Þrennt þarf til að endurvekja aðildarumsókn: vilja stjórnar, þings og þjóðar

ESB-sinnar halda þessa dagana dauðahaldi í þá blekkingu að málið snúist um hvort unnt væri að knýja fram þjóðaratkvæði um ESB þar sem orðalag spurningarinnar væri svo loðið og óljóst að fólk léti glepjast til að jánka því hvort ekki sé rétt „að klára viðræðurnar“. Að öðru jöfnu finnst flestum eðlilegast að „klára“ eða „ljúka“ því sem það tekur sér fyrir hendur. Spurning, sem þannig væri orðuð, er hins vegar í eðli sínu afar leiðandi og kallar fram jákvæð viðbrögð - jafnvel hjá þeim sem vilja alls ekki ganga í ESB.

 

Við vitum að samkvæmt öllum könnunum sem fram hafa farið seinustu fjögur árin vill mikill meirihluti þjóðarinnar alls ekki ganga í ESB. En fólk þarf einnig að átta sig á því að það er beinlínis skaðlegt fyrir þjóðina út á við og í samskiptum við ESB í framtíðinni ef ríkisstjórn landsins gerir samning við 27 aðildarríki ESB sem síðan er hafnað í þjóðaratkvæði. Það er einfaldlega skaðlegt fyrir litla þjóð ef tugþúsundir stjórnmálamanna í öðrum ríkjum uppgötva að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum árum saman. Reynslan í ESB sýnir að þjóð sem það gerir á undir högg að sækja eftir á - fyrir svo utan hitt að það er heimskulegt bruðl að sóa hundruðum milljóna króna af skattfé almennings í svo fáránlegt tiltæki.

 

Jafnframt er algerlega óraunhæft að ætlast til þess að gerður verði samningur um inngöngu í ESB ef ríkisstjórn landsins og meirihluti Alþingis eru andvíg inngöngu. Gamalreyndur forystumaður Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson, gerði þeirri fjarstæðu ágæt skil nýlega í grein í fréttablaðinu og tók þar svo til orða:

 

 Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB.“ Sighvatur bætti síðan við:

 

„Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri!

 

 Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.“

 

Ásmundur Einar Daðason, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins, benti einnig á þennan kjarna málsins á fundi á á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins s.l. fimmtudag með Cristian Dan Preda, þingmanni á Evrópuþinginu, og orðaði það svo:

 

„... stjórnarsáttmálinn, og þær samþykktir sem ríkisstjórnin hefur til grundvallar, segir ekkert um að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið heldur aðeins að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla ef viðræður verði hafnar á nýjan leik.“

 

Cristian Dan Preda tók það sérstaklega fram á þessum fundi að sér væri fullljóst að nýja ríkisstjórn hefði stöðvað viðræðurnar og bætti við um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu:

 

„Ekki liggur fyrir að hverju verði spurt eða hvenær slíkt þjóðaratkvæði kann að fara fram en svo virðist sem ekki sé rétt að gera ráð fyrir að það fari fram í nánustu framtíð.“

 

Í frásögn Morgunblaðsins undir fyrirsögninni: „Pólitískur vilji þarf að vera til staðar“  er sagt frá ræðu forsætisráðherra á þessum sama fundi:

 

„Sigmundur rifjaði upp hvernig stofnað var til umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið á sínum tíma. Fyrri ríkisstjórn hafi verið mynduð af stjórnmálaflokkum sem hefðu kynnt ólíka afstöðu til málsins fyrir kosningarnar 2009 en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ákveðið að leyfa umsóknina þrátt fyrir þá stefnu sína að hafna inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnin hafi síðan kynnt þá stefnu að ekki væri endilega ætlunin að ganga þar inn heldur aðeins að sjá hvað kynni að vera í boði.“

 

„Þetta hefur verið kjarninn í umræðum um inngöngu í Evrópusambandið undanfarin fjögur ár. Það hefur verið lítil umræða um hugsanlega kosti og galla þess að ganga í sambandið og hvað það snýst um - hvort það er eitthvað sem Ísland eigi heima í. Umræðan hefur snúist um það hvort við ættum að halda áfram viðræðum um það hvort við fáum eitthvert tilboð frá Evrópusambandinu og sömuleiðis einnig um það hvort innganga í sambandið væri lausn á núverandi stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði hann.

 

Sigmundur sagðist vera þeirrar skoðunar, sem og ríkisstjórn hans, að þetta væri ekki rétta nálgunin þegar sótt væri um inngöngu í Evrópusambandið. Líkt og þingmenn á Evrópuþinginu og aðrir fulltrúar Evrópusambandsins og ríkja innan þess hefðu ítrekað vakið máls á þá snerist slík umsókn um það að umsóknarríkið gerðist aðili að því sem sambandið byggðist á og fylgdi lögum þess og reglum. Ekki væri um að ræða viðræður um samruna Evrópusambandsins og Íslands á jafnréttisgrunni. „

 

„Fyrir vikið tel ég að fara þurfi fram umræða hér á landi um það hvað Evrópusambandið raunverulega snýst um og hvort það sé eitthvað sem Íslendingar vilji verða hluti af eins og það er,“ sagði hann ennfremur. Það væri vitanlega hægt að fá aðlögunarfresti og annað slíkt en ríki sem ætlaði að sækja um inngöngu í sambandið þyrfti að vera skuldbundið til þess að ganga þar inn og fylgja reglum þess og sáttmálum. Sama ætti við um ríkisstjórn slíks ríkis sem þyrfti ennfremur að hafa nauðsynlegan stuðning þjóðarinnar á bak við sig.““

 

Að ræðu sinni lokinni þurfti Sigmundur forsætisráðherra að yfirgefa fundinn en vísaði hugsanlegum fyrirspurnum til Ásmundar E. Daðasonar, sem jafnframt þingmennsku er formaður Heimssýnar, og tilkynnti Sigmundur fundarmönnum að Ásmundur myndi svara fyrir sig.

 

Eftir þennan fund ætti það að vera deginum ljósara fyrir ESB-liða þessa lands að ný ríkisstjórn stefnir ekki að því að efna til þjóðaratkvæðis sem byggt yrði á óljósum og leiðandi spurningum um það hvort „viðræðum skuli haldið áfram“, „hvort ljúka skuli viðræðum“ eða „klára viðræður“.

 

Til þess að endurvekja umsókn um aðild að ESB þarf bersýnilega þrennt til: pólitískan vilja ríkisstjórnar á hverjum tíma, skýran vilja meirihluta Alþingis og skýra niðurstöðu meirihluta þjóðarinnar fyrir því að þjóðin vilji ganga í ESB. - RA


mbl.is Refsiaðgerðir innan mánaðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er nú meira bullið í ykkur. varðandi hvað stendur í stjórnarsáttmálanum skiptir engu máli í þessu - loforð fyrir kostningar er það (eða á) sem gildir.

Rafn Guðmundsson, 28.6.2013 kl. 17:09

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 27.apríl, þjóðin hafnaði ESB-aðlöguninni.  Því miður virðist sem svo að nokkrir kratar fatti ekki að eina stefnumáli þeirra var hafnað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.6.2013 kl. 23:57

3 Smámynd: Elle_

Í alvöru, Rafn?  Hvaða loforð ertu alltaf að tala um?  Hverra loforð? 

Elle_, 28.6.2013 kl. 23:58

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Rafn Guðmundsson - Hverjir bulla nú ?

Þú segir nú í örvæntingu og bræði þinni að engu máli skipti "hvað standi í stjórnarsáttmálanum"

Heldur eigi nú aðeins og eingöngu að gilda það sem að "lofað var fyrir kosningar"

Í síðustu Ríkisstjórn og allt síðasta kjörtímabil hömruðuð þið Kratarnir á því sem að stæði orðrétt í stjórnarsáttmálanum, varðandi ESB aðildarumsóknina.

Engu máli skiptu þá einhver loforð sem gefin voru fyrir kosningar, eins og þeim að Vinstri Grænir annar stjórnarflokkurinn hafði lofað kjósendum sínum því fyrir þær kosningar að vera harður gegn ESB aðild og að EKKI yrði sótt um ESB aðild.

Örvæntingar bull og tvískinningur ykkar Kratanna nú eftir verðskuldað kosninga afhroðið sem að þið hlutuð í kosningunum er brjóst umkennalegt.

Flokkur ykkar með aðeins 12,9% fylgi og sögulegt kosningaafhroð á bakinu á ekki og má ekki lengur ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar !

Mál er nú komið til að þessu pólitíska ESB- umsátri Samfylkingarinnar og ESB trúboðsins á Íslandi um sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar ljúki ! STOPP !

Gunnlaugur I., 29.6.2013 kl. 01:20

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

tómas - ég er greinilega svona vitlaus að halda að kostningin 27 apríl hafi verið "Alþingiskosningar".

gunnlaugur - esb lestinn stoppar ekki nema ef þjóðin vill. nokkrir (háværir) nei menn (og konur) stoppa hana ekki

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 01:58

6 identicon

Það hlýtur að koma að því að ESBsinnar haldi undirskriftasöfnun um að þótt þeir hafi skíttapað í kosningunum, þá ættu þeir bara samt að mega ráða.

Merkileg þessi veruleikafirring, afneitun og þráhyggja.

Þjóðin hafnaði ESBsamfylkingunni, og þar með hennar eina stefnumáli.

Hvað þarf eiginlega að tyggja þetta oft ofan í ykkur?????

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 08:58

7 identicon

Rafn Guðmundsson.

Ekki heldur að nokkrir háværir já menn, neyði landið í esb.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 10:48

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - þjóðaratkvæðagreiðslu eins og var lofað. ef þjóðin vill ekki klára samningana þá stoppar það okkur já sinna. best fyrir alla að spyrja þjóðina sem fyrst. þið nei sinnar eru öryggir um nei svar þannig þið ættuð að krefjast þessa leið líka. annars trúi ég því áfram að þið nei sinnar séu bara hávær minnihlutahópur

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 10:51

9 Smámynd: Elle_

Háværa fólkið er yfirgangsliðið sem sótti um þarna, Rafn.  Þjóðin kom ekkert að þessari Össurarumsókn. 

Elle_, 29.6.2013 kl. 11:31

10 Smámynd: Elle_

Nú spyr ég þig aftur eins og að ofan, Rafn: Hvaða loforð var það?  Ekki um neitt að kjósa, ofbeldið frá júlí 09 á bara einfaldlega að stoppa.

Elle_, 29.6.2013 kl. 11:42

11 identicon

Rafn - því var lofað að EF það yrði haldið áfram, þá yrði það ekki gert nema fyrst halda þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Mjög skýrt, og þú ættir kanski að lesa pistilinn sem þú ert að ummælast við?

ESBsinnar sögðu að það þyrfti sko enga þjóðaratkvæðisgreiðslu til að sækja um aðild að ESB.Nú er allt í einu komið annað hljóð í ykkur, þegar núverandi ríkisstjórn er að taka tilbaka þessa frekju-umsókn sem ESBsamfylking stóð fyrir. Tvískinnungurinn er með eindæmum.

Þið getið bara sjálfum ykkur um kennt að æða áfram í þetta ferli án þess að spyrja kóng né prest, með ykkar alkunnu frekju og hroka, og gleymum ekki lygunum um t.d. "að kíkja í pakkann".

..og hverjum er ekki drullusama um hverju þú trúir og trúir ekki??

Þjóðin sagði sína skoðun skýrt og skorinort, með því að sparka ESBsamfylkingunni niður í smáflokkafylgi.

Að neita að horfast í augu við þessar ofureinföldu staðreyndir er skýrt merki um sjálfsblekkingu, afneitun og þráhyggju.

Get a grip.

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 12:33

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - verun bara sammála um að vera ósammála en ég kannast ekkert við "því var lofað að EF það yrði haldið áfram, þá yrði það ekki gert nema fyrst halda þjóðaratkvæðisgreiðslu" - kannski úr stjórnarsáttmálanum (veit ekki) EN landsmenn kusu ekki um "stjórnarsáttmála" eins og margir nei'arar halda

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 12:48

13 identicon

Landsmenn kusu í Alþingiskosningum (sem er þjóðaratkvæðisgreiðsla) á milli mismunandi framboða.

Vilji þjóðarinnar kom mjög skýrt í ljós, með afhroði ESBsamfylkingarinnar og þá um leið hennar eina stefnumáli.

Núverandi stjórnarflokkar vilja ekki inn í ESB. Það var og er mjög skýrt.

Að keyra um í vælubíl núna, organdi á eitthvað sem á að hafa verið sagt fyrir kosningar (vísvitandi misskilið, að öllum líkindum), sérstaklega í ljósi þess hvernig var staðið að umsókninni (og því sem VG sagði fyrir þær kosningar), hlýtur að vera e.k. met í tvískinnungi.

Landsmenn kusu eftir stefnumáli stjórnmálaflokkanna. ESBflokkurinn var laminn í plokkfisk af þjóðinni.

Hættu þessu væli. Sættu þig við raunveruleikann. Þjóðarvilji kom mjög MJÖG skýrt í ljós í kosningunum, varðandi þessa ESBumsókn.

Enn spyr ég, hvað þarf eiginlega að tyggja þetta oft ofan í ykkur??

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 13:05

14 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - við erum bara ósammála - mitt mat er að þú sért bara að bulla

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 13:26

15 identicon

Rafn - mitt mat er að það vantar nokkrar heilasellur í þig.

Þú mátt vera ósammála því.

I couldn´t care less.

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 13:35

16 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - það vantar margar margar heilasellur í mig. ég held að svo sé hjá öllum (mannfólkinu). nýjar rannsóknir benda þó til þess að þær endurnýja sig - ekki örugg vísindi samt hel ég ÞANNIG að við erum sammála í því máli

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 15:06

17 identicon

Hvort sem heilasellur endurnýja sig eða ekki, þá gæti vantað heilasellur. Það er samt gott að þú gerir þér grein fyrir og viðurkennir að það vanti margar margar heilasellur í þig. Þessa vitneskju gætir þú e.t.v. nýtt þér til að hætta að tjá þig um hluti sem þú skilur ekki?

Ástæðan fyrir þinni heimsku virðist samt vera af geðrænum toga. Þú VILT ekki skilja einföldustu staðreyndir, vegna þráhyggju og afneitunar, að öllum líkindum. Þú ert þ.a.l. ekki bara heimskur, heldur líka geðfætlingur, sem er öllu verra ástand.

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 15:56

18 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - þú getur nú gert betur en þetta til að sýna að 'sannleikurinn' sé þínum meginn er það ekki

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 16:05

19 identicon

Nei. Það er búið að fara yfir og stafa fyrir þig einföldustu staðreyndir. Það aðeins hægt að endurtaka þetta fyrir þig, sem ég nenni ekki að gera.

Kanski að þú myndir skilja þetta betur, eeef ééég myynndi skrriiifa hæægt?

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 16:26

20 Smámynd: Rafn Guðmundsson

palli - þú getur endurtekið þetta þar til þú verður blár/blá í fram - þú getur líka skrifað þína skýringu eins hægt og þú vilt (sem ég reyndar efast um að sé hægt) - við verðum bara ósammála

Rafn Guðmundsson, 29.6.2013 kl. 16:48

21 identicon

Get ég endurtekið þetta þar til ég verð blár í framan?

Ég var að enda við að segja að ég nenni ekki að endurtaka þetta fyrir þig.

Talarðu yfirleitt íslensku?!?

 (...og ég nenni heldur ekki að tala lengur við þig. Over and out.)

palli (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband