Ágreiningur um höfuðstöðvar ríkishers ESB

Áformin um fyrirhugaðan ríkisher ESB eru umræðuefni sem ESB-sinnar forðast eins og heitan eldinn. Það er skiljanlegt. Hernaðarbrölt hljómar alltaf heldur illa í eyrum flestra Íslendinga. En það er tilgangslaust að stinga höfðinu í sandinn. Umræðan um hernaðaruppbyggingu ESB verður sífellt meira áberandi. 

Hér á síðunni var á það bent fyrir skömmu að Merkel, kanslari Þýskalands, hefði rætt um nærtækustu verkefni ESB og eitt þeirra væri uppbygging "Evrópuhersins" eins og hún nefndi þessa draumsýn sína þótt auðvitað sé ESB langt í frá það sama og Evrópa.

Við myndum þó vita lítið um þessa fyrirhuguðu skrautfjöður í hatti stórríkisins ESB ef ekki væri uppi bullandi ágreiningur innan þess um framkvæmdina og þá einkum um það hvar aðalstöðvarnar verði staðsettar. Willam Hague, utanríkisráðherra Breta, blandaði sér í umræðuna fyrir fáeinum dögum og reyndar með neikvæðum hætti því að hann gagnrýndi fyrirhugaða hernaðaruppbyggingu og tók hana sem dæmi um útþenslustefnu ESB.

Deilurnar um staðsetningu höfuðstöðvanna snýst um þau áform Þjóðverja að hafa þær á einum stað á meginlandinu. En það mega Bretar ekki heyra nefnt. Sú samhæfing hernaðaraðgerða ESB sem nú á sér stað er skipulögð frá fimm herstöðvum í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og á Ítalíu.

Hague lýsti því yfir 18. júlí s.l. að Bretar myndu aldrei samþykkja þá hugmynd að byggja upp einar hernaðarlegar höfuðstöðvar í stað miðstöðvanna í fyrrnefndum fimm löndum. "Þar er rauðalínan", bætti Hague við. 

Hér er því enn eitt ágreiningsefnið á ferðinni sem klofið getur ESB enn frekar til viðbótar við gjaldmiðilsmálin og stóru spurninguna um áframhaldandi samrunaferli. ESB ber flest helstu einkenni nýs stórríkis nú þegar, eins og að var stefnt, og auðvitað finnst leiðtogum ESB að stórríkið verði að hafa sérstakan ríkisher.

Ragnar Arnalds  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða áform um Evrópuher?

Heimildir?

Egill A. (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 15:12

2 identicon

Germany speaks out in favour of European army

08.02.2010 @ 09:20 CET

German foreign minister Guido Westerwelle has said Berlin supports the long term goal of creating a European army, which will bolster the EU's role as a global player.

http://euobserver.com/9/29426

------------------------------------------

Germany Calls for EU Army
February 10, 2010 | From theTrumpet.com
Germany wants to create a common European army, German Foreign Minister Guido Westerwelle said at the Munich Security conference, February 6. “The long-term goal is the establishment of a European army under full parliamentary control.
 
 
 
------------------------------------------

EU Dreams Of Common Army
 
 
By Stefan Nicola
UPI Germany Correspondent
Berlin (UPI) Mar 27, 2007
 
German Chancellor Angela Merkel said the European Union should aim to create a common army within the next 50 years, an ambitious and at the same time controversial plan.

"We need to get closer to a common army for Europe," Merkel last week told German daily Bild.

Proponents of an EU army cite the greater efficiency for such a multinational force: The EU's member states have some 1.9 million soldiers -- 50 percent more than the United States -- and spend roughly $250 billion a year on military means, yet the effectiveness of these armies is one-tenth of the U.S. military.

http://www.spacewar.com/reports/EU_Dreams_Of_Common_Army_999.html

--------------------------------

Blueprint for EU army to be agreed

A security blueprint charting a path to a European Union army will be agreed by Euro-MPs on Thursday.

By Bruno Waterfield in Brussels

Published: 3:07PM GMT 18 Feb 2009

The plan, which has influential support in Germany and France, proposes to set up a "Synchronised Armed Forces Europe", or Safe, as a first step towards a true European military force.

The move comes as France, a supporter of an EU army, prepares to rejoin Nato and to take over one of the Alliance's top military posts. General Charles de Gaulle withdrew French forces in 1966.

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/4689736/Blueprint-for-EU-army-to-be-agreed.html

-------------------------------------------

Germany Calls for an EU Army

March 19, 2010

Germany has expressed a desire for the European Union to create an army under the political control of the EU, according to the nation’s Foreign Minister Guido Westerwelle.

“The long-term goal is the establishment of a European army under full parliamentary control. The European Union must live up to its political role as a global player. It must be able to manage crises independently. It must be able to respond quickly, flexibly and to take a united stand,” he said (AFP).

At the Munich Security Conference, held earlier this year, Mr. Westerwelle stated that the door for a European army was opened by the passing of a revised EU constitution draft, known as the Lisbon Treaty, and that this army would be a cohesive factor in creating a European defense policy.

The Lisbon Treaty does allow for the creation of a united army.

http://www.realtruth.org/news/100319-001-europe.html

Þurfum við að ræða þetta eitthvað meir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 18:01

3 identicon

Það er ekki átt við ríkisher enda er ESB ekki ríki.

Það er átt við sameiginlegar viðbragðssveitir.

Það styttir viðbragðstíma hinna mismunandi herja ESB.

Um annað er ekki rætt en það má bulla mikið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 18:02

4 identicon

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 18:04

5 identicon

Stefán: þetta er orðaleikur.

þú getur allteins talað um SAFE sem friðargæslusveitir, einsog Grímur Atlason gerði - það beytir því ekki að stefnt er að sameiginlegum her í Evrópu

(SAFE = Synchronizes Armed Forces Europe)

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 02:41

6 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Synchronized_Armed_Forces_Europe

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 02:44

7 identicon

Halldór:  Ef þú hefur tekið þátt í umræðunni og einnig fylgst með henni "vor ort" þá væru ekki þessar pælingar.

Þær eru rangar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband