaður missis íslenzks sjálfsforræðis* í hendur stórveldis gömlu nýlenduveldanna í Evrópu (––> http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1250643/ ) skuli tala svona gegn þeirri ráðstefnu.

En sjálfum mislíkar mér mjög hvernig skrifað var um NATO hér í pistlinum.

* T.d. yfir öllum tolla- og fríverzlunarsamningum, að ógleymdu æðsta löggjafarvaldi, dóms- og stjórnvaldi.

Jón Valur Jensson, 4.4.2014 kl. 12:37

5 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Það verður ekki á allt kosið, Jón Valur.

Þetta er málgagn vinstri manna í baráttu gegn ESB innlimun landsins. Og því von á að NATO fái smá skeinur.

En þakka þér linnulausa baráttu gegn ESB innlimun - hún er mikils virði og rýrnar ekki þótt við deilum ekki skoðunum á NATO.

- gb.

Vinstrivaktin gegn ESB, 4.4.2014 kl. 14:22

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála ykkur um nauðsyn samstöðunnar.

Og ég þakka marga góða pistlana hér - og upphaf pistilsins hér fyrir ofan.

Jón Valur Jensson, 4.4.2014 kl. 17:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Efst á baugi hjá mér er að losa okkur endanlega úr og frá Evrópubandalaginu. Er mikll munur á varnarher einstaka lands og bandalagi nokkurra þeirra sem hafa samskonar þjóðskipulag,þ.e. lýðræði og vilja styrkja með því varnir sínar. Veit ekki betur en öfgar þróist í báðar áttir og ekkert sjálfsagðara en treysta böndin með sameiginlegum her. Tortryggni leiðir af sér njósnir og með þeim getgátur um yfirvofandi árásir,ef einhversstaðar er vitað af æfingum og liðssafnaði herja,sem teljast óvinaher,en í dag er ógnin hryðjuverk,það tekur vafalaust tíma hjá ráðamönnum frjálsra ríkja að finna varnir gegn þeirri vá,en vitað er að forseti USA hljóp á sig í ákafa sínum að veita ráðningu þeim sem hann taldi ógna þeim. Ég sé ekki að Nato-yfirmenn séu bullandi blóðþyrstir,en af litlum neista verður oft mikið bál.-- Mé finnst ástæða til að vera hræddur við her ESB. fyrst og fremst.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2014 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband