Hvað vilja VG frambjóðendur í ESB málum

Í framhaldi af grein Hjörleifs Guttormssonar sem við sögðum frá í gær ákvað Vinstri vaktin að senda spurningar á alla frambjóðendur í forvali VG sem nú fara fram í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum. Í framhaldinu verða sömu spurningar sendar á frambjóðendur í öðrum kjördæmum. 

Vinstri vaktin mun birta svör frambjóðenda og við munum einnig geta þess ef frambjóðendur neita að verða við bón okkar um að svara. Þar sem ekki tókst að hafa upp á netföngum allra er farin sú leið að senda frambjóðendum símskeyti (sms) og þeir  beðnir um að svara neðangreindu bréfi sem hér birtist. Svörin verða birt næstkomandi fimmtudag og föstudag en prófkjör fara fram á laugardag.  

_________________

Ágæti frambjóðandi VG

Nú í aðdraganda Alþingiskosninga er nauðsynlegt að kjósendur í forvali VG eigi þess kost að átta sig á afstöðu frambjóðenda til spurningarinnar um aðild Íslands að ESB. Við viljum því vinsamlegast biðja þig að tilgreina hver af eftirtöldum kostum hugnist þér best:

a)      Að umsókn Íslands um að aðild að ESB verði afturkölluð sem fyrst.

b)      Að fyrir komandi Alþingiskosningar verði efnt til atkvæðagreiðslu þar sem spurt verði um afstöðu þjóðarinnar til inngöngu í ESB og umsókn afturkölluð ef ekki er meirihluti fyrir aðild.

c)      Að umsókn Íslands um aðild að ESB verði nú þegar lögð til hliðar og ekki tekin upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

d)     Að Ísland ljúki aðildarviðræðum og gerður verði formlegur samningur við aðildarríki ESB um inngöngu Íslands í ESB með fyrirvara um samþykki meiri hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og nú er stefnt að.

Í öðru lagi hvort þú telur

e) Að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB?

f) Að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB?

 Vinstrivaktin mun gefa skýrslu um þau svör sem berast, svo og hverjir hafa svarað fyrir tilskilinn frest og hverjir ekki. Vinstrivaktin mun einnig birta þær athugasemdir og skýringar sem fylgja svörunum, (eina frá hverjum frambjóðanda) en vegna fjölda frambjóðenda verðum við að takmarka hverja athugasemd við 100 orð. 

FRESTUR TIL AÐ SKILA SVÖRUM ER TIL KLUKKAN TÓLF Á MIÐNÆTTI NÆSTKOMANDI MIÐVIKUDAG 21. NÓV.

Með kærri kveðju og þakklæti fyrir þátttökuna,

Hópurinn sem stendur að Vinstrivaktinni

vinstrivaktin@gmail.com

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir VG-frambjóðenda eru eflaust á móti aðild en vilja að aðildarviðræðurnar verði leiddar til lykta með samningi í samræmi við stefnu flokksins og stjórnarsáttmálann.

Þegar svo langt er liðið á aðildarferlið er fráleitt að slíta viðræðunum enda á slíkt sér engin fordæmi hjá ESB-þjóðunum eða öðrum þjóðum sem hafa sótt um aðild.´

Á jafnlöngu tímabili og aðildarferlið tekur er ljóst að stuðningur við aðild fer upp og niður. Það er því fyrirséð í upphafi að það fer niður í minnihluta einhvern tímann á tímabilinu. Það er því alls ekki tilefni til að slíta viðræðunum.

Það er mikið ábyrgðarleysi fólgið í því að krefjast þess að viðræðunum verði slitið eftir alla þá vinnu og allt það fé sem hefur verið lagt í verkið Slíkur hringlandaháttur er til vitnis um að menn kunni ekki fótum sínum forráð.

Þess vegna er miklu frekar tilefni til að ljúka viðræðunum en það var að byrja á þeim á sínum tíma. Ég hef enga trú á öðru en að það sé skilyrðislaus krafa kjósenda að viðræðurnar verði til lykta leiddar.

Nýlegar skoðanakannanir höfðu of lítið svarhlutfall til að hægt væri að átta sig á afstöðu kjósenda einkum þegar tekið er tillit til þess að ekki er vitað um hvað verður kosið fyrr en samningur liggur fyrir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 15:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vel til fundið og verður fróðlegt að sjá svör frambjóðenda VG.  Svörin geta skipt sköpum hvar kjósandinn krossar við kjörseðil sinn.

En nú er spurning hvað verður um þessa ESB umsókn?  ESB hefur lýst því yfir að Ísrael hafi fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Hamas.  

Utanríkisráðherrann okkar er því lentur milli steins og sleggju; annars vegar sem helsti hvatamaður að ESB umsókn íslendinga og hins vegar eini opinberi stuðningsmaður Hamas hryðjuverkasamtakanna á vesturlöndum.

Þannig má segja að ESB hafi nú bankað aðeins á fingur utanríkisráðherrans og spurning hver viðbrögð hans verða.   Mun hann í kjölfarið e.t.v. sækja um aðild að Hamas í stað ESB?

Kolbrún Hilmars, 20.11.2012 kl. 17:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það ætla ég kolbrún mín rétt að vona. Ásmundur þú varpar ábyrgð á þá sem vilja að aðildarviðræðum sé hætt,eftir alla þá vinnu og fé sem lagt var í það. Ykkar er ábyrgðin,var nær að gera skyldu ykkar og spyrja þjóðina strax.

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2012 kl. 17:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er komið út í horn, þessi umsókn.  vegna fimbulfambs og vitleysugangs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2012 kl. 18:30

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það var akkúrat enginn að spyrja "Ásmund" þennan sjálfsupphafna ESB speking um hvað honum finnst um skoðanir einstaka frambjóðenda VG.

Það vita allir að hann er varðhundur ESB hér á síðunni og hlýtur eiginlega að vera launaður af þeim sem slíkur. Því hann virðist hafa ótakmarkaðan tíma til þess að vakta hér allar færslur og skrifa hér ESB áróðurinn sólarhringum saman út í eitt.

Enda dreifir ESB VALDIÐ hér hundruðum milljóna króna til þess að reyna að hafa hér áhrif á menn og málefni.

Lítið virðist þeim nú samt ganga og sárafáir ef nokkrir taka mark á Ásmundi þessum, forritaða ESB Pafagauki.

Hann riðst hér ævinlega fram á síðu "Vinstri Vaktarinnar gegn ESB" í hverri færslu aftur og aftur eins og varðhundur ESB apparatsins.

En það verður annars fróðlegt að sjá svörin frá þessu fólki sem spurt var þessara spurninga.

Reyndar á ég ekki vona á einu eða neinu nema einhverju froðusnakki og innihaldslausu rugli. Þetta fólk þorir ekki einu sinni að halda fram marg yfirlýstri og samþykktri stefnu Flokksins sem það fer fram fyrir !

Þau fara því ekki fram fyrir hugssjónirnar og fólkið sem hefur þess vegna stutt þennan flokk fram að þessu, en er nú flest á útleið.

Enginn þeirra virðist þora að standa í lappirnar og sýna að þau standi með hugssjónum og marg yfirlýstri stefnu þessa flokks í ESB andstöðunni hvorki í orði né á borði því eru þau heldur ekkert annað en þrælslundaðir og lafhræddir leppar flokksræðisins og stalínskrar flokksforystu þessa flokks.

Gunnlaugur I., 20.11.2012 kl. 20:07

6 identicon

Gaman að því hvernig Laugi lygalaupur bregst við skrifum mínum.

Það er greinilegt að þau hafa mikil áhrif á hann úr því að hann missir sig svona gjörsamlega í botnlausa lágkúru og lygar. 

Enginn furða þó að Laugi hafi verið gerður brottrækur af öðrum vef.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 21:45

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ef Ásmundur á við það að af einustu bloggsíðunni þar sem að ég hef á ævinni verið gerður burtrækur og skoðanir mínar ritskoðaðar og bannaðar, var af síðu Evrópusamtakanna hér á Mbl blogginu fyrir meira en einu ári síðan.

Fyrir það eitt að hafa kallað einhverja ESB sinna á ágætri íslensku að þeir væru ESB "aftaníossar".

Þá er það sko akkúrat ekkert til að skammast sín fyrir, nema síður sé.

Það er miklu frekar skömm Evrópusíðunnar og þeirra þar að þola ekki kjarnyrt skoðanaskipti og minnstu gagnrýni eða að þeim sé hraustlega andmælt.

Enda er orðið "aftaníossi" sárasaklaust og margsinnis notað í íslensku máli um einhverja sem eru svokallaðir líkt og orðið taglhnýtingar einhvers málsstaðar eða skoðana.

Þetta orð hefur margsinnis verið notað í þessháttar tilgangi af fjölda blaðmanna, rithöfunda, alþingismanna og ráðherra um áraraðir.

Engir þeirra hafa hlotið ákúrur fyrir eða verið ritskoðaðir, útilokaðir eða settir í ritbann vegna þess nema ég.

Sýnir best þá þöggun, skoðanakúgun og lýðræðisleysi, sem við megum búast við, ef ESB sinnar og Bruxsel valdið muni ná því fram að koma landi okkar og þjóð undir ESB helsið.

Evrópusíðan er nú lang komin með að vera búnir að henda þar út næstum öllum ESB andstæðingum.

Enda eru þar eru nú lítil skoðanaskipti og lítilfjörlegar og einstefnulegar umræður, það litla sem það er og heimsóknir eru sárafáar og hefur farið snarfækkandi umdanfarna mánuði.

ESB helsið, hvorki í Brussel né hér, þolir alls ekki neina gagnrýni né frjáls og óháð skoðanaskipti.

Á þeirra rétttrúnaðar máli, er slíkt í anda Sovétsins, sem þar svífur yfir vötnum, kallað sem einhverskonar "andevrópsk" viðbrögð og því stórhættuleg.

"Ásmundur" er alveg með þessa rétttrúnaðar línu beint frá framkvæmdastjórninni í Bruxsel !

Vona að þið hér á "Vinstri Vaktinni gegn ESB" fallið ekki í þá sömu ritskoðunar- og skoðanakúgunar- og þöggunar skotgrafir eins og ESB trúboðið hefur ítrekað gert sig sekt um.

Endilega látið og leyfið því "Ásmundi" þessum að sprikla hér eins lengi og honum sýnist, helst þar til hann hefur verið afhjúpaður sem forstokkaður ESB aftaníossi.

Það mun verða málsstað okkar ESB andstæðinga til mikils gagns.

Gunnlaugur I., 20.11.2012 kl. 23:57

8 identicon

Maður hefur nú ekki svarað Lyga Munda dálítið lengi, enda hafa aðrir staðið sig ágætlega í að hjálpa honum að gera sig að fífli.

Nei, ég nenni ekki að svara honum í kvöld heldur, heldur vildi óska mesta lygalaup bloggsins, mannsins sem þarf að ljúga upp nafninu Ásmundur Harðarson til að gera sig gildandi á netinu, til hamingju með það að kalla aðra lygara.

Þegar maður heldur að trúðurinn geti ekki gert sig að meira fífli, kemur hann manni skemmtilega á óvart.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 00:16

9 identicon

Ég var frá í smá tíma. Þegar ég kom svo tilbaka þá ákvað ég bara að leyfa ofurhálfvitanum Ásmundi að blaðra sína dellu óáreittur, a.m.k. í einhvern tíma. Hann sér sjálfur um að afhjúpa eigið sjúka ástand.

Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk er hrokafullt og frekt, sem jú óhugnarlega sauðheimskt.

Það kæmi mér verulega á óvart ef Ásmundur er ekki Jón Frímann, sem skv. eigin frásögn, þurfti að flýja Ísland vegna félagslegrar vanhæfni. Einhver þroskaheftur fábjáni í Danmörk, sem hefur ekkert að gera við sitt líf en að hanga á íslenskum netsíðum og halda úti þessum trúarofstækisáróðri. Hann heldur að þetta gefi litla lífinu hans eitthvað gildi.

Hann heldur virkilega að þetta blaður sé að gera honum eitthvað gagn. Hann heldur virkilega að fólk taki hann alvarlega. Þvílíkt heimskugrey. Fastur í afneitun og sjálfsblekkingu, einhverskonar óskhyggju geðsýki. Hann er sjúklingur og þarf á hjálp að halda.

...en þetta er svo sem ágætt. Hann er nefnilega líka allt allt of heimskur til að sjá hvað hann skýtur sjálfan sig í löppina síendurtekið. Hahaha... þvílíkur fábjáni.

Það er fínt að hafa hann sígubbandi þessari dellu. Flest fólk er vitiborið og sér í gegnum þetta rugl og hann sjálfan af löngu færi.

Keep up the good work, stupid.

palli (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 09:29

10 identicon

Aumingja Laugi og Himmi! Þvílík brenglun hugarfarsins!

Synd að þeir skuli ekki hafa vit á afhjúpa ekki sjálfa sig svona gjörsamlega. Þeim virðist vera sérstakt kappsmál að gera öllum ljóst að ekki er neitt mark á þeim takandi

Evrópusamtökin höfðu vit á að bægja frá þessari mengun rétt eins og Samfylkingin gagnvart Jóni Bjarnasyni þegar hann bauð sig fram fyrir hana í prófkjöri.

Vonandi eru þeim ekki allar bjargir bannaðar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 10:14

11 identicon

Þér er einfaldlega ekki viðbjargandi.

Hlægilegur fábjáni. Sturlaður fáráðlingur. Sjálfsupphafin hrokabytta og frekjudolla.

Og það sjá allir í gegnum þig langar leiðir.

Maður hálfvorkennir þér fyrir að þurfa að vera þú.

palli (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 12:23

12 identicon

Ef fólk tæki mark á þér, Ásmundur, og eftir allan þennan tíma og allan þinn áróður, endalaus ummæli við hverja einustu bloggfærslu, alla daga, allar vikur, non stop....

...væri þá þessi árangur í blaðrinu í þér kominn fram?

En það er samt enginn sem tekur mark á þér. Það kalla allir þig hálfvita og fífl.

Bara svona létt ábending ef þú skyldir hafa áhuga á rökrænni hugsun og sjálfsskoðun, sem ég býst þó ekki við.

Þetta er frekar augljóst öllum öðrum en þér.

...en nei, haltu áfram maður, þetta er ekkert merki um þráhyggju hjá þér, neinei, það er sko ekkert að í hausnum á þér. Það er alveg greinilegt að allt þetta puð og tuð í þér er sko alveg að hafa einhvern árangur, er það ekki? Segðu það aðeins oftar við sjálfan þig. Segðu við sjálfan þig að þú sért ekki fábjáninn sem þú ert. Segðu við sjálfan þig að þitt líf hafi einhvern tilgang.

Jésús hvað þú ert sorglegur einstaklingur.

palli (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 12:30

13 identicon

Hvaða skríll er eiginlega að skrifa hér? Er ekki hægt að hafa stjórn á athugasemdakerfinu?

Annars er mig farið að lengja eftir svörunum frá frambjóðendunum. Fengust engin svör? Fresturinn rann jú út á miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins - og prófkjörið verður á morgun!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband