Metatvinuleysi á evrusvæðinu er engin tilviljun

Draumur ESB-sinna um evru fyrir Íslendinga er helsta og algengasta röksemd þeirra fyrir inngöngu í ESB. En sameiginleg mynt þjóða sem búa við mjög ólíkar aðstæður á vafalaust sök á því að hvergi innan OECD er meira atvinnuleysi en einmitt á evrusvæðinu.

 

Samkvæmt nýjustu tölum OECD um atvinnuleysi er það 11,4% á evru-svæðinu, en til samanburðar má nefna að í sjö helstu iðnríkjum heims mældist atvinnuleysið að meðaltali 7,4% á síðasta ári. Meðalatvinnuleysi í ESB var 10,5%.

 

Tölur þessar segja heilmikla sögu. Gengi allra mynta sveiflast töluvert; ríki sem eru með eigin mynt og standa sterkt að vígi efnahagslega eru með hátt gengi, en þau sem verða fyrir erfiðleikum og áföllum þurfa lágt gengi til þess að verða betur samkeppnishæf og ná sér upp úr djúpum kreppulægðum. En á evrusvæðinu er sama gengi fyrir alla. Langvoldugasta ríkið, Þýskaland, ræður ferðinni og nýtur góðs af, en ýmis ríki á jaðri svæðisins engjast í fjötrum evrunnar.

 

Spánn er sér á parti hvað varðar atvinnuleysi en á síðasta ári var rúmur fjórðungur vinnufærra manna án atvinnu. En atvinnuleysi er einnig mjög mikið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og Ítalíu. 53% ungs fólks á aldrinum 15-24 ára eru án atvinnu á Spáni, í Portúgal er hlutfall atvinnulausra á þessum aldri 38%, 35% á Ítalíu og 31% á Írlandi.

 

Ástandið er miklu skárra í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem atvinnuleysi á liðnu ári var í báðum ríkjum rúmlega 8%. Í Suður-Kóreu og Japan er atvinnuleysi minnst hjá OECD ríkjum eða 3,2% og 4,4%. Á Íslandi mældist atvinnuleysið að meðaltali 6% á síðasta ári en 13,8% hjá yngsta aldurshópnum. Hér fór atvinnuleysið upp í 8-9% eftir hrunið en hefur lækkað jafnt og þétt frá 2010 og er enn að lækka.

 

Þeir sem eru veikir fyrir því að við Íslendingar göngum í ESB í því skyni að taka upp evru þurfa að átta sig á því að þótt vissulega fylgi því ýmsir ókostir að búa við sjálfstæða mynt eins og krónuna þá er hitt hálfu verra þegar þjóðir festast í atvinnuleysis- og fátæktargildru vegna þess að hagkerfi þeirra er svo gjörólíkt þýska hagkerfinu að það sem hentar Þjóðverjum vel reynist öðrum illa. - RA  
mbl.is 63,3% andvíg inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Schengen-samningurinn er meiri plága en Evran og því miður er skylda í dag að vera í Schangen ef landið gengu í EU.

Bretar gátu neitað aðild að Schengen á sínum tíma, en svíar voru svo vitlausir, eins og íslendingar, að samþykkja aðild því þessi skyldu ákvæði voru ekki kominn þá. Þeir vita sínu viti bretar!

Íslendingar höfðu aðstöðu að segja sig úr Schengen fyrir áramót en nýttu það ekki, sem er óskiljanlegt fyrir hugsandi fólk.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 12:06

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gerð var athugasemd við blogg hjá mér er ég var að tala um kosnað vegna ESB viðræðna að íslenska ríkið fengi styrk frá sambandinu vegna viðræðnanna og þess vegna væri kosnaðurinn hverfandi eða enginn.Hafið þið upplýsingar um þetta eða hvar ég get nálgast þær? ÉG VIL VITA.kveðja.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.2.2013 kl. 18:12

3 identicon

Það er auðvelt að sýna fram á að mikið atvinnuleysi í fáeinum evruríkjum hefur ekkert með evru að gera.

1)  Þau fimm lönd ESB þar sem atvinnuleysið er minnst eru öll á evrusvæðinu. Þetta eru Austurríki, Lúxemborg, Holland, Þýskaland og Malta.

2) Þau þrjú lönd Evrópu þar sem atvinnuleysið er mest eru utan ESB, Þetta eru Kosovo, Makedónía og Bosnía Herzegóvina.

3) Um helmingur evrulandanna er með minna atvinnuleysi en Bandaríkin og Bretland, nokkur þeirra miklu minna.

ESB-aðild og upptaka evru á Íslandi skapar stöðugleika sem leiðir til aukinnar samkeppnishæfni. Fjölbreytt ný atvinnutækifæri verða til svo að atvinnuleysi mun minnka.

Mikið atvinnuleysi í einstökum ESB-löndum mun ekki hafa nein áhrif á atvinnuleysi hér frekar en í þeim evrulöndum þar sem atvinnuleysi er nú lítið.

Getur Vinstrivaktin ekki vandað sig betur? Eða er það markmið hennar að stunda ómerkilegar blekkingar?

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 23:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætti ekki íslenskur almenningur að fá upplýsingar um eigendur þeirra sem mynda snjóhengjuna, sérstaklega þar sem þeim er gert að greiða hana. Kæmi ekki á óvart að þar séu Íslendingar þótt heiti sjóðanna feli þá,t.d.sá írski.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 00:48

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er rangt farið með atvinnuleysistölur hérna (tölfræðivefsíða Eurostat). Kemur lítið á óvart. Þar sem staðreyndir hafa aldrei verið neitt sem skiptir þá sem skrifa hérna einhverju máli.

Það er ennþá efnahagskreppa í gangi. Það er ennfremur alveg ljóst að efnahagskreppan á Íslandi er ekki búin að segja sitt síðasta.

Jón Frímann Jónsson, 14.2.2013 kl. 13:17

6 identicon

Að gera mál úr örlitlum samdrætti í sumum evruríkjanna er fáránlegt. Það er samdráttur í öllum ríkjum með nokkurra ára millibili.

Að hér sé meiri hagvöxtur en víða á evrusvæðinu er heldur ekkert merkilegt. Ef þróunin er skoðuð frá því fyrir hrun kemur Ísland miklu verr út en næstum öll evruríkin.

Eins og kom fram í fréttum í gær hefur Ísland dregist aftur úr hinum norðurlöndunum en þau eru öll í ESB nema Noregur.

2006 stóðum við þeim jafnfætis að því er tekjur varðar en urðum þó að hafa miklu meira fyrir þeim með mikilli eftirvinnu.

Nú stöndum við þessum ESB-ríkjum langt að baki þrátt fyrir fleiri vinnustundir. Sama á við um samanburð við flest Vestur-Evrópulöndin sem eru með evru.

Mest sláandi er þó samanburðurinn við þau tvö lönd sem hafa valið að standa utan ESB, Noreg og Sviss. Þar eru dagvinnulaun meira en tvöfalt hærri en hér, landsframleiðslan miklu meiri og skuldir aðeins brot af okkar skuldum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband